Ný byggð rís yst á Kársnesi Sylvía Hall skrifar 20. október 2018 11:00 Mynd sem sýnir fyrirhugaða byggð yst á Kársnesinu. Aðsend Ný byggð mun rísa við sjávarsíðuna yst á Kársnesi í Kópavogi. Skipulagi og hönnun svæða er að mestu lokið og framkvæmdir hafnar á stórum hluta. Stefnt er að því að þessi nýja byggð muni rísa á næstu fimm árum. Sala á fyrstu íbúðum hefst á næstu dögum en alls er gert ráð fyrir um 700 íbúðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íslenskri fjárfestingu. Lóðirnar, þar sem ný hús eru nú í byggingu, eru flestar við göturnar Hafnarbraut, Vesturvör, Bakkabraut og Bryggjuvör á Kársnesi. Auk þess verða nokkrar nýjar götur lagðar á svæðinu sem munu þjóna aðkomu að nýjum húsum. Á sama tíma munu eldri iðnaðarhús á svæðinu verða rifin í samræmi við aðalskipulag sem gerir ráð fyrir íbúabyggð á svæðinu. „Þetta nýja hverfi verður spennandi kostur og skemmtileg viðbót á markaðnum. Um er að ræða uppbyggingu í grónu hverfi þar sem hægt er að sækja nánast alla þjónustu í næsta nágrenni ásamt því að stutt er í nýjan Kársnesskóla og fjölgun leikskóla. Íbúðirnar sem munu rísa á svæðinu eru af ýmsum stærðum. Mikil áhersla er lögð á íbúðir sem eru vel skipulagðar, þ.e. góða nýtingu fermetra og fleiri herbergi. Þetta mun verða fallegt hverfi á einum besta stað miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu með nálægð við sjóinn og smábátahöfnina. Auk þess er stutt í útivist með fjölda hjóla-, hlaupa- og göngustíga sem liggja allt um kring í hverfinu,“ segir Einar Steindórsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga hjá Íslenskri fjárfestingu, sem heldur utan verkefnið fyrir hönd lóðareigenda. „Þetta er ákaflega spennandi og metnaðarfull uppbygging í grónu og fallegu hverfi í Kópavogi sem við höfum unnið í góðu samstarfi við íbúa. Kópavogsbær leggur mikinn metnað í þetta svæði, bæði hvað varðar skipulag á lóðum sem aðrir eru að byggja upp, og á opnum svæðum sem Kópavogsbær mun byggja upp við höfnina. Þá mun nýja brúin yfir Fossvog bæta tengingar og samgöngur á svæðinu,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi. Einar segir að mjög góð samvinna hafi verið milli lóðareigenda, byggingaraðila og Kópavogsbæjar um uppbyggingu á nýja svæðinu. Einar Steindórsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga hjá Íslenskri fjárfestingu.Aðsend„Heildarmyndin er að skýrast og verið er að skipuleggja síðustu lóðirnar á svæðinu. Það er lögð mikil áhersla á að þessi nýja byggð muni rísa öll í einni lotu á næstu fimm árum. Þar sem verið er að gæða gamalt hverfi nýju lífi með fjölbreytti íbúðabyggð er nú unnið að hreinsun ákveðinna lóða þar sem eldri atvinnuhús munu víkja, breikkun göngustíga og breytingu á götum til að aðlaga hverfið að stækkun byggðar. Þessar aðgerðir munu hafa áhrif á umferð til hins betra og með tilkomu brúarinnar yfir Fossvoginn munu almenningssamgöngur og umferð fyrir gangandi og hjólandi stórbatna og stytta leið yfir á háskólasvæðið og miðbæ Reykjavíkur.“ segir Einar ennfremur. Skipulag Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Ný byggð mun rísa við sjávarsíðuna yst á Kársnesi í Kópavogi. Skipulagi og hönnun svæða er að mestu lokið og framkvæmdir hafnar á stórum hluta. Stefnt er að því að þessi nýja byggð muni rísa á næstu fimm árum. Sala á fyrstu íbúðum hefst á næstu dögum en alls er gert ráð fyrir um 700 íbúðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Íslenskri fjárfestingu. Lóðirnar, þar sem ný hús eru nú í byggingu, eru flestar við göturnar Hafnarbraut, Vesturvör, Bakkabraut og Bryggjuvör á Kársnesi. Auk þess verða nokkrar nýjar götur lagðar á svæðinu sem munu þjóna aðkomu að nýjum húsum. Á sama tíma munu eldri iðnaðarhús á svæðinu verða rifin í samræmi við aðalskipulag sem gerir ráð fyrir íbúabyggð á svæðinu. „Þetta nýja hverfi verður spennandi kostur og skemmtileg viðbót á markaðnum. Um er að ræða uppbyggingu í grónu hverfi þar sem hægt er að sækja nánast alla þjónustu í næsta nágrenni ásamt því að stutt er í nýjan Kársnesskóla og fjölgun leikskóla. Íbúðirnar sem munu rísa á svæðinu eru af ýmsum stærðum. Mikil áhersla er lögð á íbúðir sem eru vel skipulagðar, þ.e. góða nýtingu fermetra og fleiri herbergi. Þetta mun verða fallegt hverfi á einum besta stað miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu með nálægð við sjóinn og smábátahöfnina. Auk þess er stutt í útivist með fjölda hjóla-, hlaupa- og göngustíga sem liggja allt um kring í hverfinu,“ segir Einar Steindórsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga hjá Íslenskri fjárfestingu, sem heldur utan verkefnið fyrir hönd lóðareigenda. „Þetta er ákaflega spennandi og metnaðarfull uppbygging í grónu og fallegu hverfi í Kópavogi sem við höfum unnið í góðu samstarfi við íbúa. Kópavogsbær leggur mikinn metnað í þetta svæði, bæði hvað varðar skipulag á lóðum sem aðrir eru að byggja upp, og á opnum svæðum sem Kópavogsbær mun byggja upp við höfnina. Þá mun nýja brúin yfir Fossvog bæta tengingar og samgöngur á svæðinu,“ segir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi. Einar segir að mjög góð samvinna hafi verið milli lóðareigenda, byggingaraðila og Kópavogsbæjar um uppbyggingu á nýja svæðinu. Einar Steindórsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga hjá Íslenskri fjárfestingu.Aðsend„Heildarmyndin er að skýrast og verið er að skipuleggja síðustu lóðirnar á svæðinu. Það er lögð mikil áhersla á að þessi nýja byggð muni rísa öll í einni lotu á næstu fimm árum. Þar sem verið er að gæða gamalt hverfi nýju lífi með fjölbreytti íbúðabyggð er nú unnið að hreinsun ákveðinna lóða þar sem eldri atvinnuhús munu víkja, breikkun göngustíga og breytingu á götum til að aðlaga hverfið að stækkun byggðar. Þessar aðgerðir munu hafa áhrif á umferð til hins betra og með tilkomu brúarinnar yfir Fossvoginn munu almenningssamgöngur og umferð fyrir gangandi og hjólandi stórbatna og stytta leið yfir á háskólasvæðið og miðbæ Reykjavíkur.“ segir Einar ennfremur.
Skipulag Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira