Féþúfan Fortnite? Björn Berg Gunnarsson skrifar 17. október 2018 08:00 Vinsælasti tölvuleikur heims um þessar mundir er Fortnite. Ekkert kostar að sækja leikinn og spila, en þó hafa framleiðendurnir, Epic Games, þénað jafnvirði á annað hundrað milljarða króna síðan leikurinn var gefinn út fyrir ári. Tekjurnar fást af sölu viðbóta við leikinn, sem þó hafa lítil áhrif á árangur leikmanna. Engum framleiðanda hefur áður tekist að selja sigurdansa, búninga og fleira skraut með jafn góðum árangri. Í nýlegri bandarískri rannsókn sögðust 69% þátttakenda hafa keypt sér viðbætur við leikinn. Þetta er mun hærra hlutfall en þekkist í öðrum leikjum sem leggja áherslu á kaup inni í leiknum sem helstu tekjuöflun. Eyðslan hefur að meðaltali verið um 13.000 krónur og segist þriðjungur nú kaupa viðbætur í fyrsta sinn. En hvað ef við heimfærum þessar niðurstöður á íslensk ungmenni? Ef við gerum ráð fyrir að helmingur stráka á aldrinum 12 til 17 ára spili leikinn og 14% stelpna, sem eru sömu kynjahlutföll og vestanhafs, gætu útgjöldin verið orðin yfir 50 milljónir króna. Að sjálfsögðu eru dæmi um mun meiri eyðslu. Átta ára sonur kunningjakonu minnar eyddi 40.000 krónum, 10 ára frændi vinnufélaga skuldfærði kort foreldra sinna fyrir 150.000 og 13 ára drengur sagðist rogginn á dögunum hafa varið um 100.000 krónum í viðbætur fyrir leikinn. Hérlendis sem og annars staðar hefur nokkuð verið ritað um áhyggjur foreldra af leiknum. Fyrir utan eyðsluna er hann mikill tímaþjófur og segist þannig þriðjungur nemenda í bandarísku könnuninni hafa skrópað í skóla vegna hans og fimmtungur starfandi fólks, sem spilar leikinn, skrópað í vinnu. Þessi tilraun Epic, að laða sem flesta að leiknum með því að gefa hann en selja svo skemmtilegar viðbætur, hefur ekki aðeins haft gríðarleg áhrif á hegðun heldur skilað þeim góðum tekjum. Ef útgjöld leikmanna haldast þau sömu og mánaðarlegur notendafjöldi helst svipaður og í ágúst má reikna með að tekjur framleiðenda nemi hátt í 600 milljörðum króna næsta árið. Það slagar langleiðina í arðbærustu afþreyingarvöru sögunnar, leikinn Grand Theft Auto 5, sem þegar hefur skilað yfir 700 milljörðum króna í tekjur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Leikjavísir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Vinsælasti tölvuleikur heims um þessar mundir er Fortnite. Ekkert kostar að sækja leikinn og spila, en þó hafa framleiðendurnir, Epic Games, þénað jafnvirði á annað hundrað milljarða króna síðan leikurinn var gefinn út fyrir ári. Tekjurnar fást af sölu viðbóta við leikinn, sem þó hafa lítil áhrif á árangur leikmanna. Engum framleiðanda hefur áður tekist að selja sigurdansa, búninga og fleira skraut með jafn góðum árangri. Í nýlegri bandarískri rannsókn sögðust 69% þátttakenda hafa keypt sér viðbætur við leikinn. Þetta er mun hærra hlutfall en þekkist í öðrum leikjum sem leggja áherslu á kaup inni í leiknum sem helstu tekjuöflun. Eyðslan hefur að meðaltali verið um 13.000 krónur og segist þriðjungur nú kaupa viðbætur í fyrsta sinn. En hvað ef við heimfærum þessar niðurstöður á íslensk ungmenni? Ef við gerum ráð fyrir að helmingur stráka á aldrinum 12 til 17 ára spili leikinn og 14% stelpna, sem eru sömu kynjahlutföll og vestanhafs, gætu útgjöldin verið orðin yfir 50 milljónir króna. Að sjálfsögðu eru dæmi um mun meiri eyðslu. Átta ára sonur kunningjakonu minnar eyddi 40.000 krónum, 10 ára frændi vinnufélaga skuldfærði kort foreldra sinna fyrir 150.000 og 13 ára drengur sagðist rogginn á dögunum hafa varið um 100.000 krónum í viðbætur fyrir leikinn. Hérlendis sem og annars staðar hefur nokkuð verið ritað um áhyggjur foreldra af leiknum. Fyrir utan eyðsluna er hann mikill tímaþjófur og segist þannig þriðjungur nemenda í bandarísku könnuninni hafa skrópað í skóla vegna hans og fimmtungur starfandi fólks, sem spilar leikinn, skrópað í vinnu. Þessi tilraun Epic, að laða sem flesta að leiknum með því að gefa hann en selja svo skemmtilegar viðbætur, hefur ekki aðeins haft gríðarleg áhrif á hegðun heldur skilað þeim góðum tekjum. Ef útgjöld leikmanna haldast þau sömu og mánaðarlegur notendafjöldi helst svipaður og í ágúst má reikna með að tekjur framleiðenda nemi hátt í 600 milljörðum króna næsta árið. Það slagar langleiðina í arðbærustu afþreyingarvöru sögunnar, leikinn Grand Theft Auto 5, sem þegar hefur skilað yfir 700 milljörðum króna í tekjur.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun