Hneykslaði með ummælum sínum um Bond, börn og karlmennsku Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. október 2018 11:29 Piers Morgan hneykslaði marga með ummælum sínum um myndina af Daniel Craig sem sést hér til hægri. Mynd/Samsett Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hefur verið harðlega gagnrýndur á samfélagsmiðlum eftir að hann birti mynd af breska leikaranum Daniel Craig og ýjaði að því að karlmennska hans væri í bráðri hættu sökum þess að hann hélt á barni sínu. Morgan birti myndina á Twitter-reikningi sínum í gær. Á myndinni sést Craig á göngu með nokkurra vikna gamla dóttur sína reyrða framan á sig. Við myndina skrifaði Morgan: „Ó, 007 .. ekki þú líka?!!!“ og bætti við myllumerkinu #emasculatedbond, sem þýða mætti á íslensku sem „ókarlmannlegur“ eða „kveifarlegur“ Bond. Craig fer með hlutverk njósnarans James Bond í kvikmyndaflokknum um ævintýri hans og hefur hlutverkið löngum verið talið eitt það „karlmannlegasta“ í Hollywood.Oh 007.. not you as well?!!! #papoose #emasculatedBond pic.twitter.com/cqWiCRCFt3— Piers Morgan (@piersmorgan) October 15, 2018 Viðbrögðin létu ekki á sér standa en netverjar voru margir ósammála Morgan um að umönnun barna drægi úr karlmennsku, heldur þvert á móti sinntu „alvöru karlmenn“ börnum sínum til jafns við mæður þeirra. Á meðal þeirra sem svaraði Morgan fullum hálsi var bandaríski leikarinn Chris Evans, sem þangað til nýlega fór með hlutverk Captain America – annars holdgervings karlmennskunnar. „Sá karlmaður sem eyðir tíma sínum í að mæla karlmennsku er sjálfur dauðhræddur inn við beinið,“ skrifaði Evans meðal annars.You really have to be so uncertain of your own masculinity to concern yourself with how another man carries his child. Any man who wastes time quantifying masculinity is terrified on the inside. https://t.co/9jsHZ3WKRn— Chris Evans (@ChrisEvans) October 16, 2018 Morgan er annar stjórnenda spjallþáttarins Good Morning Britain. Hann er óhræddur við að láta í ljós umdeildar skoðanir sínar á hinum ýmsu málum, við misjafnar undirtektir almennings. Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Piers Morgan segir Ronaldo að halda kjafti Hrokinn hjá Cristiano Ronaldo í garð íslenska liðsins í gær hefur farið í taugarnar á fólki út um allan heim. 15. júní 2016 10:15 Piers Morgan reyndi á þolinmæði Uglu og kærastsins: „Get ég skilgreint mig sem svarta konu?“ Ugla Stefanía fór ásamt Fox Fisher, kærastinu sínu, í viðtal í þáttinn Good Morning Britain til að ræða málefni kynsegin fólks við þáttastjórnendurna Piers Morgan og Susönnu Reed. 17. maí 2017 13:27 Piers Morgan gagnrýndur fyrir að hlutgera kollega Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hitti ekki beint í mark hjá áhorfendum morgunþáttarins The Good Morning Britain sem var á dagskrá ITV í morgun. 16. maí 2018 15:30 Mest lesið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira
Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hefur verið harðlega gagnrýndur á samfélagsmiðlum eftir að hann birti mynd af breska leikaranum Daniel Craig og ýjaði að því að karlmennska hans væri í bráðri hættu sökum þess að hann hélt á barni sínu. Morgan birti myndina á Twitter-reikningi sínum í gær. Á myndinni sést Craig á göngu með nokkurra vikna gamla dóttur sína reyrða framan á sig. Við myndina skrifaði Morgan: „Ó, 007 .. ekki þú líka?!!!“ og bætti við myllumerkinu #emasculatedbond, sem þýða mætti á íslensku sem „ókarlmannlegur“ eða „kveifarlegur“ Bond. Craig fer með hlutverk njósnarans James Bond í kvikmyndaflokknum um ævintýri hans og hefur hlutverkið löngum verið talið eitt það „karlmannlegasta“ í Hollywood.Oh 007.. not you as well?!!! #papoose #emasculatedBond pic.twitter.com/cqWiCRCFt3— Piers Morgan (@piersmorgan) October 15, 2018 Viðbrögðin létu ekki á sér standa en netverjar voru margir ósammála Morgan um að umönnun barna drægi úr karlmennsku, heldur þvert á móti sinntu „alvöru karlmenn“ börnum sínum til jafns við mæður þeirra. Á meðal þeirra sem svaraði Morgan fullum hálsi var bandaríski leikarinn Chris Evans, sem þangað til nýlega fór með hlutverk Captain America – annars holdgervings karlmennskunnar. „Sá karlmaður sem eyðir tíma sínum í að mæla karlmennsku er sjálfur dauðhræddur inn við beinið,“ skrifaði Evans meðal annars.You really have to be so uncertain of your own masculinity to concern yourself with how another man carries his child. Any man who wastes time quantifying masculinity is terrified on the inside. https://t.co/9jsHZ3WKRn— Chris Evans (@ChrisEvans) October 16, 2018 Morgan er annar stjórnenda spjallþáttarins Good Morning Britain. Hann er óhræddur við að láta í ljós umdeildar skoðanir sínar á hinum ýmsu málum, við misjafnar undirtektir almennings.
Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Piers Morgan segir Ronaldo að halda kjafti Hrokinn hjá Cristiano Ronaldo í garð íslenska liðsins í gær hefur farið í taugarnar á fólki út um allan heim. 15. júní 2016 10:15 Piers Morgan reyndi á þolinmæði Uglu og kærastsins: „Get ég skilgreint mig sem svarta konu?“ Ugla Stefanía fór ásamt Fox Fisher, kærastinu sínu, í viðtal í þáttinn Good Morning Britain til að ræða málefni kynsegin fólks við þáttastjórnendurna Piers Morgan og Susönnu Reed. 17. maí 2017 13:27 Piers Morgan gagnrýndur fyrir að hlutgera kollega Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hitti ekki beint í mark hjá áhorfendum morgunþáttarins The Good Morning Britain sem var á dagskrá ITV í morgun. 16. maí 2018 15:30 Mest lesið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Sjá meira
Piers Morgan segir Ronaldo að halda kjafti Hrokinn hjá Cristiano Ronaldo í garð íslenska liðsins í gær hefur farið í taugarnar á fólki út um allan heim. 15. júní 2016 10:15
Piers Morgan reyndi á þolinmæði Uglu og kærastsins: „Get ég skilgreint mig sem svarta konu?“ Ugla Stefanía fór ásamt Fox Fisher, kærastinu sínu, í viðtal í þáttinn Good Morning Britain til að ræða málefni kynsegin fólks við þáttastjórnendurna Piers Morgan og Susönnu Reed. 17. maí 2017 13:27
Piers Morgan gagnrýndur fyrir að hlutgera kollega Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan hitti ekki beint í mark hjá áhorfendum morgunþáttarins The Good Morning Britain sem var á dagskrá ITV í morgun. 16. maí 2018 15:30