Stéttastríð Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 29. október 2018 07:00 Svo sannarlega er það hlutverk verkalýðshreyfingar að beita sér fyrir því að leiðrétta kjör þeirra sem lægstu launin hafa. Mikilvægt er að slíkar kröfur séu raunhæfar svo þær komi að raunverulegu gagni. Þær mega ekki snúast í höndum þeirra sem setja þær fram og leiða til þess að staða fólks sem á að hjálpa verði í engu betri en hún var, jafnvel verri. Þetta verða nýir leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar að hafa í huga. Þeir verða að hafa jarðsamband, en lifa ekki í draumórum um byltingu öreiganna og skjálfandi borgarastétt. Nú er niðursveifla í þjóðfélaginu, fyrirtæki standa ekki jafn vel og áður og eru að draga saman seglin. Þau mega ekki við stórauknum launakostnaði. Aukin hætta er á að verðbólgan fari á skrið, nokkuð sem almenningur má vart hugsa til. Staðan er ofurviðkvæm, eins og flestum er ljóst. Samt ekki verkalýðshreyfingunni. Því miður ber á því að hún hafi mun meiri áhuga á að fara með frasa úr Kommúnistaávarpinu en sýna ábyrgð í kröfugerðum sínum. Þannig er úr hennar ranni hvað eftir annað talað af fyrirlitningu um borgarastétt og atvinnurekendur. Þetta er talsmáti gamals tíma sem runnið hefur sitt skeið. Ekki verður annað séð en að verkalýðsforingjarnir séu að eyða mikilli orku í tilraun til að vekja upp vofu kommúnismans, sem fólkið í landinu hefur engan áhuga á að leggja lag sitt við. Það er óskandi að verkalýðsleiðtogar landsins átti sig á því að þjóðin er ekki á hnjánum grátbiðjandi um sósíalisma. Þeir eiga að hætta að stunda gamaldags baráttuaðferðir sem felast í því að skilgreina atvinnurekendur sem óvini fólksins. Þeir eru það ekki. Tilraunir til að koma á stéttastríði munu ekki takast. Almenningur er skynsamari en svo að hann láti etja sér út í slíkt. Með því er ekki sagt að allt sé í himnalagi í íslensku þjóðfélagi. Það er ólíðandi að stór hópur fólks geti ekki keypt sér húsnæði og þurfi að sætta sig við að borga okurleigu í hverjum mánuði. Sömuleiðis er fólki ætlað að sætta sig við að vextir í landinu eru alltof háir. Óþolandi er svo að horfa upp á fólk, sem er á himinháum launum, taka sér ofurbónusa án þess að blikna. Þar fer lítið fyrir samfélagsábyrgð en græðgin og skortur á sómakennd fer ekki framhjá neinum. Hið sameiginlega markmið allra, þar á meðal atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar, hlýtur að vera að verðbólgudraugurinn fari ekki á stjá með tilheyrandi hörmungum fyrir almenning í landinu. Sömuleiðis að atvinnuleysi fari ekki vaxandi. Í þessum málum hefur verkalýðshreyfingin ekki efni á að sýna kæruleysi, en því miður virðist hún einmitt vera að koma sér í þær stellingar. Hún setur fram óraunhæfar kröfur og ætlar í ofsafengið stéttastríð. Tilgangurinn virðist vera að valda sem mestum usla í þjóðfélaginu. Vitanlega er þjóðin ekki spurð hvað hún vill. Hinir byltingarsinnuðu verkalýðsleiðtogar eru svo sannfærðir um málstaðinn að þeim er nákvæmlega sama um vilja hennar. Satt best að segja verður ekki séð að hin nýja verkalýðsforysta sé að vinna þjóðinni mikið gagn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Svo sannarlega er það hlutverk verkalýðshreyfingar að beita sér fyrir því að leiðrétta kjör þeirra sem lægstu launin hafa. Mikilvægt er að slíkar kröfur séu raunhæfar svo þær komi að raunverulegu gagni. Þær mega ekki snúast í höndum þeirra sem setja þær fram og leiða til þess að staða fólks sem á að hjálpa verði í engu betri en hún var, jafnvel verri. Þetta verða nýir leiðtogar verkalýðshreyfingarinnar að hafa í huga. Þeir verða að hafa jarðsamband, en lifa ekki í draumórum um byltingu öreiganna og skjálfandi borgarastétt. Nú er niðursveifla í þjóðfélaginu, fyrirtæki standa ekki jafn vel og áður og eru að draga saman seglin. Þau mega ekki við stórauknum launakostnaði. Aukin hætta er á að verðbólgan fari á skrið, nokkuð sem almenningur má vart hugsa til. Staðan er ofurviðkvæm, eins og flestum er ljóst. Samt ekki verkalýðshreyfingunni. Því miður ber á því að hún hafi mun meiri áhuga á að fara með frasa úr Kommúnistaávarpinu en sýna ábyrgð í kröfugerðum sínum. Þannig er úr hennar ranni hvað eftir annað talað af fyrirlitningu um borgarastétt og atvinnurekendur. Þetta er talsmáti gamals tíma sem runnið hefur sitt skeið. Ekki verður annað séð en að verkalýðsforingjarnir séu að eyða mikilli orku í tilraun til að vekja upp vofu kommúnismans, sem fólkið í landinu hefur engan áhuga á að leggja lag sitt við. Það er óskandi að verkalýðsleiðtogar landsins átti sig á því að þjóðin er ekki á hnjánum grátbiðjandi um sósíalisma. Þeir eiga að hætta að stunda gamaldags baráttuaðferðir sem felast í því að skilgreina atvinnurekendur sem óvini fólksins. Þeir eru það ekki. Tilraunir til að koma á stéttastríði munu ekki takast. Almenningur er skynsamari en svo að hann láti etja sér út í slíkt. Með því er ekki sagt að allt sé í himnalagi í íslensku þjóðfélagi. Það er ólíðandi að stór hópur fólks geti ekki keypt sér húsnæði og þurfi að sætta sig við að borga okurleigu í hverjum mánuði. Sömuleiðis er fólki ætlað að sætta sig við að vextir í landinu eru alltof háir. Óþolandi er svo að horfa upp á fólk, sem er á himinháum launum, taka sér ofurbónusa án þess að blikna. Þar fer lítið fyrir samfélagsábyrgð en græðgin og skortur á sómakennd fer ekki framhjá neinum. Hið sameiginlega markmið allra, þar á meðal atvinnurekenda og verkalýðshreyfingar, hlýtur að vera að verðbólgudraugurinn fari ekki á stjá með tilheyrandi hörmungum fyrir almenning í landinu. Sömuleiðis að atvinnuleysi fari ekki vaxandi. Í þessum málum hefur verkalýðshreyfingin ekki efni á að sýna kæruleysi, en því miður virðist hún einmitt vera að koma sér í þær stellingar. Hún setur fram óraunhæfar kröfur og ætlar í ofsafengið stéttastríð. Tilgangurinn virðist vera að valda sem mestum usla í þjóðfélaginu. Vitanlega er þjóðin ekki spurð hvað hún vill. Hinir byltingarsinnuðu verkalýðsleiðtogar eru svo sannfærðir um málstaðinn að þeim er nákvæmlega sama um vilja hennar. Satt best að segja verður ekki séð að hin nýja verkalýðsforysta sé að vinna þjóðinni mikið gagn.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun