Tuttugu slösuðust í rúllustigaslysi í Róm Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. október 2018 23:43 Flestir hinna slösuðu eru stuðningsmenn rússneska fótboltafélagsins CSKA Moskva sem voru í Róm til að fylgjast með liðinu sínu etja kappi við Roma. Vísir/ap Tuttugu manns eru slasaðir og þar af sjö alvarlega eftir að rúllustigi hrundi í neðanjarðarlestarstöð í Róm á Ítalíu. Rétt áður en rúllustiginn hrundi jókst hraðinn með þeim afleiðingum að fólkið hrasaði í stiganum. Viðbragðsaðilar hafa girt neðanjarðarlestarstöðina af til að rannsaka tildrög slyssins og til að koma hinum slösuðu á sjúkrahús. Giampietro Boscaino, slökkviliðsstjóri, sagði aðkomuna hrikalega. „Við fundum fólk í hrúgu við enda rúllustigans.“ „Fólk lá hvert ofan á öðru og fálmaði eftir hjálp. Það átti í margvíslegum meiðslum eftir að hafa hrasað í rúllustiganum sem var allur snúinn,“ sagði slökkviliðsstjórinn. Flestir hinna slösuðu eru stuðningsmenn rússneska fótboltaliðsins CSKA Moskva sem höfðu ferðast til Rómar til að sjá liðið sitt etja kappi við Roma í Meistaradeild Evrópu. Viðbragðsaðilar hafa girt neðanjarðarlestarstöðina af til að rannsaka tildrög slyssins.vísir/apÞess má geta að íslensku leikmennirnir Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson leika með rússneska félaginu CSKA Moskva og voru inn á allan tíman en liðið tapaði 3-0 fyrir Roma.Fréttastofa AP hefur eftir borgarstjóra Rómar, Virginiu Raggi, að sjónarvottar hefðu greint frá því að fólk hefði verið að hoppa og dansa í rúllustiganum rétt áður en hann hrundi. Þá sagði fulltrúi samgöngumála í Róm að viðhald og eftirlit með rúllustigum neðanjarðarlestastöðva í borginni færi fram mánaðarlega. Auk rúllustigans sem hrundi kastaðist í kekki á milli stuðningsmanna CSKA og Roma með þeim afleiðingum að stuðningsmaður CSKA var stunginn með eggvopni fyrir framan leikvanginn Stadio Olimpico. Um 1.500 stuðningsmenn CSKA mættu á leikinn.В Риме перед матчем #РомаЦСКА на одной из центральных станций метро вышел из строя эскалатор с болельщиками, есть серьёзно пострадавшие (с) pic.twitter.com/4hslg9ySBt— Фанаты ЦСКА★RBWorld (@RBWorldorg) October 23, 2018 Ítalía Tengdar fréttir Hörður og Arnór spiluðu allan leikinn í tapi í Róm Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon spiluðu allan leikinn er CSKA Moskva tapaði 3-0 fyrir Roma á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 23. október 2018 20:45 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Tuttugu manns eru slasaðir og þar af sjö alvarlega eftir að rúllustigi hrundi í neðanjarðarlestarstöð í Róm á Ítalíu. Rétt áður en rúllustiginn hrundi jókst hraðinn með þeim afleiðingum að fólkið hrasaði í stiganum. Viðbragðsaðilar hafa girt neðanjarðarlestarstöðina af til að rannsaka tildrög slyssins og til að koma hinum slösuðu á sjúkrahús. Giampietro Boscaino, slökkviliðsstjóri, sagði aðkomuna hrikalega. „Við fundum fólk í hrúgu við enda rúllustigans.“ „Fólk lá hvert ofan á öðru og fálmaði eftir hjálp. Það átti í margvíslegum meiðslum eftir að hafa hrasað í rúllustiganum sem var allur snúinn,“ sagði slökkviliðsstjórinn. Flestir hinna slösuðu eru stuðningsmenn rússneska fótboltaliðsins CSKA Moskva sem höfðu ferðast til Rómar til að sjá liðið sitt etja kappi við Roma í Meistaradeild Evrópu. Viðbragðsaðilar hafa girt neðanjarðarlestarstöðina af til að rannsaka tildrög slyssins.vísir/apÞess má geta að íslensku leikmennirnir Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson leika með rússneska félaginu CSKA Moskva og voru inn á allan tíman en liðið tapaði 3-0 fyrir Roma.Fréttastofa AP hefur eftir borgarstjóra Rómar, Virginiu Raggi, að sjónarvottar hefðu greint frá því að fólk hefði verið að hoppa og dansa í rúllustiganum rétt áður en hann hrundi. Þá sagði fulltrúi samgöngumála í Róm að viðhald og eftirlit með rúllustigum neðanjarðarlestastöðva í borginni færi fram mánaðarlega. Auk rúllustigans sem hrundi kastaðist í kekki á milli stuðningsmanna CSKA og Roma með þeim afleiðingum að stuðningsmaður CSKA var stunginn með eggvopni fyrir framan leikvanginn Stadio Olimpico. Um 1.500 stuðningsmenn CSKA mættu á leikinn.В Риме перед матчем #РомаЦСКА на одной из центральных станций метро вышел из строя эскалатор с болельщиками, есть серьёзно пострадавшие (с) pic.twitter.com/4hslg9ySBt— Фанаты ЦСКА★RBWorld (@RBWorldorg) October 23, 2018
Ítalía Tengdar fréttir Hörður og Arnór spiluðu allan leikinn í tapi í Róm Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon spiluðu allan leikinn er CSKA Moskva tapaði 3-0 fyrir Roma á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 23. október 2018 20:45 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Hörður og Arnór spiluðu allan leikinn í tapi í Róm Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon spiluðu allan leikinn er CSKA Moskva tapaði 3-0 fyrir Roma á útivelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 23. október 2018 20:45