22 milljónir á dag … Katrín Atladóttir skrifar 25. október 2018 08:00 Meirihluti borgarstjórnar í Reykjavík felldi nýlega tillögu mína um lægri skatta á atvinnuhúsnæði. Skattar og gjöld borgarinnar eru flest í lögbundnu hámarki. Samt hækkuðu skuldir á síðasta kjörtímabili um 36 milljarða eða tæp 60%. Nýr meirihluti siglir áhyggjulaus sömu leið, því skuldir borgarsjóðs hafa vaxið um 650 milljónir á mánuði frá áramótum, eða um rúmar 22 milljónir á hverjum einasta degi það sem af er ári. Þrátt fyrir mikla árlega tekjuaukningu aukast útgjöldin enn hraðar og þeir sjá sem vilja, að rekstur borgarinnar er ekki sjálfbær. Hinir fjölmörgu og stóru tekjustofnar duga samt ekki borginni. Í stað þess að lækka gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur og rýmka þar með fjárráð borgarbúa er áætlað að borgin greiði sér 14 milljarða króna í arð á næstu fjórum árum. Gjaldskrárhækkanir fyrri ára eru með óbeinum hætti orðnar tekjustofn borgarinnar. Eru þá ótaldir íþyngjandi eignaskattar sem hækka leiguverð og minnka áhuga fyrirtækja og fólks á að búa og starfa í borginni. Hækkun eignaverðs skilar sér því miður ekki sjálfkrafa í veski borgarbúa í lok mánaðar. Nálgun Reykjavíkurborgar ætti að vera að skilgreina lögbundin verkefni sín, kostnaðargreina þau og afla síðan þeirra tekna sem til þarf. Meirihlutinn í borginni snýr þessu alveg á haus. Spáð er hversu mikið skattgreiðslur borgarbúa og fyrirtækja aukast og hversu mikið má auka skuldir. Þeim fjármunum er síðan ráðstafað í verkefni sem sátt ríkir um en ekki síður hin, sem alls engin sátt ríkir um. Nokkur þeirra hafa verið í umræðunni síðustu vikur en skyldu þau vera fleiri? Nauðsynlegt er að tryggja að umsvif borgarinnar fari ekki úr böndunum. Fylgjast þarf með að grunnþjónustu sé sinnt vel en fjármunum ekki ráðstafað óvarlega. Þannig mætti sleppa ýmsum fasteignaverkefnum og spara umtalsverða fjármuni. Við höfum upplifað góðæri síðustu ár. En þessi ósjálfbæra útgjalda- og skuldaaukning kemur í bakið á borgarbúum þegar hægir á hagkerfinu. Skattheimtu verður að stilla í hóf svo fólk haldi eftir þeim fjármunum sem ekki er brýn þörf á í samneysluna. Nú þegar hillir undir samdrátt í hagkerfinu eru skattalækkanir besta kjarabótin, því fáir fara betur með skattfé en greiðendur þess.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Katrín Atladóttir Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Meirihluti borgarstjórnar í Reykjavík felldi nýlega tillögu mína um lægri skatta á atvinnuhúsnæði. Skattar og gjöld borgarinnar eru flest í lögbundnu hámarki. Samt hækkuðu skuldir á síðasta kjörtímabili um 36 milljarða eða tæp 60%. Nýr meirihluti siglir áhyggjulaus sömu leið, því skuldir borgarsjóðs hafa vaxið um 650 milljónir á mánuði frá áramótum, eða um rúmar 22 milljónir á hverjum einasta degi það sem af er ári. Þrátt fyrir mikla árlega tekjuaukningu aukast útgjöldin enn hraðar og þeir sjá sem vilja, að rekstur borgarinnar er ekki sjálfbær. Hinir fjölmörgu og stóru tekjustofnar duga samt ekki borginni. Í stað þess að lækka gjaldskrá Orkuveitu Reykjavíkur og rýmka þar með fjárráð borgarbúa er áætlað að borgin greiði sér 14 milljarða króna í arð á næstu fjórum árum. Gjaldskrárhækkanir fyrri ára eru með óbeinum hætti orðnar tekjustofn borgarinnar. Eru þá ótaldir íþyngjandi eignaskattar sem hækka leiguverð og minnka áhuga fyrirtækja og fólks á að búa og starfa í borginni. Hækkun eignaverðs skilar sér því miður ekki sjálfkrafa í veski borgarbúa í lok mánaðar. Nálgun Reykjavíkurborgar ætti að vera að skilgreina lögbundin verkefni sín, kostnaðargreina þau og afla síðan þeirra tekna sem til þarf. Meirihlutinn í borginni snýr þessu alveg á haus. Spáð er hversu mikið skattgreiðslur borgarbúa og fyrirtækja aukast og hversu mikið má auka skuldir. Þeim fjármunum er síðan ráðstafað í verkefni sem sátt ríkir um en ekki síður hin, sem alls engin sátt ríkir um. Nokkur þeirra hafa verið í umræðunni síðustu vikur en skyldu þau vera fleiri? Nauðsynlegt er að tryggja að umsvif borgarinnar fari ekki úr böndunum. Fylgjast þarf með að grunnþjónustu sé sinnt vel en fjármunum ekki ráðstafað óvarlega. Þannig mætti sleppa ýmsum fasteignaverkefnum og spara umtalsverða fjármuni. Við höfum upplifað góðæri síðustu ár. En þessi ósjálfbæra útgjalda- og skuldaaukning kemur í bakið á borgarbúum þegar hægir á hagkerfinu. Skattheimtu verður að stilla í hóf svo fólk haldi eftir þeim fjármunum sem ekki er brýn þörf á í samneysluna. Nú þegar hillir undir samdrátt í hagkerfinu eru skattalækkanir besta kjarabótin, því fáir fara betur með skattfé en greiðendur þess.Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun