Kynjastríð Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 18. október 2018 06:00 Á dögunum kvartaði karlmaður undan því á lokaðri Facebook-síðu hversu erfitt væri að vinna með konum. Fyrir vikið missti hann vinnuna. Ekki löngu síðar, einnig á lokaðri Facebook-síðu, deildu femínistar um það hvort karlmenn væru rusl. Þar lögðu einhverjar konur sem kenna í háskólum sitt til málanna, galvaskar í þeirri vissu að þær muni ekki missa vinnuna þótt þær haldi því fram að oft framkalli það þjáningar að vera innan um og þurfa að starfa með körlum. Þeir sem hafa annað við tíma sinn að gera en að blaðra vitleysu á Facebook, vilja til dæmis sinna vinnu sinni, kunna að furða sig á því af hverju svokallaðar lokaðar Facebook-síður eru ekki meira lokaðar en svo að umræður þar rata auðveldlega í fjölmiðla. Facebook virðist útvarpa öllu sem þar er sagt, sem er vitanlega afar óþægilegt fyrir þá sem tjá sig, sérstaklega þegar skoðanirnar sem þar er lýst eru svo öfgakenndar að þær ofbjóða meirihluta fólks. Skrækir um að konur séu ómögulegar eða að karlar séu rusl og hver og einn þeirra sé ábyrgur fyrir afbrotum kynbræðra sinna gera enga lukku meðal almennings. Sæmilega skynsamt fólk nennir ekki að taka afstöðu í óþörfu kynjastríði, sem á lokuðum Facebook-síðum hefur greinilega leiðst út í ótrúlegan subbuskap. Konum og körlum semur yfirleitt alveg ágætlega í þessu þjóðfélagi. Þar tíðkast ekki að kynin mæti andvarpandi til vinnu hvern dag, þjökuð af þeirri skyldu að þurfa að starfa saman og eiga samskipti. Þau eru bara ósköp kát með það. Það er ekki eins og kona sem á samskipti við karlmann, hvort sem er í vinnu eða annars staðar, virði hann fyrir sér með hryllingi, sjái hann sem holdgerving hins illa feðraveldis og umgangist hann því af tortryggni. Það er heldur ekki eins og karlmaðurinn sjái konuna sem auðvelda bráð sem mögulegt sé að svína á við hvert tækifæri. Í hinu raunverulega lífi ganga hlutirnir ekki þannig fyrir sig – nema í undantekningartilvikum. Þar er um að ræða algjörar undantekningar, ekki reglu og því er þreytandi þegar alhæft er um annað. Í nútímasamfélagi eiga konur og karlar auðvelt með að mætast sem jafningjar. Þegar þau mætast einnig sem vinir þá er það mikið lán fyrir þau bæði. Það er sérlega gefandi og þroskandi að eignast trausta vini af hinu kyninu. Einstaklingur sem býr að því láni getur ekki annað en litið á kynjastríð sem algjöra tímaeyðslu. Með því er hann ekki að hafna því að hallað hafi á konur í gegnum aldirnar og er heldur ekki að neita því að það gerist enn. Hann er einfaldlega að benda á að skætingur milli kynjanna skilar engu uppbyggilegu. Þetta veit þorri fólks. Enda fer svo að þegar blásið er til kynjastríðs þá hvarflar ekki að því að mæta. Það vill sinna uppbyggilegri hlutum, eins og til dæmis þeim að koma fram við aðra af virðingu og hlýju, og um leið skiptir engu af hvoru kyninu þær manneskjur eru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á dögunum kvartaði karlmaður undan því á lokaðri Facebook-síðu hversu erfitt væri að vinna með konum. Fyrir vikið missti hann vinnuna. Ekki löngu síðar, einnig á lokaðri Facebook-síðu, deildu femínistar um það hvort karlmenn væru rusl. Þar lögðu einhverjar konur sem kenna í háskólum sitt til málanna, galvaskar í þeirri vissu að þær muni ekki missa vinnuna þótt þær haldi því fram að oft framkalli það þjáningar að vera innan um og þurfa að starfa með körlum. Þeir sem hafa annað við tíma sinn að gera en að blaðra vitleysu á Facebook, vilja til dæmis sinna vinnu sinni, kunna að furða sig á því af hverju svokallaðar lokaðar Facebook-síður eru ekki meira lokaðar en svo að umræður þar rata auðveldlega í fjölmiðla. Facebook virðist útvarpa öllu sem þar er sagt, sem er vitanlega afar óþægilegt fyrir þá sem tjá sig, sérstaklega þegar skoðanirnar sem þar er lýst eru svo öfgakenndar að þær ofbjóða meirihluta fólks. Skrækir um að konur séu ómögulegar eða að karlar séu rusl og hver og einn þeirra sé ábyrgur fyrir afbrotum kynbræðra sinna gera enga lukku meðal almennings. Sæmilega skynsamt fólk nennir ekki að taka afstöðu í óþörfu kynjastríði, sem á lokuðum Facebook-síðum hefur greinilega leiðst út í ótrúlegan subbuskap. Konum og körlum semur yfirleitt alveg ágætlega í þessu þjóðfélagi. Þar tíðkast ekki að kynin mæti andvarpandi til vinnu hvern dag, þjökuð af þeirri skyldu að þurfa að starfa saman og eiga samskipti. Þau eru bara ósköp kát með það. Það er ekki eins og kona sem á samskipti við karlmann, hvort sem er í vinnu eða annars staðar, virði hann fyrir sér með hryllingi, sjái hann sem holdgerving hins illa feðraveldis og umgangist hann því af tortryggni. Það er heldur ekki eins og karlmaðurinn sjái konuna sem auðvelda bráð sem mögulegt sé að svína á við hvert tækifæri. Í hinu raunverulega lífi ganga hlutirnir ekki þannig fyrir sig – nema í undantekningartilvikum. Þar er um að ræða algjörar undantekningar, ekki reglu og því er þreytandi þegar alhæft er um annað. Í nútímasamfélagi eiga konur og karlar auðvelt með að mætast sem jafningjar. Þegar þau mætast einnig sem vinir þá er það mikið lán fyrir þau bæði. Það er sérlega gefandi og þroskandi að eignast trausta vini af hinu kyninu. Einstaklingur sem býr að því láni getur ekki annað en litið á kynjastríð sem algjöra tímaeyðslu. Með því er hann ekki að hafna því að hallað hafi á konur í gegnum aldirnar og er heldur ekki að neita því að það gerist enn. Hann er einfaldlega að benda á að skætingur milli kynjanna skilar engu uppbyggilegu. Þetta veit þorri fólks. Enda fer svo að þegar blásið er til kynjastríðs þá hvarflar ekki að því að mæta. Það vill sinna uppbyggilegri hlutum, eins og til dæmis þeim að koma fram við aðra af virðingu og hlýju, og um leið skiptir engu af hvoru kyninu þær manneskjur eru.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun