Kawhi Leonard öflugur í fyrsta leik með Toronto | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. október 2018 09:30 Kawhi Leonard er mættur til Kanada. vísir/getty Kawhi Leonard fór mjög vel af stað með sínu nýja liði Toronto Raptors í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar að liðið lagði Cleveland Cavaliers, 116-114, á heimavelli. Leonard gekk í raðir Raptors frá Spurs í sumar en búist er við að hann verði aðeins eitt tímabil í kandadísku borginni áður en að hann fær risasamning hjá öðru liði fyrir næstu leiktíð. Þessi magnaði körfuboltamaður skoraði 24 stig og tók tólf fráköst í nokkuð öruggum sigri Toronto en Kyle Lowry var stigahæstur heimamanna með 27 stig. Kevon Love skoraði 21 stig fyrir Cleveland sem hefur nú lífið eftir LeBron öðru sinni.Mikil spenna ríkti fyrir leik Phoenix Suns og Dallas Mavericks. Bæði lið þykja spennandi fyrir komandi tímabil; Dallas búið að styrkja liðið vel og Phoenix með ungan og efnilegan hóp. Tveir mest spennandi nýliðar deildarinnar eru í liðunum tveimur; Deandre Ayton í Phoenix sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu og svo Slóveninn Luka Doncic í Dallas sem var valinn þriðji. Doncic varð Evrópumeistari með Real Madrid í vor og kjörinn besti leikmaður Meistaradeildarinnar. Það var Ayton sem að hafði betur en hann skoraði 18 stig, tók tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar í 121-110 sigri heimamanna en Doncic skoraði tíu stig, tók átta fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Devin Booker réð lögum og lofum á vellinum en hann skoraði 35 stig fyrir Phoenix.New Orleans Pelicans sýndi svo styrk sinn með flottum útisigri á Houston Rockets, 131-112, en gestirnir skoruðu yfir 30 stig í öllum fjórum leikhlutunum. Stóru mennirnir undir körfunni fóru hamförum en Anthony Davis skoraði 32 stig og tók 16 fráköst og Nikola Mirotic skoraði 30 stig og tók tíu fráköst. Houston-menn réðu ekkert við þá í teignum. Ofur bakvarðatvennan James Harden og Chris Paul höfðu tiltölulega hægt um sig á þeirra mælikvarða en Paul skoraði 19 stig og Harden 18 stig en hann var þó grátlega nálægt þrennu með níu fráköst og tíu stoðsendingar.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Milwaukee Bucks 112-113 Detroit Pistons - Brooklyn Nets 103-100 Indiana Pacers - Memphis Grizzlies 111-83 Orlando Magic - Miami Heat 104-101 NY Knicks - Atlanta Hawks 126-107 Toronto Raptors - Cleveland Cavaliers 116-104 Houston Rockets - New Orleans Pelicans 112-131 San Antonio Spurs - Minnesota Timberwolves 112-108 Sacramento Kins - Utah Jazz 123-117 Phoenix Suns - Dallas Mavericks 121-100 LA Clippers - Denver Nuggets 98-107 NBA Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Kawhi Leonard fór mjög vel af stað með sínu nýja liði Toronto Raptors í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar að liðið lagði Cleveland Cavaliers, 116-114, á heimavelli. Leonard gekk í raðir Raptors frá Spurs í sumar en búist er við að hann verði aðeins eitt tímabil í kandadísku borginni áður en að hann fær risasamning hjá öðru liði fyrir næstu leiktíð. Þessi magnaði körfuboltamaður skoraði 24 stig og tók tólf fráköst í nokkuð öruggum sigri Toronto en Kyle Lowry var stigahæstur heimamanna með 27 stig. Kevon Love skoraði 21 stig fyrir Cleveland sem hefur nú lífið eftir LeBron öðru sinni.Mikil spenna ríkti fyrir leik Phoenix Suns og Dallas Mavericks. Bæði lið þykja spennandi fyrir komandi tímabil; Dallas búið að styrkja liðið vel og Phoenix með ungan og efnilegan hóp. Tveir mest spennandi nýliðar deildarinnar eru í liðunum tveimur; Deandre Ayton í Phoenix sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu og svo Slóveninn Luka Doncic í Dallas sem var valinn þriðji. Doncic varð Evrópumeistari með Real Madrid í vor og kjörinn besti leikmaður Meistaradeildarinnar. Það var Ayton sem að hafði betur en hann skoraði 18 stig, tók tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar í 121-110 sigri heimamanna en Doncic skoraði tíu stig, tók átta fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Devin Booker réð lögum og lofum á vellinum en hann skoraði 35 stig fyrir Phoenix.New Orleans Pelicans sýndi svo styrk sinn með flottum útisigri á Houston Rockets, 131-112, en gestirnir skoruðu yfir 30 stig í öllum fjórum leikhlutunum. Stóru mennirnir undir körfunni fóru hamförum en Anthony Davis skoraði 32 stig og tók 16 fráköst og Nikola Mirotic skoraði 30 stig og tók tíu fráköst. Houston-menn réðu ekkert við þá í teignum. Ofur bakvarðatvennan James Harden og Chris Paul höfðu tiltölulega hægt um sig á þeirra mælikvarða en Paul skoraði 19 stig og Harden 18 stig en hann var þó grátlega nálægt þrennu með níu fráköst og tíu stoðsendingar.Úrslit næturinnar: Charlotte Hornets - Milwaukee Bucks 112-113 Detroit Pistons - Brooklyn Nets 103-100 Indiana Pacers - Memphis Grizzlies 111-83 Orlando Magic - Miami Heat 104-101 NY Knicks - Atlanta Hawks 126-107 Toronto Raptors - Cleveland Cavaliers 116-104 Houston Rockets - New Orleans Pelicans 112-131 San Antonio Spurs - Minnesota Timberwolves 112-108 Sacramento Kins - Utah Jazz 123-117 Phoenix Suns - Dallas Mavericks 121-100 LA Clippers - Denver Nuggets 98-107
NBA Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Gísli og félagar með fullt hús stiga Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira