Ljósmóðirin Hauwa Liman tekin af lífi Atli Ísleifsson skrifar 16. október 2018 09:25 Hin 24 ára Hauwa Mohammed Liman starfaði á sjúkrahúsi sem nýtur stuðnings Alþjóða Rauða krossins. Mynd/Twitter/Peter Maurer Nígeríska ljósmóðirin Hauwa Liman, sem var rænt úr flóttamannabúðum í Borno-héraði í mars, hefur verið tekin af lífi. Myndskeið af aftökunni hefur verið sent á nígeríska fjölmiðla og hafa nígerísk stjórnvöld staðfest fréttirnar. Hin 24 ára Hauwa Mohammed Liman starfaði á sjúkrahúsi sem nýtur stuðnings Alþjóða Rauða krossins. Henni var rænt ásamt tveimur starfsmönnum til viðbótar, ljósmóðurinni Saifura Hussaini Ahmed Khorsa og hjúkrunarfræðingnum Alice. Fréttir bárust svo af því fyrir hálfum mánuði að Saifura hafi verið tekin af lífi. Talið er að klofningshópur úr hryðjuverkasamtökunum Boko Haram beri ábyrgð á ránunum og aftökunum. Yves Daccord, framkvæmdastjóri alþjóðaráðs Rauða krossins, fjallaði um mál kvennanna í erindi sínu í Háskóla Íslands í gær, en fréttir af aftöku Hauwu Liman bárust í gærkvöldi. Í erindi sínu minntist Daccord þess að tíu ár væru í ár liðin frá því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun sem segir beitingu kynferðisofbeldis í hernaði vera stríðsglæp. Nígerísk stjórnvöld staðfestu í gærkvöldi að Hauwa hafi verið ráðin af dögum og að stjórnvöld hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að bjarga lífi hennar. Nígeríustjórn hafði sætt nokkurri gagnrýni vegna málsins og verið sökuð um aðgerðaleysi.Hauwa was abducted with Saifura, a midwife, and Alice, a nurse. All three dedicated their lives to helping others in northern Nigeria. Two weeks ago, Saifura was brutally executed. We are appealing for mercy for Hauwa and Alice. Please release them. https://t.co/wbYhdzFjz9 — Peter Maurer (@PMaurerICRC) October 14, 2018We are hearing devastating reports Hauwa has been executed. At this stage, we don't have confirmation this is true. We desperately hope not. We will provide an update when we have accurate information. This situation is heartbreaking, and our thoughts remain with her family. — ICRC (@ICRC) October 15, 2018 Nígería Tengdar fréttir Telur Ísland eiga eftir að spila lykilhlutverk á næstu fimm árum Framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða Krossins segir mikilvægt að fleiri ríki en bara vestræn taki þátt í baráttunni gegn kynferðisofbeldi á átakasvæðum. 15. október 2018 20:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Nígeríska ljósmóðirin Hauwa Liman, sem var rænt úr flóttamannabúðum í Borno-héraði í mars, hefur verið tekin af lífi. Myndskeið af aftökunni hefur verið sent á nígeríska fjölmiðla og hafa nígerísk stjórnvöld staðfest fréttirnar. Hin 24 ára Hauwa Mohammed Liman starfaði á sjúkrahúsi sem nýtur stuðnings Alþjóða Rauða krossins. Henni var rænt ásamt tveimur starfsmönnum til viðbótar, ljósmóðurinni Saifura Hussaini Ahmed Khorsa og hjúkrunarfræðingnum Alice. Fréttir bárust svo af því fyrir hálfum mánuði að Saifura hafi verið tekin af lífi. Talið er að klofningshópur úr hryðjuverkasamtökunum Boko Haram beri ábyrgð á ránunum og aftökunum. Yves Daccord, framkvæmdastjóri alþjóðaráðs Rauða krossins, fjallaði um mál kvennanna í erindi sínu í Háskóla Íslands í gær, en fréttir af aftöku Hauwu Liman bárust í gærkvöldi. Í erindi sínu minntist Daccord þess að tíu ár væru í ár liðin frá því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun sem segir beitingu kynferðisofbeldis í hernaði vera stríðsglæp. Nígerísk stjórnvöld staðfestu í gærkvöldi að Hauwa hafi verið ráðin af dögum og að stjórnvöld hafi gert allt sem í þeirra valdi stóð til að bjarga lífi hennar. Nígeríustjórn hafði sætt nokkurri gagnrýni vegna málsins og verið sökuð um aðgerðaleysi.Hauwa was abducted with Saifura, a midwife, and Alice, a nurse. All three dedicated their lives to helping others in northern Nigeria. Two weeks ago, Saifura was brutally executed. We are appealing for mercy for Hauwa and Alice. Please release them. https://t.co/wbYhdzFjz9 — Peter Maurer (@PMaurerICRC) October 14, 2018We are hearing devastating reports Hauwa has been executed. At this stage, we don't have confirmation this is true. We desperately hope not. We will provide an update when we have accurate information. This situation is heartbreaking, and our thoughts remain with her family. — ICRC (@ICRC) October 15, 2018
Nígería Tengdar fréttir Telur Ísland eiga eftir að spila lykilhlutverk á næstu fimm árum Framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða Krossins segir mikilvægt að fleiri ríki en bara vestræn taki þátt í baráttunni gegn kynferðisofbeldi á átakasvæðum. 15. október 2018 20:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Telur Ísland eiga eftir að spila lykilhlutverk á næstu fimm árum Framkvæmdastjóri Alþjóðaráðs Rauða Krossins segir mikilvægt að fleiri ríki en bara vestræn taki þátt í baráttunni gegn kynferðisofbeldi á átakasvæðum. 15. október 2018 20:00