Rætur menningarinnar Silja Dögg Gunnarsdóttir og Jóhann Friðrik Friðriksson skrifar 21. október 2018 11:00 Bækur hafa fylgt íslensku þjóðinni alla tíð og hafa að geyma okkar helstu menningarverðmæti. Menningarlegt mikilvægi þeirra er ótvírætt og gildi þeirra fyrir íslenska tungu sömuleiðis. Samkvæmt Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) er íslenska eitt þeirra tungumála sem eru í hættu að glatast og því mikilvægt að hlúa að tungunni eins og frekast er unnt. Á þriðjudaginn var mælti mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, fyrir frumvarpi um stuðning við útgáfu bóka á íslensku. Íslensk bókaútgáfa hefur átt í vök að verjast en undanfarin tíu ár hefur bóksala dregist saman um 36% meðal annars vegna tæknibreytinga og örrar samfélagsþróunar. Það er brýnt fyrir fámenna þjóð eins og okkar að takast á við áskoranir sem þessar og snúa vörn í sókn. Frumvarpið sem um ræðir er stuðningur við útgáfu bóka á íslensku, sem heimilar endurgreiðslu 25% kostnaðar vegna útgáfu þeirra. Ráðgert er að verja til verkefnisins um 400 milljónum kr. frá og með árinu 2019 og gildir þá einu um hvort bókin er gefin út á prenti eða rafrænu formi. Þessi stuðningur er í takt við það endurgreiðslukerfi sem kvikmynda- og tónlistariðnaðurinn nýtur og hefur það gefið góða raun. Íslenskan í öndvegi Ríkisstjórnin hefur sett íslenskuna í öndvegi á þessu kjörtímabili. Til viðbótar við nýtt stuðningskerfi fyrir útgáfu bóka á íslensku má nefna máltækniverkefnið, sem mun gera íslenskuna gildandi í stafrænum heimi til framtíðar og gera komandi kynslóðum kleift að eiga samskipi við snjalltækin sín á íslensku. Þá hafa verið kynntar tillögur til þess að efla einkarekna fjölmiðla en enginn þarf að velkjast í vafa um mikilvægi þeirra í lýðræðisþjóðfélagi. Til allrar menningar þarf ræktun og allrar ræktunar þarf tíma. Fámenn þjóð sem okkar verður að hafa slíkt hugfast og vinna stöðugt að því að skapa hagfelld skilyrði fyrir blómlegt menningarlíf þar sem íslenskan er í brennidepli. Frumvarpið um stuðning við útgáfu bóka á íslensku er mikilvæg varða á þeirri leið og hvetur okkur áfram til dáða við að hlúa betur að rótum menningar okkar, sjálfu tungumálinu. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjödæmi Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar í Reykanesbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Silja Dögg Gunnarsdóttir Skóla - og menntamál Jóhann Friðrik Friðriksson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Bækur hafa fylgt íslensku þjóðinni alla tíð og hafa að geyma okkar helstu menningarverðmæti. Menningarlegt mikilvægi þeirra er ótvírætt og gildi þeirra fyrir íslenska tungu sömuleiðis. Samkvæmt Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) er íslenska eitt þeirra tungumála sem eru í hættu að glatast og því mikilvægt að hlúa að tungunni eins og frekast er unnt. Á þriðjudaginn var mælti mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, fyrir frumvarpi um stuðning við útgáfu bóka á íslensku. Íslensk bókaútgáfa hefur átt í vök að verjast en undanfarin tíu ár hefur bóksala dregist saman um 36% meðal annars vegna tæknibreytinga og örrar samfélagsþróunar. Það er brýnt fyrir fámenna þjóð eins og okkar að takast á við áskoranir sem þessar og snúa vörn í sókn. Frumvarpið sem um ræðir er stuðningur við útgáfu bóka á íslensku, sem heimilar endurgreiðslu 25% kostnaðar vegna útgáfu þeirra. Ráðgert er að verja til verkefnisins um 400 milljónum kr. frá og með árinu 2019 og gildir þá einu um hvort bókin er gefin út á prenti eða rafrænu formi. Þessi stuðningur er í takt við það endurgreiðslukerfi sem kvikmynda- og tónlistariðnaðurinn nýtur og hefur það gefið góða raun. Íslenskan í öndvegi Ríkisstjórnin hefur sett íslenskuna í öndvegi á þessu kjörtímabili. Til viðbótar við nýtt stuðningskerfi fyrir útgáfu bóka á íslensku má nefna máltækniverkefnið, sem mun gera íslenskuna gildandi í stafrænum heimi til framtíðar og gera komandi kynslóðum kleift að eiga samskipi við snjalltækin sín á íslensku. Þá hafa verið kynntar tillögur til þess að efla einkarekna fjölmiðla en enginn þarf að velkjast í vafa um mikilvægi þeirra í lýðræðisþjóðfélagi. Til allrar menningar þarf ræktun og allrar ræktunar þarf tíma. Fámenn þjóð sem okkar verður að hafa slíkt hugfast og vinna stöðugt að því að skapa hagfelld skilyrði fyrir blómlegt menningarlíf þar sem íslenskan er í brennidepli. Frumvarpið um stuðning við útgáfu bóka á íslensku er mikilvæg varða á þeirri leið og hvetur okkur áfram til dáða við að hlúa betur að rótum menningar okkar, sjálfu tungumálinu. Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjödæmi Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar í Reykanesbæ
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun