Samstaða og barátta í sextíu ár Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 23. október 2018 07:00 Í dag eru nákvæmlega 60 ár liðin frá stofnun Bandalags háskólamanna. Stofnfundurinn var haldinn í Háskóla Íslands 23. október 1958. Tilgangurinn með stofnun bandalagsins var einkum að efla samheldni háskólamenntaðs fólks á Íslandi og gæta hagsmuna þess gagnvart innlendum og erlendum aðilum. Óhætt er að segja að tilgangur bandalagsins sé enn sá sami og í upphafi, þótt markmið okkar og viðfangsefni séu fleiri og fjölbreyttari nú en þau voru fyrir 60 árum. Á fyrstu áratugunum eftir stofnun BHM fór mikið púður í baráttuna fyrir samningsrétti og verkfallsrétti aðildarfélaga bandalagsins. Samningsrétturinn fékkst árið 1973 og takmarkaður verkfallsréttur árið 1986. Þegar þessum réttindum hafði verið náð gátu stéttarfélögin loks beitt sér af fullum þunga í kjara- og réttindabaráttunni. Á þeim vettvangi hafa ýmsir sigrar náðst á þessum 60 árum. Oft hafa aðildarfélög BHM þurft að hafa mikið fyrir því að sækja kjara- og réttindabætur og ekki hafa allir slagir unnist. Heilt á litið getum við þó verið stolt af þeim árangri sem starf okkar hefur skilað. Segja má að BHM hafi verið stofnað í öðrum heimi en þeim sem við nú lifum í. Þá var háskólanám forréttindi fárra, oftast karla, og námsframboð fábreytt hér á landi. Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar hófst sókn kvenna inn á vinnumarkaðinn og til mennta. Sú hljóðláta bylting gjörbreytti stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Námslán hafa einnig gert það að verkum að háskólanám er flestum aðgengilegt. Önnur hljóðlát en áhrifarík bylting gengur nú yfir heiminn. Hún kallast fjórða iðnbyltingin. Nú sem fyrr þarf háskólafólk að standa í fararbroddi tækniframfara og nýsköpunar og sjá til þess að þær nýtist samfélaginu öllu til góðs. BHM mun sem fyrr standa vörð um grundvallarréttindi launafólks á vinnumarkaði og á sama tíma brýna stjórnvöld til þess að virkja þekkingu, mannauð og hugvit til framfara fyrir landsmenn alla. Ég óska aðildarfélögum BHM og félagsmönnum þeirra til hamingju með 60 ára afmæli BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag eru nákvæmlega 60 ár liðin frá stofnun Bandalags háskólamanna. Stofnfundurinn var haldinn í Háskóla Íslands 23. október 1958. Tilgangurinn með stofnun bandalagsins var einkum að efla samheldni háskólamenntaðs fólks á Íslandi og gæta hagsmuna þess gagnvart innlendum og erlendum aðilum. Óhætt er að segja að tilgangur bandalagsins sé enn sá sami og í upphafi, þótt markmið okkar og viðfangsefni séu fleiri og fjölbreyttari nú en þau voru fyrir 60 árum. Á fyrstu áratugunum eftir stofnun BHM fór mikið púður í baráttuna fyrir samningsrétti og verkfallsrétti aðildarfélaga bandalagsins. Samningsrétturinn fékkst árið 1973 og takmarkaður verkfallsréttur árið 1986. Þegar þessum réttindum hafði verið náð gátu stéttarfélögin loks beitt sér af fullum þunga í kjara- og réttindabaráttunni. Á þeim vettvangi hafa ýmsir sigrar náðst á þessum 60 árum. Oft hafa aðildarfélög BHM þurft að hafa mikið fyrir því að sækja kjara- og réttindabætur og ekki hafa allir slagir unnist. Heilt á litið getum við þó verið stolt af þeim árangri sem starf okkar hefur skilað. Segja má að BHM hafi verið stofnað í öðrum heimi en þeim sem við nú lifum í. Þá var háskólanám forréttindi fárra, oftast karla, og námsframboð fábreytt hér á landi. Á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar hófst sókn kvenna inn á vinnumarkaðinn og til mennta. Sú hljóðláta bylting gjörbreytti stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Námslán hafa einnig gert það að verkum að háskólanám er flestum aðgengilegt. Önnur hljóðlát en áhrifarík bylting gengur nú yfir heiminn. Hún kallast fjórða iðnbyltingin. Nú sem fyrr þarf háskólafólk að standa í fararbroddi tækniframfara og nýsköpunar og sjá til þess að þær nýtist samfélaginu öllu til góðs. BHM mun sem fyrr standa vörð um grundvallarréttindi launafólks á vinnumarkaði og á sama tíma brýna stjórnvöld til þess að virkja þekkingu, mannauð og hugvit til framfara fyrir landsmenn alla. Ég óska aðildarfélögum BHM og félagsmönnum þeirra til hamingju með 60 ára afmæli BHM.
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson Skoðun
Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir Skoðun