Breskur milljarðamæringur með Íslandstengsl sakaður um kynferðisbrot Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2018 15:29 Green hefur áður verið sakaður um eineltistilburði gegn starfsmönnum, sérstaklega konum. Vísir/EPA Breskur þingmaður fullyrti í dag að Philip Green, milljarðamæringur á smásölumarkaði, væri kaupsýslumaðurinn sem sakaður er um kynferðisofbeldi og kynþáttaníð í garð starfsmanna sinna. Dagblaðið sem birti ásakanirnar hefur ekki mátt birta nafn hans vegna lögbanns. Telegraph sagði frá meintum brotum ónefnds kaupsýslumanns á þriðjudag. Hann hafi lagt starfsfólk sitt í einelti, hótað því og áreitt kynferðislega. Lögbann sem dómstóll lagði á að kröfu kaupsýslumannsins meinar blaðinu hins vegar að birta nafn mannsins og frekari upplýsingar um meint brot hans. Peter Hain, þingmaður í lávarðadeild breska þingsins, fullyrðir hins vegar að ónefndi kaupsýslumaðurinn væri Green, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sagði Hain að honum hafi borið skylda til að upplýsa um nafn Green í ljósi alvarleika ásakananna. Green er stjórnarformaður Arcadia-hópsins, verslunarveldis sem á meðal annars verslanir eins og Topshop, Topman, Wallis, Evans, Miss Selfridge og Dorothy Perkins. Breski kaupsýslumaðurinn hefur verið félagi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar um árabil. Um tíma stóð jafnvel til að Jón Ásgeir fjárfesti í Arcadia. Eftir bankahrunið á Íslandi var Green sagður hafa lýst yfir áhuga á að kaupa skuldir Baugs með allt að 95 prósenta afslætti af skilanefndum Kaupþings og Landsbankans eftir fall viðskiptabankanna á haustdögum 2008. Ekkert varð hins vegar af því. MeToo Tengdar fréttir Nálægt því að eignast Marks & Spencer Sir Philip Green er í nýrri bók sagður hafa verið nálægt því að eignast bresku verslanakeðjuna Marks & Spencer árið 2004. Hann féll frá tilboði sínu þar sem hann taldi sig ekki eiga stuðning stjórnarinnar vísan. 27. júní 2018 08:00 Philip Green vill selja Topshop Eignasafn Arcadia telur um 2.800 verslanir um heiminn. 19. febrúar 2018 06:00 Íslandsvinur ráðleggur breskum stjórnvöldum í ríkisfjármálum Íslandsvinurinn Philip Green mun í næsta mánuði skila breskum stjórnvöldum niðurskurðartillögum sem teymi á hans vegum hefur unnið fyrir hið opinbera í Bretlandi. 26. september 2010 21:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps Sjá meira
Breskur þingmaður fullyrti í dag að Philip Green, milljarðamæringur á smásölumarkaði, væri kaupsýslumaðurinn sem sakaður er um kynferðisofbeldi og kynþáttaníð í garð starfsmanna sinna. Dagblaðið sem birti ásakanirnar hefur ekki mátt birta nafn hans vegna lögbanns. Telegraph sagði frá meintum brotum ónefnds kaupsýslumanns á þriðjudag. Hann hafi lagt starfsfólk sitt í einelti, hótað því og áreitt kynferðislega. Lögbann sem dómstóll lagði á að kröfu kaupsýslumannsins meinar blaðinu hins vegar að birta nafn mannsins og frekari upplýsingar um meint brot hans. Peter Hain, þingmaður í lávarðadeild breska þingsins, fullyrðir hins vegar að ónefndi kaupsýslumaðurinn væri Green, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sagði Hain að honum hafi borið skylda til að upplýsa um nafn Green í ljósi alvarleika ásakananna. Green er stjórnarformaður Arcadia-hópsins, verslunarveldis sem á meðal annars verslanir eins og Topshop, Topman, Wallis, Evans, Miss Selfridge og Dorothy Perkins. Breski kaupsýslumaðurinn hefur verið félagi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar um árabil. Um tíma stóð jafnvel til að Jón Ásgeir fjárfesti í Arcadia. Eftir bankahrunið á Íslandi var Green sagður hafa lýst yfir áhuga á að kaupa skuldir Baugs með allt að 95 prósenta afslætti af skilanefndum Kaupþings og Landsbankans eftir fall viðskiptabankanna á haustdögum 2008. Ekkert varð hins vegar af því.
MeToo Tengdar fréttir Nálægt því að eignast Marks & Spencer Sir Philip Green er í nýrri bók sagður hafa verið nálægt því að eignast bresku verslanakeðjuna Marks & Spencer árið 2004. Hann féll frá tilboði sínu þar sem hann taldi sig ekki eiga stuðning stjórnarinnar vísan. 27. júní 2018 08:00 Philip Green vill selja Topshop Eignasafn Arcadia telur um 2.800 verslanir um heiminn. 19. febrúar 2018 06:00 Íslandsvinur ráðleggur breskum stjórnvöldum í ríkisfjármálum Íslandsvinurinn Philip Green mun í næsta mánuði skila breskum stjórnvöldum niðurskurðartillögum sem teymi á hans vegum hefur unnið fyrir hið opinbera í Bretlandi. 26. september 2010 21:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Fleiri fréttir Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps Sjá meira
Nálægt því að eignast Marks & Spencer Sir Philip Green er í nýrri bók sagður hafa verið nálægt því að eignast bresku verslanakeðjuna Marks & Spencer árið 2004. Hann féll frá tilboði sínu þar sem hann taldi sig ekki eiga stuðning stjórnarinnar vísan. 27. júní 2018 08:00
Philip Green vill selja Topshop Eignasafn Arcadia telur um 2.800 verslanir um heiminn. 19. febrúar 2018 06:00
Íslandsvinur ráðleggur breskum stjórnvöldum í ríkisfjármálum Íslandsvinurinn Philip Green mun í næsta mánuði skila breskum stjórnvöldum niðurskurðartillögum sem teymi á hans vegum hefur unnið fyrir hið opinbera í Bretlandi. 26. september 2010 21:00