Með ljósin kveikt Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 25. október 2018 08:00 Haustið er erfiður tími fyrir okkur myrkfælna fólkið. Í myrkrinu leynast hætturnar nefnilega nokkurn veginn alls staðar. Auðvitað er til það fólk sem finnst rökkrið huggulegt og við kertaljós vopnuð nokkrum rauðvínsflöskum getur það svo sem verið. Flestar stundir sitjum við samt stjörf af hræðslu, viðbúin hinu allra versta. Það þarf að opna umræðuna um okkur sem sofum með ljósið kveikt á svefnherbergisganginum. Þvoum þvottinn að morgni því við höfum ekki taugar í þvottahúsið í kjallaranum á kvöldin. Förum helst ekki út eftir rökkur nema að tala við einhvern í síma. Horfum ekki á draugamyndir eða einhvern skepnuskap í sjónvarpinu á kvöldin því söguhetjurnar eiga það til að verða eftir í stofunni þegar myrkrið skellur á. Lítum ekki Bruce Willis sömu augum eftir að hann reyndist draugur í einni bíómyndinni. Getum ekki treyst honum. Og getum ekki sofið með drauga gangandi um stofuna. Auðvitað fer maður ekki alveg óundirbúinn inn í haustið, því hætturnar hafa leynst víðar. Sem barn hræddist ég unglinga. Í dag frekar tölvupóst. Finnst erfitt að ýta á send því pósturinn gæti farið eitthvert vitlaust. (Hef óvart sent fundarboð á hálft stjórnkerfið sem og starfsmenn Reykjavíkurborgar og er að vinna mig frá þeim kvíða.) Hræðist hurðir á almenningssalernum og kíki ofan í klósettskálar, þar gætu leynst rottur. Hræðist lífsógnandi smit sem Google-leitin sefar sjaldnast óttann við. Er hrædd við hákarla í sundi en sit örugg í heita pottinum og fylgist með hvort kríur sjáist á flugi. Ég fer varlega í lífinu og vil ekki glannaskap. Og þó ég geti kannski ekki synt mér til heilsubótar hleyp ég allt sem ég fer á haustin. Logandi hrædd að vísu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Haustið er erfiður tími fyrir okkur myrkfælna fólkið. Í myrkrinu leynast hætturnar nefnilega nokkurn veginn alls staðar. Auðvitað er til það fólk sem finnst rökkrið huggulegt og við kertaljós vopnuð nokkrum rauðvínsflöskum getur það svo sem verið. Flestar stundir sitjum við samt stjörf af hræðslu, viðbúin hinu allra versta. Það þarf að opna umræðuna um okkur sem sofum með ljósið kveikt á svefnherbergisganginum. Þvoum þvottinn að morgni því við höfum ekki taugar í þvottahúsið í kjallaranum á kvöldin. Förum helst ekki út eftir rökkur nema að tala við einhvern í síma. Horfum ekki á draugamyndir eða einhvern skepnuskap í sjónvarpinu á kvöldin því söguhetjurnar eiga það til að verða eftir í stofunni þegar myrkrið skellur á. Lítum ekki Bruce Willis sömu augum eftir að hann reyndist draugur í einni bíómyndinni. Getum ekki treyst honum. Og getum ekki sofið með drauga gangandi um stofuna. Auðvitað fer maður ekki alveg óundirbúinn inn í haustið, því hætturnar hafa leynst víðar. Sem barn hræddist ég unglinga. Í dag frekar tölvupóst. Finnst erfitt að ýta á send því pósturinn gæti farið eitthvert vitlaust. (Hef óvart sent fundarboð á hálft stjórnkerfið sem og starfsmenn Reykjavíkurborgar og er að vinna mig frá þeim kvíða.) Hræðist hurðir á almenningssalernum og kíki ofan í klósettskálar, þar gætu leynst rottur. Hræðist lífsógnandi smit sem Google-leitin sefar sjaldnast óttann við. Er hrædd við hákarla í sundi en sit örugg í heita pottinum og fylgist með hvort kríur sjáist á flugi. Ég fer varlega í lífinu og vil ekki glannaskap. Og þó ég geti kannski ekki synt mér til heilsubótar hleyp ég allt sem ég fer á haustin. Logandi hrædd að vísu.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun