Unnusta Khashoggi hafnar boði Trump Andri Eysteinsson skrifar 27. október 2018 09:53 Khashoggi var myrtur í byrjun mánaðar í ræðisskrifstofu Sádí-Arabíu í Istanbúl EPA/Erdem Sahin Hatice Cengiz, unnusta sádíska blaðamannsins Jamal Khashoggi sem var myrtur í Istanbúl fyrir þremur vikum, hefur hafnað boði Donald Trump, Bandaríkjaforseta um heimsókn í Hvíta húsið. Ástæða höfnunarinnar segir Cengiz vera sá að Trump hafi ekki verið einlægur í svörum varðandi rannsóknina á morðinu á Khashoggi. BBC greinir frá. Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl 2. október síðastliðinn. Þar hugðist hann sækja skjal sem staðfesti að hann hefði skilið við fyrrverandi eiginkonu sinni til þess að hann gæti gifst Hatice Cengiz. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sagst vera ósáttur við frásagnir sádi-arabísku stjórnarinnar. Trump hefur minnt á mikilvægi tengsla ríkjanna tveggja en sagði þó að mögulega hefði krónprinsinn Mohammed bin Salman ekki vitað af morðinu sem sádísk stjórnvöld segja að hafi verið af yfirlögðu ráði. Cengiz, unnusta Khashoggi, sagði í viðtali við tyrknesku sjónvarpsstöðina Haberturk TV að hún hefði aldrei leyft Khashoggi að fara inn í ræðisskrifstofuna hefði hún vitað hvað átti eftir að gerast. Enn fremur kallaði hún eftir því að öllum þeim sem komu að morðinu verði refsað, engu máli skipti hver það er. Cengiz sagði að sádísk stjórnvöld hafi ekki verið í sambandi við hana og að hún myndi ólíklega fara til landsins í jarðarför Khashoggi finni stjórnvöld lík blaðamannsins.Mikið hefur verið fjallað um málið á Vísi undanfarnar vikur, sjá má samantekt hér. Donald Trump Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Trump segir morð Khashoggi vera eina af verstu yfirhylmingum sögunnar Donald Trump býst við því að fá skýrslu um morðið á næstunni. 23. október 2018 21:11 Forstjóri CIA á leið til Tyrklands vegna morðsins á Khashoggi Gestir á ráðstefnu Sáda gáfu Mohammed bin Salman krónprins standandi lófaklapp í dag. Á sama tíma voru fluttar fréttir af því að líkamsleifar Jamals Khashoggi væru mögulega komnar í leitirnar. 23. október 2018 15:59 Trump segir sádi-arabíska krónprinsinn mögulega viðriðinn morðið á Khashoggi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur í fyrsta sinn látið hafa eftir sér að Mohammed bin Salman, sádi-arabíski krónprinsinn, geti mögulega verið viðriðinn morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi sem myrtur var í byrjun október í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 24. október 2018 09:51 Forstjóri CIA heyrði upptöku af morðinu á Khashoggi Upptaka sem Tyrkir hafa er sögð varpa ljósi á hvernig sádiarabíski blaða- og andófsmaðurinn var pyntaður og myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. 25. október 2018 10:34 Óttast um líf sitt eftir morð Khashoggi Tveir sádiarabískir stjórnarandstæðingar, sem eru á flótta utan heimalandsins, fordæma stjórnarhætti krónprinsins harðlega í viðtali við Fréttablaðið. Andstæðingar prinsins óttast um líf sitt eftir morðið á Jamal Khashoggi. 27. október 2018 08:00 Sádar segja nú morðið á Khashoggi að yfirlögðu ráði Enn breytast skýringar Sáda á því hvernig dauða Jamals Khashoggi bar að. 25. október 2018 12:06 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Hatice Cengiz, unnusta sádíska blaðamannsins Jamal Khashoggi sem var myrtur í Istanbúl fyrir þremur vikum, hefur hafnað boði Donald Trump, Bandaríkjaforseta um heimsókn í Hvíta húsið. Ástæða höfnunarinnar segir Cengiz vera sá að Trump hafi ekki verið einlægur í svörum varðandi rannsóknina á morðinu á Khashoggi. BBC greinir frá. Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl 2. október síðastliðinn. Þar hugðist hann sækja skjal sem staðfesti að hann hefði skilið við fyrrverandi eiginkonu sinni til þess að hann gæti gifst Hatice Cengiz. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur sagst vera ósáttur við frásagnir sádi-arabísku stjórnarinnar. Trump hefur minnt á mikilvægi tengsla ríkjanna tveggja en sagði þó að mögulega hefði krónprinsinn Mohammed bin Salman ekki vitað af morðinu sem sádísk stjórnvöld segja að hafi verið af yfirlögðu ráði. Cengiz, unnusta Khashoggi, sagði í viðtali við tyrknesku sjónvarpsstöðina Haberturk TV að hún hefði aldrei leyft Khashoggi að fara inn í ræðisskrifstofuna hefði hún vitað hvað átti eftir að gerast. Enn fremur kallaði hún eftir því að öllum þeim sem komu að morðinu verði refsað, engu máli skipti hver það er. Cengiz sagði að sádísk stjórnvöld hafi ekki verið í sambandi við hana og að hún myndi ólíklega fara til landsins í jarðarför Khashoggi finni stjórnvöld lík blaðamannsins.Mikið hefur verið fjallað um málið á Vísi undanfarnar vikur, sjá má samantekt hér.
Donald Trump Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Trump segir morð Khashoggi vera eina af verstu yfirhylmingum sögunnar Donald Trump býst við því að fá skýrslu um morðið á næstunni. 23. október 2018 21:11 Forstjóri CIA á leið til Tyrklands vegna morðsins á Khashoggi Gestir á ráðstefnu Sáda gáfu Mohammed bin Salman krónprins standandi lófaklapp í dag. Á sama tíma voru fluttar fréttir af því að líkamsleifar Jamals Khashoggi væru mögulega komnar í leitirnar. 23. október 2018 15:59 Trump segir sádi-arabíska krónprinsinn mögulega viðriðinn morðið á Khashoggi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur í fyrsta sinn látið hafa eftir sér að Mohammed bin Salman, sádi-arabíski krónprinsinn, geti mögulega verið viðriðinn morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi sem myrtur var í byrjun október í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 24. október 2018 09:51 Forstjóri CIA heyrði upptöku af morðinu á Khashoggi Upptaka sem Tyrkir hafa er sögð varpa ljósi á hvernig sádiarabíski blaða- og andófsmaðurinn var pyntaður og myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. 25. október 2018 10:34 Óttast um líf sitt eftir morð Khashoggi Tveir sádiarabískir stjórnarandstæðingar, sem eru á flótta utan heimalandsins, fordæma stjórnarhætti krónprinsins harðlega í viðtali við Fréttablaðið. Andstæðingar prinsins óttast um líf sitt eftir morðið á Jamal Khashoggi. 27. október 2018 08:00 Sádar segja nú morðið á Khashoggi að yfirlögðu ráði Enn breytast skýringar Sáda á því hvernig dauða Jamals Khashoggi bar að. 25. október 2018 12:06 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Trump segir morð Khashoggi vera eina af verstu yfirhylmingum sögunnar Donald Trump býst við því að fá skýrslu um morðið á næstunni. 23. október 2018 21:11
Forstjóri CIA á leið til Tyrklands vegna morðsins á Khashoggi Gestir á ráðstefnu Sáda gáfu Mohammed bin Salman krónprins standandi lófaklapp í dag. Á sama tíma voru fluttar fréttir af því að líkamsleifar Jamals Khashoggi væru mögulega komnar í leitirnar. 23. október 2018 15:59
Trump segir sádi-arabíska krónprinsinn mögulega viðriðinn morðið á Khashoggi Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur í fyrsta sinn látið hafa eftir sér að Mohammed bin Salman, sádi-arabíski krónprinsinn, geti mögulega verið viðriðinn morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi sem myrtur var í byrjun október í kjölfar heimsóknar á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi. 24. október 2018 09:51
Forstjóri CIA heyrði upptöku af morðinu á Khashoggi Upptaka sem Tyrkir hafa er sögð varpa ljósi á hvernig sádiarabíski blaða- og andófsmaðurinn var pyntaður og myrtur á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl. 25. október 2018 10:34
Óttast um líf sitt eftir morð Khashoggi Tveir sádiarabískir stjórnarandstæðingar, sem eru á flótta utan heimalandsins, fordæma stjórnarhætti krónprinsins harðlega í viðtali við Fréttablaðið. Andstæðingar prinsins óttast um líf sitt eftir morðið á Jamal Khashoggi. 27. október 2018 08:00
Sádar segja nú morðið á Khashoggi að yfirlögðu ráði Enn breytast skýringar Sáda á því hvernig dauða Jamals Khashoggi bar að. 25. október 2018 12:06