Trump telur það skila árangri að stía fjölskyldum í sundur Kjartan Kjartansson skrifar 14. október 2018 08:00 Fjölskylduaðskilnaðarstefnan er nær eina dæmið um að ríkisstjórn Trump hafi undið kvæði sínu í kross vegna pólitísks þrýstings og óvinsælda stefnunnar. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að ríkisstjórn hans væri að íhuga að taka aftur upp stefnu um að skilja börn frá foreldrum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. Stjórnin varð gerð afturreka með slíka stefnu eftir harða gagnrýni í sumar. Forsetinn segist hins vegar telja að sú stefna hafi skilað árangri. Þúsundir barna voru skilin frá foreldrum sínum þegar þau komu yfir landamærin að Mexíkó í vor og byrjun sumars samkvæmt nýrri stefnu sem ríkisstjórn Trump tók upp. Í mörgum tilfellum voru börnin enn vistuð í skýlum í Bandaríkjunum eftir að búið var að vísa foreldrum þeirra úr landi. Trump-stjórnin dró stefnuna til baka eftir mikla gagnrýni og mótmæli í sumar. Dómstóll hafði einnig skipað alríkisstjórninni að sameina fjölskyldurnar aftur. Washington Post sagði frá því nýlega að Bandaríkjastjórn væri nú að skoða aðra útfærslu á því að stía fjölskyldum fólks sem kemur ólöglega til landsins í sundur. Tilgangurinn er að fæla fólk frá því að reyna að komast til Bandaríkjanna. Ein útfærslan sem er sögð í skoðun er að yfirvöld handtaki fjölskyldur sem leita hælis í Bandaríkjunum saman í allt að tuttugu daga. Að þeim tíma liðnum verði foreldrunum gefið val um að vera áfram í skýli fyrir fjölskyldur í mánuði eða ár á meðan mál þeirra er til meðferðar eða leyfa yfirvöldum að fara með börnin í sérstök skýli þar sem ættingjar eða aðrir forráðamenn geta vitjað þeirra. „Við erum að skoða allt sem maður getur skoðað þegar kemur að ólöglegum komum fólks til landsins,“ sagði Trump við fréttamenn í gær.Ekkert bendir til að aðskilnaðurinn fæli fólk frá Við sama tilefni lýsti forsetinn trú sinni á að stefnan skilaði árangri í að fæla fólk frá því að koma til Bandaríkjanna. „Ef þau halda að þau verði skilin að, þá munu þau ekki koma,“ sagði Trump sem telur að sterkur efnahagur Bandaríkjanna sé ástæða þess að svo margir reyni að komast ólöglega þangað. Engar vísbendingar eru þó sagðar styðja þá fullyrðingu forsetans að aðskilnaður fjölskyldna fæli fólk frá því að reyna að komast til Bandaríkjanna. Þannig dró ekki úr fjölda þeirra sem reyndu að komast ólöglega til landsins á meðan að stefnan umdeilda var í gildi fyrr á þessu ári. Í fréttaskýringu vefmiðilsins Vox kemur einnig fram að það sama gildi um handtökur fólks sem kemur ólöglega til Bandaríkjanna. Ekki hafi orðið fækkun á fólki sem reyndi að komast yfir landamærin árið 2014 þegar ríkisstjórn Baracks Obama fyrrverandi forseta byrjaði að halda því í lengri tíma. Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandarísk yfirvöld halda þúsundum barna í innflytjendaskýlum Fimmfalt fleiri börn sem hafa komið ólöglega til landsins eru nú vistuð í skýlum bandarísku alríkisstjórnarinnar en í maí í fyrra. 13. september 2018 07:44 Íhuga aftur að skilja að fjölskyldur á landamærunum Hvíta húsið skoðar nú aðgerðir sem gætu aftur leitt til þess að skilja að foreldra frá börnum sínum á landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Er þetta gert til þess að sporna við fjölda fólks sem reynir að komast ólöglega yfir til Bandaríkjanna. 12. október 2018 21:38 Hundruð innflytjenda mögulega vísað á brott án barna sinna Útlit er fyrir að 463 ólöglegir innflytjendur hafi verið sendir frá Bandaríkjunum án barna sinna, sem tekin voru af þeim við komuna þangað. 24. júlí 2018 10:35 Trump-stjórnin vill geta lokað börn farandsfólks inni ótímabundið Reglubreyting sem ríkisstjórn Trump leggur til felur í sér að innflytjendayfirvöld geti haldið börnum með foreldrum sínum í innflytjendafangelsum eins lengi og þau telja þörf á. 6. september 2018 17:41 Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vita Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. 9. október 2018 13:11 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti staðfesti í gær að ríkisstjórn hans væri að íhuga að taka aftur upp stefnu um að skilja börn frá foreldrum sem koma ólöglega til Bandaríkjanna. Stjórnin varð gerð afturreka með slíka stefnu eftir harða gagnrýni í sumar. Forsetinn segist hins vegar telja að sú stefna hafi skilað árangri. Þúsundir barna voru skilin frá foreldrum sínum þegar þau komu yfir landamærin að Mexíkó í vor og byrjun sumars samkvæmt nýrri stefnu sem ríkisstjórn Trump tók upp. Í mörgum tilfellum voru börnin enn vistuð í skýlum í Bandaríkjunum eftir að búið var að vísa foreldrum þeirra úr landi. Trump-stjórnin dró stefnuna til baka eftir mikla gagnrýni og mótmæli í sumar. Dómstóll hafði einnig skipað alríkisstjórninni að sameina fjölskyldurnar aftur. Washington Post sagði frá því nýlega að Bandaríkjastjórn væri nú að skoða aðra útfærslu á því að stía fjölskyldum fólks sem kemur ólöglega til landsins í sundur. Tilgangurinn er að fæla fólk frá því að reyna að komast til Bandaríkjanna. Ein útfærslan sem er sögð í skoðun er að yfirvöld handtaki fjölskyldur sem leita hælis í Bandaríkjunum saman í allt að tuttugu daga. Að þeim tíma liðnum verði foreldrunum gefið val um að vera áfram í skýli fyrir fjölskyldur í mánuði eða ár á meðan mál þeirra er til meðferðar eða leyfa yfirvöldum að fara með börnin í sérstök skýli þar sem ættingjar eða aðrir forráðamenn geta vitjað þeirra. „Við erum að skoða allt sem maður getur skoðað þegar kemur að ólöglegum komum fólks til landsins,“ sagði Trump við fréttamenn í gær.Ekkert bendir til að aðskilnaðurinn fæli fólk frá Við sama tilefni lýsti forsetinn trú sinni á að stefnan skilaði árangri í að fæla fólk frá því að koma til Bandaríkjanna. „Ef þau halda að þau verði skilin að, þá munu þau ekki koma,“ sagði Trump sem telur að sterkur efnahagur Bandaríkjanna sé ástæða þess að svo margir reyni að komast ólöglega þangað. Engar vísbendingar eru þó sagðar styðja þá fullyrðingu forsetans að aðskilnaður fjölskyldna fæli fólk frá því að reyna að komast til Bandaríkjanna. Þannig dró ekki úr fjölda þeirra sem reyndu að komast ólöglega til landsins á meðan að stefnan umdeilda var í gildi fyrr á þessu ári. Í fréttaskýringu vefmiðilsins Vox kemur einnig fram að það sama gildi um handtökur fólks sem kemur ólöglega til Bandaríkjanna. Ekki hafi orðið fækkun á fólki sem reyndi að komast yfir landamærin árið 2014 þegar ríkisstjórn Baracks Obama fyrrverandi forseta byrjaði að halda því í lengri tíma.
Aðskilnaður barna og foreldra í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Bandarísk yfirvöld halda þúsundum barna í innflytjendaskýlum Fimmfalt fleiri börn sem hafa komið ólöglega til landsins eru nú vistuð í skýlum bandarísku alríkisstjórnarinnar en í maí í fyrra. 13. september 2018 07:44 Íhuga aftur að skilja að fjölskyldur á landamærunum Hvíta húsið skoðar nú aðgerðir sem gætu aftur leitt til þess að skilja að foreldra frá börnum sínum á landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Er þetta gert til þess að sporna við fjölda fólks sem reynir að komast ólöglega yfir til Bandaríkjanna. 12. október 2018 21:38 Hundruð innflytjenda mögulega vísað á brott án barna sinna Útlit er fyrir að 463 ólöglegir innflytjendur hafi verið sendir frá Bandaríkjunum án barna sinna, sem tekin voru af þeim við komuna þangað. 24. júlí 2018 10:35 Trump-stjórnin vill geta lokað börn farandsfólks inni ótímabundið Reglubreyting sem ríkisstjórn Trump leggur til felur í sér að innflytjendayfirvöld geti haldið börnum með foreldrum sínum í innflytjendafangelsum eins lengi og þau telja þörf á. 6. september 2018 17:41 Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vita Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. 9. október 2018 13:11 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Bandarísk yfirvöld halda þúsundum barna í innflytjendaskýlum Fimmfalt fleiri börn sem hafa komið ólöglega til landsins eru nú vistuð í skýlum bandarísku alríkisstjórnarinnar en í maí í fyrra. 13. september 2018 07:44
Íhuga aftur að skilja að fjölskyldur á landamærunum Hvíta húsið skoðar nú aðgerðir sem gætu aftur leitt til þess að skilja að foreldra frá börnum sínum á landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Er þetta gert til þess að sporna við fjölda fólks sem reynir að komast ólöglega yfir til Bandaríkjanna. 12. október 2018 21:38
Hundruð innflytjenda mögulega vísað á brott án barna sinna Útlit er fyrir að 463 ólöglegir innflytjendur hafi verið sendir frá Bandaríkjunum án barna sinna, sem tekin voru af þeim við komuna þangað. 24. júlí 2018 10:35
Trump-stjórnin vill geta lokað börn farandsfólks inni ótímabundið Reglubreyting sem ríkisstjórn Trump leggur til felur í sér að innflytjendayfirvöld geti haldið börnum með foreldrum sínum í innflytjendafangelsum eins lengi og þau telja þörf á. 6. september 2018 17:41
Setja börn farandfólks í ættleiðingu án þess að láta þau vita Yfirvöld Bandaríkjanna hafa sett börn sem tekin eru af foreldrum sínum þegar þau reyna að komast með ólöglegum hætti til Bandaríkjanna í ættleiðingu án þess að láta foreldrana vita. 9. október 2018 13:11