Áfram krakkar Katrín Jakobsdóttir skrifar 16. október 2018 07:30 Lög um stofnun embættis umboðsmanns barna voru samþykkt á Alþingi árið 1994 og embættið tók til starfa ári síðar. Þá höfðu reyndar liðið átta ár frá því að fyrst hafði verið lagt fram frumvarp þess efnis en það gerði Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og þáverandi þingmaður. Guðrún Helgadóttir hefur alla tíð verið talskona þess að börn séu hugsandi fólk og að það eigi að ræða við þau og skrifa fyrir þau í þeim anda. Þegar Guðrún fór að skrifa bækur fyrir íslensk börn var það nýlunda í íslenskum barnabókmenntum að þær væru skrifaðar frá sjónarhóli barna. Í þá daga var sú hugsun að börn ættu að hafa áhrif bæði á líf sitt og í samfélaginu ekki mjög algeng en ein söguhetja Guðrúnar, Páll Vilhjálmsson, storkaði þessari hugsun þegar hann stofnaði Samtök krakka sem beittu sér fyrir ýmsum þjóðþrifamálum. Óhætt er að segja að þessi saga hafi haft áhrif á pólitískar hugsjónir mínar æ síðan. Það er nefnilega svo að börn eiga að hafa um það að segja hvernig samfélagið er. Börn hafa rétt á að láta skoðanir sínar í ljós um samfélagsleg málefni og við eigum að hlusta eftir þeim. Við eigum að leita leiða til að auka áhrif barna í samfélaginu. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur hér á landi árið 2013. Honum fylgdi sú hugarfarsbreyting að mikilvægt væri að hlustað væri eftir sjónarmiðum barna í öllum þeim málum sem vörðuðu þau. Í því tilliti er umboðsmaður barna sérstaklega mikilvægur þar sem börn eru ekki pólitískur þrýstihópur og því mikilvægt að umboðsmaður hlusti eftir röddum barna og komi sjónarmiðum á framfæri. Það er því sérstakt ánægjuefni að ég mun í dag mæla fyrir frumvarpi um endurskoðun laga um umboðsmann barna. Á meðal breytinga í frumvarpinu er að á tveggja ára fresti verði haldið sérstakt barnaþing sem verður umfjöllunarvettvangur um stöðu og hagsmuni barna og ungmenna hér á landi og í alþjóðlegu samhengi. Þar munu börn hvaðanæva af landinu koma saman og ræða þau mál sem þeim hugnast. Dagskrárvaldið verður þeirra og tryggt að sá fjölbreytti hópur barna sem komi saman hitti einnig fólk sem vinnur að málefnum barna, embættismenn, þingmenn og fleiri. Það er von mín að Barnaþing efli lýðræðismenntun og styrki rödd barna í samfélagslegri umræðu. Í frumvarpinu er einnig lagt til að lögfestur verði sá ráðgjafahópur sem umboðsmaður barna hefur starfrækt að eigin frumkvæði undanfarin ár, en tólf börn á aldrinum 12-17 ára hafa verið í hópnum hverju sinni. Að lokum má nefna að lagt er til að umboðsmanni barna verði falið að safna gögnum um stöðu barna á Íslandi með markvissum hætti. Með þeim hætti tryggjum við heildstæða sýn á málefni barna og miðlæga öflun og miðlun gagna og upplýsinga um aðstæður barna. Slík gagnaöflun er nauðsynleg þegar kemur að því að móta stefnur er varða börn. Málefni barna eru málaflokkur sem ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á. Í sumar samþykkti Alþingi lög um Barnamenningarsjóð sem tekur til starfa á næsta ári og á að tryggja þátttöku allra barna í sköpun og menningu. Markmiðið er að styrkja börn til virkrar þátttöku í menningarlífi, listsköpun, hönnun og nýsköpun og leggja þannig áherslu á sköpunarkraft barna og ungmenna sem verður lykilhæfni í þeim áskorunum sem blasa við okkur í fjórðu iðnbyltingunni. Sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem hafa það að markmiði að efla samfélagslega þátttöku barna innflytjenda og flóttafólks og barna sem búa við bágan efnahag. Samfélög eru ekki síst mæld eftir því hvernig þau koma fram við börn og hvernig þau tryggja að öll börn fái tækifæri til að þroska hæfileika sína þannig að þau nái að dafna og fylgja draumum sínum eftir. Til þess þarf rödd barna að fá að heyrast og þeir sem eldri eru að vera reiðubúnir að hlusta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Lög um stofnun embættis umboðsmanns barna voru samþykkt á Alþingi árið 1994 og embættið tók til starfa ári síðar. Þá höfðu reyndar liðið átta ár frá því að fyrst hafði verið lagt fram frumvarp þess efnis en það gerði Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og þáverandi þingmaður. Guðrún Helgadóttir hefur alla tíð verið talskona þess að börn séu hugsandi fólk og að það eigi að ræða við þau og skrifa fyrir þau í þeim anda. Þegar Guðrún fór að skrifa bækur fyrir íslensk börn var það nýlunda í íslenskum barnabókmenntum að þær væru skrifaðar frá sjónarhóli barna. Í þá daga var sú hugsun að börn ættu að hafa áhrif bæði á líf sitt og í samfélaginu ekki mjög algeng en ein söguhetja Guðrúnar, Páll Vilhjálmsson, storkaði þessari hugsun þegar hann stofnaði Samtök krakka sem beittu sér fyrir ýmsum þjóðþrifamálum. Óhætt er að segja að þessi saga hafi haft áhrif á pólitískar hugsjónir mínar æ síðan. Það er nefnilega svo að börn eiga að hafa um það að segja hvernig samfélagið er. Börn hafa rétt á að láta skoðanir sínar í ljós um samfélagsleg málefni og við eigum að hlusta eftir þeim. Við eigum að leita leiða til að auka áhrif barna í samfélaginu. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur hér á landi árið 2013. Honum fylgdi sú hugarfarsbreyting að mikilvægt væri að hlustað væri eftir sjónarmiðum barna í öllum þeim málum sem vörðuðu þau. Í því tilliti er umboðsmaður barna sérstaklega mikilvægur þar sem börn eru ekki pólitískur þrýstihópur og því mikilvægt að umboðsmaður hlusti eftir röddum barna og komi sjónarmiðum á framfæri. Það er því sérstakt ánægjuefni að ég mun í dag mæla fyrir frumvarpi um endurskoðun laga um umboðsmann barna. Á meðal breytinga í frumvarpinu er að á tveggja ára fresti verði haldið sérstakt barnaþing sem verður umfjöllunarvettvangur um stöðu og hagsmuni barna og ungmenna hér á landi og í alþjóðlegu samhengi. Þar munu börn hvaðanæva af landinu koma saman og ræða þau mál sem þeim hugnast. Dagskrárvaldið verður þeirra og tryggt að sá fjölbreytti hópur barna sem komi saman hitti einnig fólk sem vinnur að málefnum barna, embættismenn, þingmenn og fleiri. Það er von mín að Barnaþing efli lýðræðismenntun og styrki rödd barna í samfélagslegri umræðu. Í frumvarpinu er einnig lagt til að lögfestur verði sá ráðgjafahópur sem umboðsmaður barna hefur starfrækt að eigin frumkvæði undanfarin ár, en tólf börn á aldrinum 12-17 ára hafa verið í hópnum hverju sinni. Að lokum má nefna að lagt er til að umboðsmanni barna verði falið að safna gögnum um stöðu barna á Íslandi með markvissum hætti. Með þeim hætti tryggjum við heildstæða sýn á málefni barna og miðlæga öflun og miðlun gagna og upplýsinga um aðstæður barna. Slík gagnaöflun er nauðsynleg þegar kemur að því að móta stefnur er varða börn. Málefni barna eru málaflokkur sem ríkisstjórnin leggur mikla áherslu á. Í sumar samþykkti Alþingi lög um Barnamenningarsjóð sem tekur til starfa á næsta ári og á að tryggja þátttöku allra barna í sköpun og menningu. Markmiðið er að styrkja börn til virkrar þátttöku í menningarlífi, listsköpun, hönnun og nýsköpun og leggja þannig áherslu á sköpunarkraft barna og ungmenna sem verður lykilhæfni í þeim áskorunum sem blasa við okkur í fjórðu iðnbyltingunni. Sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem hafa það að markmiði að efla samfélagslega þátttöku barna innflytjenda og flóttafólks og barna sem búa við bágan efnahag. Samfélög eru ekki síst mæld eftir því hvernig þau koma fram við börn og hvernig þau tryggja að öll börn fái tækifæri til að þroska hæfileika sína þannig að þau nái að dafna og fylgja draumum sínum eftir. Til þess þarf rödd barna að fá að heyrast og þeir sem eldri eru að vera reiðubúnir að hlusta.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun