Formaður VR bjartsýnn á víðtækt samflot Heimir Már Pétursson skrifar 11. október 2018 18:30 Formaður VR segir líkur hafa aukist á samfloti verslunarmanna með nítján aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins eftir að sambandið birti kröfugerð sína fyrir komandi kjarasamninga í gær. Farið verði fram á formlegar viðræður um samflotið eftir helgi. Starfsgreinasambandið opinberaði sínar kröfur fyrir viðræður við Samtök atvinnulífsins í gær þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að lágmarkslaun verði 425 þúsund í lok þriggja ára samningstímabils. Hjólin eru farin að snúast fyrir komandi samninga. En í dag komu um hundrað fulltrúar VR saman á Nordica hótelinu til að undirbúa sig fyrir alþýðusambandsþing eftir hálfan mánuð og til að kynna sér kröfur félagsins sem stjórn þess samþykkti í gærkvöldi. Innan VR er líka mikill áhugi á samfloti með nítján aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins sem nú fara fram sameinuð í fyrsta skipti í sögu sambandsins og forvera þess. En trúnaðarráð VR staðfestir kröfugerð félagsins væntanlega á fundi á mánudag. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir kröfugerð Starfsgreinasambandsins auka líkur á stóru samfloti. „Þetta rímar allt saman mjög vel við það sem við höfum verið að ræða innan okkar raða. Ég sé engar stórar hindranir í veginum fyrir því að við getum ekki unnið saman og farið saman í komandi kjarasamningum,“ segir Ragnar Þór. Félögin verði alltaf öll að koma sér saman um kröfur sem snúa að stjórnvöldum eins og varðandi breytingar á skattkerfi og bótum. hann sé bjartsýnni nú en áður varðandi öflugt samflot, sem myndi fara fyrir um hundrað og eitt þúsund félagsmönnum af um 120 þúsund á almenna markaðnum. Ragnar Þór er bjartsýnn á að samningar náist án aðgerða en komi til þeirra sé allsherjarverkfall sé varla inn í myndinni. „Við höfum verið að tala með þeim hætti að skæruverkföll séu betri og skilvirkari kostur fyrir verkalýðshreyfinguna að fara í. Við eigum það stóra verkfallssjóði að það yrði miklu beittara vopn,” segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri SA kallar eftir skynsemi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kröfugerð Starfsgreinasambandsins verða að taka mið af launa- og kaupmáttarhækkunum síðasta árið. Verulegar krónutöluhækkanir og styttri vinnuvika sé ekki sérlega skynsamleg nálgun 11. október 2018 11:39 Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15 Efling vill flytja fjármuni frá Gamma Stjórn Eflingar samþykkti í sumar að færa 1,4 milljarða úr eignastýringu hjá Gamma. 11. október 2018 11:32 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Sjá meira
Formaður VR segir líkur hafa aukist á samfloti verslunarmanna með nítján aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins eftir að sambandið birti kröfugerð sína fyrir komandi kjarasamninga í gær. Farið verði fram á formlegar viðræður um samflotið eftir helgi. Starfsgreinasambandið opinberaði sínar kröfur fyrir viðræður við Samtök atvinnulífsins í gær þar sem meðal annars er gert ráð fyrir að lágmarkslaun verði 425 þúsund í lok þriggja ára samningstímabils. Hjólin eru farin að snúast fyrir komandi samninga. En í dag komu um hundrað fulltrúar VR saman á Nordica hótelinu til að undirbúa sig fyrir alþýðusambandsþing eftir hálfan mánuð og til að kynna sér kröfur félagsins sem stjórn þess samþykkti í gærkvöldi. Innan VR er líka mikill áhugi á samfloti með nítján aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins sem nú fara fram sameinuð í fyrsta skipti í sögu sambandsins og forvera þess. En trúnaðarráð VR staðfestir kröfugerð félagsins væntanlega á fundi á mánudag. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir kröfugerð Starfsgreinasambandsins auka líkur á stóru samfloti. „Þetta rímar allt saman mjög vel við það sem við höfum verið að ræða innan okkar raða. Ég sé engar stórar hindranir í veginum fyrir því að við getum ekki unnið saman og farið saman í komandi kjarasamningum,“ segir Ragnar Þór. Félögin verði alltaf öll að koma sér saman um kröfur sem snúa að stjórnvöldum eins og varðandi breytingar á skattkerfi og bótum. hann sé bjartsýnni nú en áður varðandi öflugt samflot, sem myndi fara fyrir um hundrað og eitt þúsund félagsmönnum af um 120 þúsund á almenna markaðnum. Ragnar Þór er bjartsýnn á að samningar náist án aðgerða en komi til þeirra sé allsherjarverkfall sé varla inn í myndinni. „Við höfum verið að tala með þeim hætti að skæruverkföll séu betri og skilvirkari kostur fyrir verkalýðshreyfinguna að fara í. Við eigum það stóra verkfallssjóði að það yrði miklu beittara vopn,” segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Tengdar fréttir Framkvæmdastjóri SA kallar eftir skynsemi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kröfugerð Starfsgreinasambandsins verða að taka mið af launa- og kaupmáttarhækkunum síðasta árið. Verulegar krónutöluhækkanir og styttri vinnuvika sé ekki sérlega skynsamleg nálgun 11. október 2018 11:39 Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15 Efling vill flytja fjármuni frá Gamma Stjórn Eflingar samþykkti í sumar að færa 1,4 milljarða úr eignastýringu hjá Gamma. 11. október 2018 11:32 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Sjá meira
Framkvæmdastjóri SA kallar eftir skynsemi Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir kröfugerð Starfsgreinasambandsins verða að taka mið af launa- og kaupmáttarhækkunum síðasta árið. Verulegar krónutöluhækkanir og styttri vinnuvika sé ekki sérlega skynsamleg nálgun 11. október 2018 11:39
Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15
Efling vill flytja fjármuni frá Gamma Stjórn Eflingar samþykkti í sumar að færa 1,4 milljarða úr eignastýringu hjá Gamma. 11. október 2018 11:32