Skútuþjófurinn erlendur og ljóst að hann kunni til verka Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. október 2018 12:10 Skútan við bryggju í Rifi. Vísir Maðurinn sem grunaður er um að hafa stolið skútunni Inook á Ísafirði í gær er erlendur. Þá er ljóst að hann hefur þekkingu á siglingum, að sögn lögreglu. Hafnarstjóri á Ísafirði, þar sem skútan lá við höfn, segir höfnina vel útbúna myndavélum. Hann furðar sig á því af hverju umrædd skúta varð fyrir valinu þar sem erfitt hafi verið að ná til hennar. Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar fann skútuna úr lofti í gærkvöldi. Bátnum var snúið við og honum siglt til Rifs á Snæfellsnesi þar sem lögreglan á Vesturlandi tók á móti henni. Skipstjórinn var handtekinn og er grunaður um að hafa tekið skútuna ófrjálsri hendi. Samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Erlendssyni upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar átti áhöfn þyrlunnar í samskiptum við skútuna í gegnum talstöð.Kanna hvort maðurinn tengist eigandanum Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum, segir í samtali við Vísi að maðurinn sem handtekinn var í gær og er grunaður um þjófnaðinn sé erlendur. Ekki er þó hægt að greina nánar frá þjóðerni hans að svo stöddu. Þá hafi hann verið einn um borð í bátnum en rannsókn málsins beinist nú m.a. að því að kanna hvort fleiri hafi verið að verki. Að sögn Hlyns skoðar lögregla jafnframt af hverju maðurinn valdi þessa tilteknu skútu, hvert förinni var heitið og hvort maðurinn tengist frönskum eiganda skútunnar. Hlynur vildi ekki tjá sig um það hvort þjófnaðurinn hefði náðst á upptökur öryggismyndavéla við höfnina. Ekki er heldur hægt að segja til um hvort lagt hafi verið hald á eitthvað um borð í skútunni en Hlynur segir lögreglu hafa innsiglað bátinn á Rifi. Allir möguleikar séu nú kannaðir. Aðspurður segir Hlynur að augljóst sé að maðurinn hafi þekkingu á siglingum þar sem hann hafi komið skútunni út úr höfninni og siglt henni út á Breiðafjörð. „Það er augljóst að það er enginn byrjandi sem siglir skútu.“ Yfirheyrslur yfir manninum stóðu enn yfir þegar Vísir náði tali af lögreglu um hádegisbil.Frá höfninni á Ísafirði. Skútunni var stolið þaðan aðfaranótt sunnudags.Vísir/Hafþór GunnarssonÞurfti að hafa fyrir því að stela nákvæmlega þessari skútu Guðmundur Magnús Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði, segir í samtali við Vísi að hafnarstarfsmenn hafi orðið varir við að bátinn vantaði í gærmorgun, en eins og áður segir var honum stolið þá um nóttina. Aðspurður segir Guðmundur málið hið dularfyllsta og að þjófurinn hafi þurft að hafa mjög fyrir því að stela einmitt þessari skútu. „Það hefur væntanlega verið brotist um borð í skútuna og vélar settar í gang. Seglin eru í geymslu hér hjá okkur. Það hefur þurft að hafa svolítið fyrir þessu því báturinn var bundinn hérna innan um aðra báta. Þess vegna vekur það furðu af hverju hann valdi þennan bát en ekki einhvern annan sem var auðveldara að stela.“ Inntur eftir því hvort myndavélar hafi mögulega náð þjófnaðinum á myndband segist Guðmundur bjartsýnn á að svo sé. „Við erum mjög vel myndavélavæddir á höfninni. Lögreglan vann í því í gær, tóku afrit af myndum.“ Þá hefur áður komið fram að eigandi Inook er franskur. Guðmundur segist hafa verið í sambandi við manninn í morgun en hann er jafnframt á leiðinni til Íslands að vitja skútunnar. Aðeins eru nokkrir dagar síðan eigandinn var síðast á Íslandi en hann hélt af landi brott daginn áður en skútunni var stolið. „Já, hann kvaddi mig hérna á föstudagsmorgun, eigandinn, og fór út til Frakklands á laugardaginn,“ segir Guðmundur. Lögreglumál Snæfellsbær Tengdar fréttir Skútan komin til hafnar í Rifi Skipstjóri skútunnar var handtekinn í Rifi en ekki liggur fyrir hvort hann hafi verið einn um borð. 14. október 2018 21:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Maðurinn sem grunaður er um að hafa stolið skútunni Inook á Ísafirði í gær er erlendur. Þá er ljóst að hann hefur þekkingu á siglingum, að sögn lögreglu. Hafnarstjóri á Ísafirði, þar sem skútan lá við höfn, segir höfnina vel útbúna myndavélum. Hann furðar sig á því af hverju umrædd skúta varð fyrir valinu þar sem erfitt hafi verið að ná til hennar. Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar fann skútuna úr lofti í gærkvöldi. Bátnum var snúið við og honum siglt til Rifs á Snæfellsnesi þar sem lögreglan á Vesturlandi tók á móti henni. Skipstjórinn var handtekinn og er grunaður um að hafa tekið skútuna ófrjálsri hendi. Samkvæmt upplýsingum frá Ásgeiri Erlendssyni upplýsingafulltrúa Landhelgisgæslunnar átti áhöfn þyrlunnar í samskiptum við skútuna í gegnum talstöð.Kanna hvort maðurinn tengist eigandanum Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Vestfjörðum, segir í samtali við Vísi að maðurinn sem handtekinn var í gær og er grunaður um þjófnaðinn sé erlendur. Ekki er þó hægt að greina nánar frá þjóðerni hans að svo stöddu. Þá hafi hann verið einn um borð í bátnum en rannsókn málsins beinist nú m.a. að því að kanna hvort fleiri hafi verið að verki. Að sögn Hlyns skoðar lögregla jafnframt af hverju maðurinn valdi þessa tilteknu skútu, hvert förinni var heitið og hvort maðurinn tengist frönskum eiganda skútunnar. Hlynur vildi ekki tjá sig um það hvort þjófnaðurinn hefði náðst á upptökur öryggismyndavéla við höfnina. Ekki er heldur hægt að segja til um hvort lagt hafi verið hald á eitthvað um borð í skútunni en Hlynur segir lögreglu hafa innsiglað bátinn á Rifi. Allir möguleikar séu nú kannaðir. Aðspurður segir Hlynur að augljóst sé að maðurinn hafi þekkingu á siglingum þar sem hann hafi komið skútunni út úr höfninni og siglt henni út á Breiðafjörð. „Það er augljóst að það er enginn byrjandi sem siglir skútu.“ Yfirheyrslur yfir manninum stóðu enn yfir þegar Vísir náði tali af lögreglu um hádegisbil.Frá höfninni á Ísafirði. Skútunni var stolið þaðan aðfaranótt sunnudags.Vísir/Hafþór GunnarssonÞurfti að hafa fyrir því að stela nákvæmlega þessari skútu Guðmundur Magnús Kristjánsson, hafnarstjóri á Ísafirði, segir í samtali við Vísi að hafnarstarfsmenn hafi orðið varir við að bátinn vantaði í gærmorgun, en eins og áður segir var honum stolið þá um nóttina. Aðspurður segir Guðmundur málið hið dularfyllsta og að þjófurinn hafi þurft að hafa mjög fyrir því að stela einmitt þessari skútu. „Það hefur væntanlega verið brotist um borð í skútuna og vélar settar í gang. Seglin eru í geymslu hér hjá okkur. Það hefur þurft að hafa svolítið fyrir þessu því báturinn var bundinn hérna innan um aðra báta. Þess vegna vekur það furðu af hverju hann valdi þennan bát en ekki einhvern annan sem var auðveldara að stela.“ Inntur eftir því hvort myndavélar hafi mögulega náð þjófnaðinum á myndband segist Guðmundur bjartsýnn á að svo sé. „Við erum mjög vel myndavélavæddir á höfninni. Lögreglan vann í því í gær, tóku afrit af myndum.“ Þá hefur áður komið fram að eigandi Inook er franskur. Guðmundur segist hafa verið í sambandi við manninn í morgun en hann er jafnframt á leiðinni til Íslands að vitja skútunnar. Aðeins eru nokkrir dagar síðan eigandinn var síðast á Íslandi en hann hélt af landi brott daginn áður en skútunni var stolið. „Já, hann kvaddi mig hérna á föstudagsmorgun, eigandinn, og fór út til Frakklands á laugardaginn,“ segir Guðmundur.
Lögreglumál Snæfellsbær Tengdar fréttir Skútan komin til hafnar í Rifi Skipstjóri skútunnar var handtekinn í Rifi en ekki liggur fyrir hvort hann hafi verið einn um borð. 14. október 2018 21:30 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Skútan komin til hafnar í Rifi Skipstjóri skútunnar var handtekinn í Rifi en ekki liggur fyrir hvort hann hafi verið einn um borð. 14. október 2018 21:30