Fjármálaeftirlitið þarf fjarlægð og frið Þorvaldur Gylfason skrifar 18. október 2018 08:00 Reykjavík – Undirbúningur mun nú vera hafinn að innlimun Fjármálaeftirlitsins í Seðlabanka Íslands. Vert er að rifja upp reynsluna af því fyrirkomulagi frá fyrri tíð. Fram til 1999 var eftirlit með starfsemi viðskiptabanka og sjóða í verkahring Seðlabankans. Bankaeftirlitið var deild í Seðlabankanum þar til Fjármálaeftirlitið var stofnað með lögum sem tóku gildi 1999.Fjörutíu milljarðar á milli vina Skemmst er frá því að segja að bankaeftirlit Seðlabankans var gagnslaust um sína daga enda var því ekki ætlað að hrófla við landlægu sukki í bönkum og sjóðum. Stjórnmálamennirnir sem fóru fyrir ríkisbönkunum kærðu sig ekki um nokkurt eftirlit. Þeir vildu fá að rýja bankana í friði. Látum eitt dæmi duga sem ég rakti í Morgunblaðinu 22. maí 1994 (sjá bók mína Síðustu forvöð, 1995, 9. kafla). Þingmenn Kvennalistans höfðu birt upplýsingar um að viðskiptabankar og lánasjóðir hefðu þurft að afskrifa meira en 40 milljarða króna á fimm árum vegna orðins eða yfirvofandi útlánatjóns. Þetta var svimandi fjárhæð og jafngilti tíunda hluta landsframleiðslunnar 1994. Þetta var einnig þrisvar sinnum meira fé miðað við landsframleiðslu en fór í súginn í sparisjóðahneykslinu í Bandaríkjunum nokkrum árum fyrr – mesta fjármálahneyksli aldarinnar sem Kaninn kallaði svo og leiddi til fangelsisdóma yfir meira en þúsund bankamönnum. Þetta var einnig meira fé miðað við landsframleiðslu en tapaðist í bankakreppunni sem reið yfir Norðurlönd um svipað leyti, alvarlegri kreppu sem leiddi til gagngerrar endurskipulagningar í bankarekstri þar og til starfsloka margra bankastjórnenda og málsóknar gegn sumum þeirra vegna gruns um glæpsamlega vanrækslu í starfi þótt engum væri á endanum stungið inn. Hér heima fékkst það þó aldrei opinberlega viðurkennt að eitthvað hefði farið úrskeiðis í bönkunum. Bankaeftirlitið þrætti. Bankarnir bættu sér skaðann í skjóli fákeppni, m.a. með miklum vaxtamun, þ.e. háum útlánsvöxtum og lágum innlánsvöxtum. Ballið var rétt að byrja.Einkavæðingin Nokkrum árum síðar, 1998-2003, voru bankarnir færðir úr ríkiseigu í einkaeign. Til stóð í upphafi að einkavæðingin færi fram undir heiðvirðum formerkjum og skv. erlendum fyrirmyndum, en frá því var horfið einkum til að tryggja áframhaldandi ítök stjórnmálamanna í bönkunum með afleiðingum sem allir þekkja. Fjármálaeftirlitið var í sömu svifum gert að sjálfstæðri stofnun til „að stuðla að því að fjármálastarfsemi … sé í samræmi við lög, reglugerðir, reglur og samþykktir …“ eins og stendur í lögunum. Það tókst þó ekki betur en svo að bankamenn og aðrir voru nokkrum árum síðar dæmdir í samtals næstum heillar aldar fangelsi fyrir brot sem tengdust hruninu og voru margar rannsóknir þó látnar niður falla vegna niðurskurðar á fjárveitingum til sérstaks saksóknara. Bankaeftirlitið átti að hafa öðlazt sjálfstæði utan veggja Seðlabankans frá 1999, en það varð ekki. Rannsóknarnefnd Alþingis ályktaði í skýrslu sinni (7. bindi, bls. 316-321) að þv. forstjóri FME hefði eins og seðlabankastjórarnir þrír sýnt af sér vanrækslu í skilningi laga, vanrækslu hliðstæða þeirri sem Geir H. Haarde forsætisráðherra var fundinn sekur um í Landsdómi undir forustu forseta Hæstaréttar. Því var ráðinn nýr forstjóri að FME 2009, Gunnar Þ. Andersen viðskiptafræðingur, og stýrði hann FME í þrjú ár og bjó ásamt samstarfsmönnum sínum um 80 mál í hendur sérstaks saksóknara. Hann var hrakinn úr starfi 2012 og fékk m.a.s. dóm fyrir brot á þagnarskyldu. Yfirvöld hafa þó ekki enn séð ástæðu til að rannsaka birtingu Morgunblaðsins á útskrift símtals sem Seðlabankinn hafði neitað að láta af hendi árum saman með skírskotun til þagnarskyldu. Munurinn er einnig sá að Gunnar Andersen var að reyna að afhjúpa lögbrot, ekki Seðlabankinn, öðru nær.Allt á sama stað Seðlabankinn lofaði fyrir löngu innanhússrannsókn á Kaupþingsláninu 6. október 2008, en ekkert hefur til hennar spurzt. Meint brot varðandi lánveitinguna fyrndust 6. október sl. án þess að Seðlabankinn hefði óskað eftir rannsókn eftir þeirri reglu að ósk um rannsókn þarf helzt að berast af meintum vettvangi brots. Hátt settur embættismaður í bankanum braut gegn þagnarskyldu þegar hann upplýsti eiginkonu sína sem var þá lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja um aðgerðir Seðlabankans í aðdraganda neyðarlaganna. Brotið var sagt fyrnt þegar það komst upp. Hann starfar enn í bankanum. Einn bankastjóranna þriggja sem RNA taldi hafa sýnt af sér vanrækslu í skilningi laga er aftur kominn til starfa í bankanum. Munstrið er skýrt. Dettur nokkrum heilvita manni í hug að FME hefði sent 80 mál til sérstaks saksóknara eftir hrun hefði eftirlitið ennþá verið deild í Seðlabankanum? Yfirvofandi innlimun FME í Seðlabankann lítur út eins og klunnaleg tilraun til þess að koma allri yfirhylmingu með bönkunum fyrir á einum og sama stað. Þessa fyrirætlun þarf Alþingi að stöðva. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Reykjavík – Undirbúningur mun nú vera hafinn að innlimun Fjármálaeftirlitsins í Seðlabanka Íslands. Vert er að rifja upp reynsluna af því fyrirkomulagi frá fyrri tíð. Fram til 1999 var eftirlit með starfsemi viðskiptabanka og sjóða í verkahring Seðlabankans. Bankaeftirlitið var deild í Seðlabankanum þar til Fjármálaeftirlitið var stofnað með lögum sem tóku gildi 1999.Fjörutíu milljarðar á milli vina Skemmst er frá því að segja að bankaeftirlit Seðlabankans var gagnslaust um sína daga enda var því ekki ætlað að hrófla við landlægu sukki í bönkum og sjóðum. Stjórnmálamennirnir sem fóru fyrir ríkisbönkunum kærðu sig ekki um nokkurt eftirlit. Þeir vildu fá að rýja bankana í friði. Látum eitt dæmi duga sem ég rakti í Morgunblaðinu 22. maí 1994 (sjá bók mína Síðustu forvöð, 1995, 9. kafla). Þingmenn Kvennalistans höfðu birt upplýsingar um að viðskiptabankar og lánasjóðir hefðu þurft að afskrifa meira en 40 milljarða króna á fimm árum vegna orðins eða yfirvofandi útlánatjóns. Þetta var svimandi fjárhæð og jafngilti tíunda hluta landsframleiðslunnar 1994. Þetta var einnig þrisvar sinnum meira fé miðað við landsframleiðslu en fór í súginn í sparisjóðahneykslinu í Bandaríkjunum nokkrum árum fyrr – mesta fjármálahneyksli aldarinnar sem Kaninn kallaði svo og leiddi til fangelsisdóma yfir meira en þúsund bankamönnum. Þetta var einnig meira fé miðað við landsframleiðslu en tapaðist í bankakreppunni sem reið yfir Norðurlönd um svipað leyti, alvarlegri kreppu sem leiddi til gagngerrar endurskipulagningar í bankarekstri þar og til starfsloka margra bankastjórnenda og málsóknar gegn sumum þeirra vegna gruns um glæpsamlega vanrækslu í starfi þótt engum væri á endanum stungið inn. Hér heima fékkst það þó aldrei opinberlega viðurkennt að eitthvað hefði farið úrskeiðis í bönkunum. Bankaeftirlitið þrætti. Bankarnir bættu sér skaðann í skjóli fákeppni, m.a. með miklum vaxtamun, þ.e. háum útlánsvöxtum og lágum innlánsvöxtum. Ballið var rétt að byrja.Einkavæðingin Nokkrum árum síðar, 1998-2003, voru bankarnir færðir úr ríkiseigu í einkaeign. Til stóð í upphafi að einkavæðingin færi fram undir heiðvirðum formerkjum og skv. erlendum fyrirmyndum, en frá því var horfið einkum til að tryggja áframhaldandi ítök stjórnmálamanna í bönkunum með afleiðingum sem allir þekkja. Fjármálaeftirlitið var í sömu svifum gert að sjálfstæðri stofnun til „að stuðla að því að fjármálastarfsemi … sé í samræmi við lög, reglugerðir, reglur og samþykktir …“ eins og stendur í lögunum. Það tókst þó ekki betur en svo að bankamenn og aðrir voru nokkrum árum síðar dæmdir í samtals næstum heillar aldar fangelsi fyrir brot sem tengdust hruninu og voru margar rannsóknir þó látnar niður falla vegna niðurskurðar á fjárveitingum til sérstaks saksóknara. Bankaeftirlitið átti að hafa öðlazt sjálfstæði utan veggja Seðlabankans frá 1999, en það varð ekki. Rannsóknarnefnd Alþingis ályktaði í skýrslu sinni (7. bindi, bls. 316-321) að þv. forstjóri FME hefði eins og seðlabankastjórarnir þrír sýnt af sér vanrækslu í skilningi laga, vanrækslu hliðstæða þeirri sem Geir H. Haarde forsætisráðherra var fundinn sekur um í Landsdómi undir forustu forseta Hæstaréttar. Því var ráðinn nýr forstjóri að FME 2009, Gunnar Þ. Andersen viðskiptafræðingur, og stýrði hann FME í þrjú ár og bjó ásamt samstarfsmönnum sínum um 80 mál í hendur sérstaks saksóknara. Hann var hrakinn úr starfi 2012 og fékk m.a.s. dóm fyrir brot á þagnarskyldu. Yfirvöld hafa þó ekki enn séð ástæðu til að rannsaka birtingu Morgunblaðsins á útskrift símtals sem Seðlabankinn hafði neitað að láta af hendi árum saman með skírskotun til þagnarskyldu. Munurinn er einnig sá að Gunnar Andersen var að reyna að afhjúpa lögbrot, ekki Seðlabankinn, öðru nær.Allt á sama stað Seðlabankinn lofaði fyrir löngu innanhússrannsókn á Kaupþingsláninu 6. október 2008, en ekkert hefur til hennar spurzt. Meint brot varðandi lánveitinguna fyrndust 6. október sl. án þess að Seðlabankinn hefði óskað eftir rannsókn eftir þeirri reglu að ósk um rannsókn þarf helzt að berast af meintum vettvangi brots. Hátt settur embættismaður í bankanum braut gegn þagnarskyldu þegar hann upplýsti eiginkonu sína sem var þá lögmaður Samtaka fjármálafyrirtækja um aðgerðir Seðlabankans í aðdraganda neyðarlaganna. Brotið var sagt fyrnt þegar það komst upp. Hann starfar enn í bankanum. Einn bankastjóranna þriggja sem RNA taldi hafa sýnt af sér vanrækslu í skilningi laga er aftur kominn til starfa í bankanum. Munstrið er skýrt. Dettur nokkrum heilvita manni í hug að FME hefði sent 80 mál til sérstaks saksóknara eftir hrun hefði eftirlitið ennþá verið deild í Seðlabankanum? Yfirvofandi innlimun FME í Seðlabankann lítur út eins og klunnaleg tilraun til þess að koma allri yfirhylmingu með bönkunum fyrir á einum og sama stað. Þessa fyrirætlun þarf Alþingi að stöðva.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun