99 á aldrinum 18-25 bíða eftir að komast að á Vogi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. október 2018 19:06 Um hundrað ungmenni á aldrinum 18 til 25 ára eru á biðlista eftir að komast að á sjúkarhúsinu Vogi. Úrræðum fyrir börn undir 18 ára aldri hefur fækkað undanfarin tíu ár að sögn móður drengs sem glímdi við fíknivanda. Samkvæmt upplýsingum frá SÁÁ bíða nú 602 einstaklingar eftir að komast að á Vogi. Þar af munu 95 komast að á næstu 2 til 3 vikum. Af þeim rúmlega 600 sem bíða eru 99 ungmenni undir 25 ára aldri og átján þeirra komast að á næstu vikum. Börn undir 18 ára aldri fara aftur á móti aldrei á biðlista. Oftast er þá um að ræða bráðainnlagnir að beiðni foreldra eða barnaverndaryfirvalda.Tíminn skiptir sköpum Arna Sif Jónsdóttir situr í stjórn olnbogabarna, samtaka aðstandenda ungmenna í áhættuhegðun og neyslu. „Á vegum Barnaverndarstofu eru í dag þrjú úrræði. Það er sem sagt Lækjarbakki sem er fyrir bæði kynin, Laugaland sem er eingöngu fyrir stúlkur og síðan er meðferðargangur Stuðla,“ segir Arna. Samtökin hafa borið saman þau úrræði sem voru til staðar á árunum 2008 og 2009 við það sem nú er. „Þeim hefur bara fækkað, fækkað mikið. Þau voru sjö sem sagt og í dag eru þrjú.“ Þessi þrjú úrræði bjóði samtals upp á 18 lengri tíma meðferðarpláss. Á sama tíma hafi vandinn aftur á móti farið vaxandi og Arna segir dæmi um að ungmenni hafi þurft að bíða í allt að fjóra mánuði eftir úrræði. „Fjórir mánuðir er rosalega langur tími í lífi 14 eða 15 ára barns sem er byrjað í einhvers konar fikti eða neyslu, það getur versnað mjög mikið.“ Tíminn sem líði geti skipt sköpum, jafnvel upp á líf og dauða. „Það munar bara um eina pillu. Þau eru bara í lífshættu allan daginn þessir krakkar og það eru ekki bara krakkarnir, það er líka öll fjölskyldan sem liggur undir. Það eru yngri systkini, foreldrar, við erum að sjá foreldra sem hreinlega brenna bara út við að reyna að bjarga barninu sínu,“ segir Arna. Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Um hundrað ungmenni á aldrinum 18 til 25 ára eru á biðlista eftir að komast að á sjúkarhúsinu Vogi. Úrræðum fyrir börn undir 18 ára aldri hefur fækkað undanfarin tíu ár að sögn móður drengs sem glímdi við fíknivanda. Samkvæmt upplýsingum frá SÁÁ bíða nú 602 einstaklingar eftir að komast að á Vogi. Þar af munu 95 komast að á næstu 2 til 3 vikum. Af þeim rúmlega 600 sem bíða eru 99 ungmenni undir 25 ára aldri og átján þeirra komast að á næstu vikum. Börn undir 18 ára aldri fara aftur á móti aldrei á biðlista. Oftast er þá um að ræða bráðainnlagnir að beiðni foreldra eða barnaverndaryfirvalda.Tíminn skiptir sköpum Arna Sif Jónsdóttir situr í stjórn olnbogabarna, samtaka aðstandenda ungmenna í áhættuhegðun og neyslu. „Á vegum Barnaverndarstofu eru í dag þrjú úrræði. Það er sem sagt Lækjarbakki sem er fyrir bæði kynin, Laugaland sem er eingöngu fyrir stúlkur og síðan er meðferðargangur Stuðla,“ segir Arna. Samtökin hafa borið saman þau úrræði sem voru til staðar á árunum 2008 og 2009 við það sem nú er. „Þeim hefur bara fækkað, fækkað mikið. Þau voru sjö sem sagt og í dag eru þrjú.“ Þessi þrjú úrræði bjóði samtals upp á 18 lengri tíma meðferðarpláss. Á sama tíma hafi vandinn aftur á móti farið vaxandi og Arna segir dæmi um að ungmenni hafi þurft að bíða í allt að fjóra mánuði eftir úrræði. „Fjórir mánuðir er rosalega langur tími í lífi 14 eða 15 ára barns sem er byrjað í einhvers konar fikti eða neyslu, það getur versnað mjög mikið.“ Tíminn sem líði geti skipt sköpum, jafnvel upp á líf og dauða. „Það munar bara um eina pillu. Þau eru bara í lífshættu allan daginn þessir krakkar og það eru ekki bara krakkarnir, það er líka öll fjölskyldan sem liggur undir. Það eru yngri systkini, foreldrar, við erum að sjá foreldra sem hreinlega brenna bara út við að reyna að bjarga barninu sínu,“ segir Arna.
Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent