Kynjastríð Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 18. október 2018 06:00 Á dögunum kvartaði karlmaður undan því á lokaðri Facebook-síðu hversu erfitt væri að vinna með konum. Fyrir vikið missti hann vinnuna. Ekki löngu síðar, einnig á lokaðri Facebook-síðu, deildu femínistar um það hvort karlmenn væru rusl. Þar lögðu einhverjar konur sem kenna í háskólum sitt til málanna, galvaskar í þeirri vissu að þær muni ekki missa vinnuna þótt þær haldi því fram að oft framkalli það þjáningar að vera innan um og þurfa að starfa með körlum. Þeir sem hafa annað við tíma sinn að gera en að blaðra vitleysu á Facebook, vilja til dæmis sinna vinnu sinni, kunna að furða sig á því af hverju svokallaðar lokaðar Facebook-síður eru ekki meira lokaðar en svo að umræður þar rata auðveldlega í fjölmiðla. Facebook virðist útvarpa öllu sem þar er sagt, sem er vitanlega afar óþægilegt fyrir þá sem tjá sig, sérstaklega þegar skoðanirnar sem þar er lýst eru svo öfgakenndar að þær ofbjóða meirihluta fólks. Skrækir um að konur séu ómögulegar eða að karlar séu rusl og hver og einn þeirra sé ábyrgur fyrir afbrotum kynbræðra sinna gera enga lukku meðal almennings. Sæmilega skynsamt fólk nennir ekki að taka afstöðu í óþörfu kynjastríði, sem á lokuðum Facebook-síðum hefur greinilega leiðst út í ótrúlegan subbuskap. Konum og körlum semur yfirleitt alveg ágætlega í þessu þjóðfélagi. Þar tíðkast ekki að kynin mæti andvarpandi til vinnu hvern dag, þjökuð af þeirri skyldu að þurfa að starfa saman og eiga samskipti. Þau eru bara ósköp kát með það. Það er ekki eins og kona sem á samskipti við karlmann, hvort sem er í vinnu eða annars staðar, virði hann fyrir sér með hryllingi, sjái hann sem holdgerving hins illa feðraveldis og umgangist hann því af tortryggni. Það er heldur ekki eins og karlmaðurinn sjái konuna sem auðvelda bráð sem mögulegt sé að svína á við hvert tækifæri. Í hinu raunverulega lífi ganga hlutirnir ekki þannig fyrir sig – nema í undantekningartilvikum. Þar er um að ræða algjörar undantekningar, ekki reglu og því er þreytandi þegar alhæft er um annað. Í nútímasamfélagi eiga konur og karlar auðvelt með að mætast sem jafningjar. Þegar þau mætast einnig sem vinir þá er það mikið lán fyrir þau bæði. Það er sérlega gefandi og þroskandi að eignast trausta vini af hinu kyninu. Einstaklingur sem býr að því láni getur ekki annað en litið á kynjastríð sem algjöra tímaeyðslu. Með því er hann ekki að hafna því að hallað hafi á konur í gegnum aldirnar og er heldur ekki að neita því að það gerist enn. Hann er einfaldlega að benda á að skætingur milli kynjanna skilar engu uppbyggilegu. Þetta veit þorri fólks. Enda fer svo að þegar blásið er til kynjastríðs þá hvarflar ekki að því að mæta. Það vill sinna uppbyggilegri hlutum, eins og til dæmis þeim að koma fram við aðra af virðingu og hlýju, og um leið skiptir engu af hvoru kyninu þær manneskjur eru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Sjá meira
Á dögunum kvartaði karlmaður undan því á lokaðri Facebook-síðu hversu erfitt væri að vinna með konum. Fyrir vikið missti hann vinnuna. Ekki löngu síðar, einnig á lokaðri Facebook-síðu, deildu femínistar um það hvort karlmenn væru rusl. Þar lögðu einhverjar konur sem kenna í háskólum sitt til málanna, galvaskar í þeirri vissu að þær muni ekki missa vinnuna þótt þær haldi því fram að oft framkalli það þjáningar að vera innan um og þurfa að starfa með körlum. Þeir sem hafa annað við tíma sinn að gera en að blaðra vitleysu á Facebook, vilja til dæmis sinna vinnu sinni, kunna að furða sig á því af hverju svokallaðar lokaðar Facebook-síður eru ekki meira lokaðar en svo að umræður þar rata auðveldlega í fjölmiðla. Facebook virðist útvarpa öllu sem þar er sagt, sem er vitanlega afar óþægilegt fyrir þá sem tjá sig, sérstaklega þegar skoðanirnar sem þar er lýst eru svo öfgakenndar að þær ofbjóða meirihluta fólks. Skrækir um að konur séu ómögulegar eða að karlar séu rusl og hver og einn þeirra sé ábyrgur fyrir afbrotum kynbræðra sinna gera enga lukku meðal almennings. Sæmilega skynsamt fólk nennir ekki að taka afstöðu í óþörfu kynjastríði, sem á lokuðum Facebook-síðum hefur greinilega leiðst út í ótrúlegan subbuskap. Konum og körlum semur yfirleitt alveg ágætlega í þessu þjóðfélagi. Þar tíðkast ekki að kynin mæti andvarpandi til vinnu hvern dag, þjökuð af þeirri skyldu að þurfa að starfa saman og eiga samskipti. Þau eru bara ósköp kát með það. Það er ekki eins og kona sem á samskipti við karlmann, hvort sem er í vinnu eða annars staðar, virði hann fyrir sér með hryllingi, sjái hann sem holdgerving hins illa feðraveldis og umgangist hann því af tortryggni. Það er heldur ekki eins og karlmaðurinn sjái konuna sem auðvelda bráð sem mögulegt sé að svína á við hvert tækifæri. Í hinu raunverulega lífi ganga hlutirnir ekki þannig fyrir sig – nema í undantekningartilvikum. Þar er um að ræða algjörar undantekningar, ekki reglu og því er þreytandi þegar alhæft er um annað. Í nútímasamfélagi eiga konur og karlar auðvelt með að mætast sem jafningjar. Þegar þau mætast einnig sem vinir þá er það mikið lán fyrir þau bæði. Það er sérlega gefandi og þroskandi að eignast trausta vini af hinu kyninu. Einstaklingur sem býr að því láni getur ekki annað en litið á kynjastríð sem algjöra tímaeyðslu. Með því er hann ekki að hafna því að hallað hafi á konur í gegnum aldirnar og er heldur ekki að neita því að það gerist enn. Hann er einfaldlega að benda á að skætingur milli kynjanna skilar engu uppbyggilegu. Þetta veit þorri fólks. Enda fer svo að þegar blásið er til kynjastríðs þá hvarflar ekki að því að mæta. Það vill sinna uppbyggilegri hlutum, eins og til dæmis þeim að koma fram við aðra af virðingu og hlýju, og um leið skiptir engu af hvoru kyninu þær manneskjur eru.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar