Hundar í einkaherbergi með flatskjá og hlaupabretti Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 14. október 2018 22:40 Ingvar og Jóhanna Þorbjörg sem eru eigendur nýju einunagrunarstöðvarinnar fyrir gæludýr á bænum Selási í Holta og Landsveit. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Hunda og katta sjónvarp og hlaupabretti eru meðal þess sem dýrin geta notfært sér í nýrri einangrunarstöð fyrir hunda og ketti sem hefur verið opnuð í Holt og Landsveit. Á bænum Selási hafa þau Ingvar Guðmundsson, húsasmíðameistari og Jóhann Þorbjörg Magnúsdóttir, hundaþjálfari og lögreglukona opnað glæsilega einangrunarstöð fyrir hunda og ketti. Í henni er pláss fyrir 16 hunda í sérstökum herbergjum með aðgang að útisvæði. „Okkur langaði að byggja upp aðstöðu byggða upp á hugmyndafræði Jóhönnu um það hvernig hundur getur eignast eins þægilegt líf og völ er á, jafnvel þótt hann sé í einangrun“, segir Ingvar.Öll aðstaða á Móseli er til fyrirmyndar. „Já, takk fyrir það, við reyndum bara að gera okkar allra besta. Okkar markmið er að hundunum líði eins og heima hjá sér. Þeir eru með flatskjá og sérstakt hundasjónvarp sem þeir geta horft á. Það er boðið upp á þjálfun á meðan dvöl stendur, það er bara mismunandi eftir því hvernig hund þú ert að flytja inn til landsins hvað hann þarf mikla þjálfun, þannig að hér eiga allir að finna eitthvað við sitt hæfi“, segir Jóhanna.En hvað fá hundarnir að sjá í sjónvarpinu ?Hundarnir á stöðinni fá sitt eigið herbergi með flatskjá og hundasjónvarpi í þá tuttugu og átta daga sem þeir þurfa að dvelja þar í einangrun.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson„Þeir fá að sjá Magnús Hlyn á Stöð 2,“ segir Jóhanna hlæjandi en Ingvar kemur hér inn í og segir að það verði sérstakt efni hannað fyrir hunda, auk klassískrar tónlistar sem virkar róandi á hundana og skapar stemmingu eins og þeir eiga kannski að venjast heima hjá sér og þá róast þeir. Hundarnir geta líka haldið sér í formi með því að fara á hlaupabretti. „Þeir fá hreyfingu og andlega örvun og allt sem þeir þurfa til að lifa eðlilegu lífi“, segir Jóhanna og bætir við að kettirnir á stöðinni fái risa stóra svítu þar sem þeir geta leikið sér með allskonar bæli og svo fá þeir að sjálfsögðu líka sjónvarp“, segir Jóhanna. Nú þegar er uppbókað í nýju stöðina fram í marsmánuð á næsta ári vegna mikillar aðsóknar en 16 hundar eru teknir inn í einu og þurfa þeir að vera 28 daga í einangrun á stöðinni. Einn köttur getur verið á stöðinni í einu eins og staðan er í dag, en stefnt er á að þeir geti orðið þrír í framtíðinni. Dýr Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Hunda og katta sjónvarp og hlaupabretti eru meðal þess sem dýrin geta notfært sér í nýrri einangrunarstöð fyrir hunda og ketti sem hefur verið opnuð í Holt og Landsveit. Á bænum Selási hafa þau Ingvar Guðmundsson, húsasmíðameistari og Jóhann Þorbjörg Magnúsdóttir, hundaþjálfari og lögreglukona opnað glæsilega einangrunarstöð fyrir hunda og ketti. Í henni er pláss fyrir 16 hunda í sérstökum herbergjum með aðgang að útisvæði. „Okkur langaði að byggja upp aðstöðu byggða upp á hugmyndafræði Jóhönnu um það hvernig hundur getur eignast eins þægilegt líf og völ er á, jafnvel þótt hann sé í einangrun“, segir Ingvar.Öll aðstaða á Móseli er til fyrirmyndar. „Já, takk fyrir það, við reyndum bara að gera okkar allra besta. Okkar markmið er að hundunum líði eins og heima hjá sér. Þeir eru með flatskjá og sérstakt hundasjónvarp sem þeir geta horft á. Það er boðið upp á þjálfun á meðan dvöl stendur, það er bara mismunandi eftir því hvernig hund þú ert að flytja inn til landsins hvað hann þarf mikla þjálfun, þannig að hér eiga allir að finna eitthvað við sitt hæfi“, segir Jóhanna.En hvað fá hundarnir að sjá í sjónvarpinu ?Hundarnir á stöðinni fá sitt eigið herbergi með flatskjá og hundasjónvarpi í þá tuttugu og átta daga sem þeir þurfa að dvelja þar í einangrun.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson„Þeir fá að sjá Magnús Hlyn á Stöð 2,“ segir Jóhanna hlæjandi en Ingvar kemur hér inn í og segir að það verði sérstakt efni hannað fyrir hunda, auk klassískrar tónlistar sem virkar róandi á hundana og skapar stemmingu eins og þeir eiga kannski að venjast heima hjá sér og þá róast þeir. Hundarnir geta líka haldið sér í formi með því að fara á hlaupabretti. „Þeir fá hreyfingu og andlega örvun og allt sem þeir þurfa til að lifa eðlilegu lífi“, segir Jóhanna og bætir við að kettirnir á stöðinni fái risa stóra svítu þar sem þeir geta leikið sér með allskonar bæli og svo fá þeir að sjálfsögðu líka sjónvarp“, segir Jóhanna. Nú þegar er uppbókað í nýju stöðina fram í marsmánuð á næsta ári vegna mikillar aðsóknar en 16 hundar eru teknir inn í einu og þurfa þeir að vera 28 daga í einangrun á stöðinni. Einn köttur getur verið á stöðinni í einu eins og staðan er í dag, en stefnt er á að þeir geti orðið þrír í framtíðinni.
Dýr Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira