Vinur er sá er til vamms segir Þórarinn Ævarsson skrifar 15. október 2018 15:09 Síðastliðin 36 ár hef ég starfað við matvælaframleiðslu og sölu á matvælum á einn eða annan hátt og hefur mér gengið betur en flestum að fóta mig í því oft krefjandi umhverfi. Í ljósi reynslu minnar á rekstri og þekkingar á því hvernig viðskiptavinir bregðast við mismunandi verðlagningu ákvað ég að halda fyrirlestur á Landbúnaðarsýningunni sem fram fór í Laugardalshöll nýliðna helgi. Orðum mínum var fyrst og fremst beint til ferðaþjónustubænda, en yfirskrift erindis míns var: Eru ónýttar matarholur hjá ferðaþjónustubændum.Í þessu erindi lýsti ég stuttlega yfir áhyggjum mínum af því sem ég kalla óhóflega verðlagningu eða okur þegar kemur að veitingum og lýsti þar einnig þeim áhyggjum mínum að þetta kæmi á endanum til með að koma í bakið á okkur. Ég benti á staðreyndir sem eru öllum ljósar, t.a.m það að ferðamenn eru farir að versla inn kost í lágvöruverslunum, í stað þess að fara á veitingahús. Ég benti einnig á það að matartúrismi er vaxandi um allan heim, en þessir túristar eru ekki á höttunum eftir innfluttu bakkelsi eða alþjóðlegum skyndibita. Ég eyddi hinsvegar megninu af tímanum í að útskýra fyrir fundargestum hvernig bæta mætti afkomuna með því að framleiða hlutina sjálfir, nýta sér Íslenskar landbúnaðarafurðir í stað innfluttra og síðast en ekki síst með því að snarlækka hjá sér verðið. Ég kom með nokkur reiknidæmi því til staðfestingar. Í stuttu máli sagt, þá var ég að ráðleggja ferðaþjónustubændum heilt, og sá ég það á viðbrögðum eftir fundinn að margir mátu það svo. Það sem nefnt er hér að ofan eru allt saman þættir sem ég hef reynslu af úr mínum eigin rekstri og get staðfest að virka. Eins og við var að búast þá gátu forráðamenn ferðaþjónustunnar ekki setið undir þessu og sendi formaður þeirra Bjarnheiður Hallsdottir frá sér alveg hreint makalausa tilkynningu á fjölmiðla í gær, þar sem allt var gert til að verja verðlagningu ferðamannastaða. Bjarnheiður sat ekki þennan fund og er greinilega ekki kunnugt um allt það sem þar fór fram, en hún hikaði þó ekki við að gera mér upp ýmsar skoðanir, auk þess sem hún fór ansi frjálslega með atriði sem hún hefur ekki minnstu hugmynd um. Þarna er eins og svo oft áður verið að ráðast á sendiboðann og í stað þess að líta í eigin barm, þá er hellt úr skálum reiðinnar. Það er staðreynd að mjög víða er stöðugt rennsli ferðamanna, alla daga ársins. Jafn mikið rennsli og í IKEA í Garðabæ. Það er líka staðreynd að verðlagningin á þessum stöðum er á tíðum allt of há, svo há að það dettur nánast engum íslending til hugar að fara á þessa staði. Það er líka staðreynd að krónan hefur veikst gríðarlega síðustu 15 mánuði, eða um rúm 22% frá því sem var. Það er því ekki hægt að skýla sér endalaust á bak við það hvað krónan sé agalega sterk. Málið er einfalt. Á meðan menn leyfa sér að rukka 5 dollara fyrir kaffibolla og 11 dollara fyrir kökusneið, eða 30 dollara fyrir hamborgara, þá ofbýður ferðamönnum, jafnt innlendum sem erlendum. Menn einfaldlega sleppa því að fá sér að að borða og á endanum tapar veitingamaðurinn. Væri ekki nær að prófa að lækka hressilega, fylla staðinn, fullnýta tæki og mannskap og á endanum hagnast verulega. Þetta voru mín skilaboð til ferðaþjónustubænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Þórarinn Ævarsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Síðastliðin 36 ár hef ég starfað við matvælaframleiðslu og sölu á matvælum á einn eða annan hátt og hefur mér gengið betur en flestum að fóta mig í því oft krefjandi umhverfi. Í ljósi reynslu minnar á rekstri og þekkingar á því hvernig viðskiptavinir bregðast við mismunandi verðlagningu ákvað ég að halda fyrirlestur á Landbúnaðarsýningunni sem fram fór í Laugardalshöll nýliðna helgi. Orðum mínum var fyrst og fremst beint til ferðaþjónustubænda, en yfirskrift erindis míns var: Eru ónýttar matarholur hjá ferðaþjónustubændum.Í þessu erindi lýsti ég stuttlega yfir áhyggjum mínum af því sem ég kalla óhóflega verðlagningu eða okur þegar kemur að veitingum og lýsti þar einnig þeim áhyggjum mínum að þetta kæmi á endanum til með að koma í bakið á okkur. Ég benti á staðreyndir sem eru öllum ljósar, t.a.m það að ferðamenn eru farir að versla inn kost í lágvöruverslunum, í stað þess að fara á veitingahús. Ég benti einnig á það að matartúrismi er vaxandi um allan heim, en þessir túristar eru ekki á höttunum eftir innfluttu bakkelsi eða alþjóðlegum skyndibita. Ég eyddi hinsvegar megninu af tímanum í að útskýra fyrir fundargestum hvernig bæta mætti afkomuna með því að framleiða hlutina sjálfir, nýta sér Íslenskar landbúnaðarafurðir í stað innfluttra og síðast en ekki síst með því að snarlækka hjá sér verðið. Ég kom með nokkur reiknidæmi því til staðfestingar. Í stuttu máli sagt, þá var ég að ráðleggja ferðaþjónustubændum heilt, og sá ég það á viðbrögðum eftir fundinn að margir mátu það svo. Það sem nefnt er hér að ofan eru allt saman þættir sem ég hef reynslu af úr mínum eigin rekstri og get staðfest að virka. Eins og við var að búast þá gátu forráðamenn ferðaþjónustunnar ekki setið undir þessu og sendi formaður þeirra Bjarnheiður Hallsdottir frá sér alveg hreint makalausa tilkynningu á fjölmiðla í gær, þar sem allt var gert til að verja verðlagningu ferðamannastaða. Bjarnheiður sat ekki þennan fund og er greinilega ekki kunnugt um allt það sem þar fór fram, en hún hikaði þó ekki við að gera mér upp ýmsar skoðanir, auk þess sem hún fór ansi frjálslega með atriði sem hún hefur ekki minnstu hugmynd um. Þarna er eins og svo oft áður verið að ráðast á sendiboðann og í stað þess að líta í eigin barm, þá er hellt úr skálum reiðinnar. Það er staðreynd að mjög víða er stöðugt rennsli ferðamanna, alla daga ársins. Jafn mikið rennsli og í IKEA í Garðabæ. Það er líka staðreynd að verðlagningin á þessum stöðum er á tíðum allt of há, svo há að það dettur nánast engum íslending til hugar að fara á þessa staði. Það er líka staðreynd að krónan hefur veikst gríðarlega síðustu 15 mánuði, eða um rúm 22% frá því sem var. Það er því ekki hægt að skýla sér endalaust á bak við það hvað krónan sé agalega sterk. Málið er einfalt. Á meðan menn leyfa sér að rukka 5 dollara fyrir kaffibolla og 11 dollara fyrir kökusneið, eða 30 dollara fyrir hamborgara, þá ofbýður ferðamönnum, jafnt innlendum sem erlendum. Menn einfaldlega sleppa því að fá sér að að borða og á endanum tapar veitingamaðurinn. Væri ekki nær að prófa að lækka hressilega, fylla staðinn, fullnýta tæki og mannskap og á endanum hagnast verulega. Þetta voru mín skilaboð til ferðaþjónustubænda.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun