Í ávarpi sínu segir Antónío Guterres:
„Dagur Sameinuðu þjóðanna er haldinn á afmælisdegi stofnskrár okkar. Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna er tímamótaskjal þar sem teknar eru saman vonir, draumar og óskir „okkar, hinna Sameinuðu þjóða.“
Á hverjum degi leitast karlar og konur Sameinuðu þjóðanna við að gefa sáttmálanum áþreifanlegt inntak.
Þrátt fyrir erfiðleika og mótlæti, gefumst við aldrei upp.
Sárasta fátækt er á undanhaldi en við horfum upp á vaxandi ójöfnuð.
Samt gefumst við ekki upp, því við vitum að með því að minnka ójöfnuð glæðum við vonir og tækifæri og frið í heiminum.
Mannréttindi eru víða brotin. En við gefumst ekki upp því við vitum að virðing fyrir mannréttindum og mannlegri reisn eru frumforsendur friðar.
Átökum fjölgar – fólk líður þjáningar. En við gefumst ekki upp því við vitum að hver karl, kona og barn á skilið að lifa í friði.
Við skulum endurnýja heit okkar á degi Sameinuðu þjóðanna.
Að endurheimta glatað traust.
Að græða sár jarðar.
Að skilja engan eftir.
Að viðhalda virðingu allra, sem sameinaðar þjóðir.”
(þýðing: UNRIC, Upplýsingaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna)
‘Never give up’: UN chief urges all who serve, marking UN Day
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.