Bandaríkjastjórn íhugar að þurrka út skilgreininguna um transfólk Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. október 2018 16:21 Ríkisstjórn Donalds Trump er nú með það til skoðunar að taka til baka ýmsar breytingar á réttindum þeirra sem vilja fá að skilgreina kyn sitt öðruvísi en líffræðilegt kyn þeirra. Vísir/Getty Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta skoðar nú að breyta því á hvaða vegu kyn einstaklinga skilgreinist. Endurskilgreiningin myndi fela í sér að allir Bandaríkjamenn skilgreindust sem annað hvort karlar eða konur, í samræmi við líffræðilegt kyn þeirra við fæðingu. Breytingin myndi hafa víðtæk áhrif á fjölda manns, en talið er að um ein og hálf milljón Bandaríkjamanna kjósi að skilgreina sig sem annað kyn en líffræðilegt kyn þeirra gefur til kynna. Samkvæmt minnisblaði frá heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem New York Times hefur undir höndum, mun lagalegri skilgreiningu kyns verða breytt á þann veg að allir Bandaríkjamenn teljist til þess kyns sem kynfæri þeirra gefa til kynna við fæðingu. Ekki verði hægt að breyta þeirri skilgreiningu nema með óyggjandi niðurstöðum erfðafræðiprófana. Í minnisblaðinu, sem skrifað var í vor, er kyn skilgreint sem „staða einstaklings sem annað hvort karl eða kona sem byggist á óbreytilegum líffræðilegum eiginleikum, greinanlegum fyrir eða við fæðingu.“ Á síðasta ári tjáði Bandaríkjaforseti sig um málefni transfólks í hernum, en þá tísti hann því að ekki megi leggja „gríðarlegan lækniskostnað og truflun“ sem transfólk hefði í för með sér á herðar hernum. Þá staðfesti Trump bannið fyrr á þessu ári.Sjá einnig: Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustuÁ undanförnum árum hafa ýmsar breytingar orðið á réttindum þeirra sem skilgreina sig sem annað en sitt líffræðilega kyn, en það var í stjórnartíð Baracks Obama. Þá var transfólki gert mun auðveldara að skilgreina eigið kyn. Stefna stjórnar Obama vakti upp miklar og heitar umræður í Bandaríkjunum um rétt transfólks á sviðum þar sem litið var á kyn sem val á milli tveggja kosta, það er karlkyns og kvenkyns. Meðal þess sem bar hæst í þeirri umræðu var réttur fólks til þess að nota almenningssalerni og búningsklefa sem samræmdist þeirra skilgreinda kyni. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Enn leggur Trump til takmarkanir á herþjónustu transfólks Transfólki verður formlega bannað að gegna herþjónustu en varnarmálaráðuneytið fær víðtæka heimild til að gera undantekningar. 24. mars 2018 08:23 Transfólk í Norður-Karólínu fær að velja salerni sem samræmist eigin kynvitund Í dómsorði segir að trans einstaklingar við háskólann hafi fært sannfærandi rök fyrir því að þeir muni hljóta óbætanlega skaða af því að vera þvingaðir til að nota almenningsklósett þvert á eigin kynvitund. 27. ágúst 2016 12:22 Leiðbeiningar gefnar út um bann við transfólki í Bandaríkjaher Bandaríska varnarmálaráðuneytið á að líta til hæfni transfólks til að gegna herþjónustu þegar það ákveður að leysa það frá störfum samkvæmt leiðbeiningum Hvíta hússins. 24. ágúst 2017 10:14 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta skoðar nú að breyta því á hvaða vegu kyn einstaklinga skilgreinist. Endurskilgreiningin myndi fela í sér að allir Bandaríkjamenn skilgreindust sem annað hvort karlar eða konur, í samræmi við líffræðilegt kyn þeirra við fæðingu. Breytingin myndi hafa víðtæk áhrif á fjölda manns, en talið er að um ein og hálf milljón Bandaríkjamanna kjósi að skilgreina sig sem annað kyn en líffræðilegt kyn þeirra gefur til kynna. Samkvæmt minnisblaði frá heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna, sem New York Times hefur undir höndum, mun lagalegri skilgreiningu kyns verða breytt á þann veg að allir Bandaríkjamenn teljist til þess kyns sem kynfæri þeirra gefa til kynna við fæðingu. Ekki verði hægt að breyta þeirri skilgreiningu nema með óyggjandi niðurstöðum erfðafræðiprófana. Í minnisblaðinu, sem skrifað var í vor, er kyn skilgreint sem „staða einstaklings sem annað hvort karl eða kona sem byggist á óbreytilegum líffræðilegum eiginleikum, greinanlegum fyrir eða við fæðingu.“ Á síðasta ári tjáði Bandaríkjaforseti sig um málefni transfólks í hernum, en þá tísti hann því að ekki megi leggja „gríðarlegan lækniskostnað og truflun“ sem transfólk hefði í för með sér á herðar hernum. Þá staðfesti Trump bannið fyrr á þessu ári.Sjá einnig: Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustuÁ undanförnum árum hafa ýmsar breytingar orðið á réttindum þeirra sem skilgreina sig sem annað en sitt líffræðilega kyn, en það var í stjórnartíð Baracks Obama. Þá var transfólki gert mun auðveldara að skilgreina eigið kyn. Stefna stjórnar Obama vakti upp miklar og heitar umræður í Bandaríkjunum um rétt transfólks á sviðum þar sem litið var á kyn sem val á milli tveggja kosta, það er karlkyns og kvenkyns. Meðal þess sem bar hæst í þeirri umræðu var réttur fólks til þess að nota almenningssalerni og búningsklefa sem samræmdist þeirra skilgreinda kyni.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Enn leggur Trump til takmarkanir á herþjónustu transfólks Transfólki verður formlega bannað að gegna herþjónustu en varnarmálaráðuneytið fær víðtæka heimild til að gera undantekningar. 24. mars 2018 08:23 Transfólk í Norður-Karólínu fær að velja salerni sem samræmist eigin kynvitund Í dómsorði segir að trans einstaklingar við háskólann hafi fært sannfærandi rök fyrir því að þeir muni hljóta óbætanlega skaða af því að vera þvingaðir til að nota almenningsklósett þvert á eigin kynvitund. 27. ágúst 2016 12:22 Leiðbeiningar gefnar út um bann við transfólki í Bandaríkjaher Bandaríska varnarmálaráðuneytið á að líta til hæfni transfólks til að gegna herþjónustu þegar það ákveður að leysa það frá störfum samkvæmt leiðbeiningum Hvíta hússins. 24. ágúst 2017 10:14 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Enn leggur Trump til takmarkanir á herþjónustu transfólks Transfólki verður formlega bannað að gegna herþjónustu en varnarmálaráðuneytið fær víðtæka heimild til að gera undantekningar. 24. mars 2018 08:23
Transfólk í Norður-Karólínu fær að velja salerni sem samræmist eigin kynvitund Í dómsorði segir að trans einstaklingar við háskólann hafi fært sannfærandi rök fyrir því að þeir muni hljóta óbætanlega skaða af því að vera þvingaðir til að nota almenningsklósett þvert á eigin kynvitund. 27. ágúst 2016 12:22
Leiðbeiningar gefnar út um bann við transfólki í Bandaríkjaher Bandaríska varnarmálaráðuneytið á að líta til hæfni transfólks til að gegna herþjónustu þegar það ákveður að leysa það frá störfum samkvæmt leiðbeiningum Hvíta hússins. 24. ágúst 2017 10:14