Af hverju ekki Ísland? Starri Reynisson skrifar 31. október 2018 17:18 Á síðustu árum hef ég sótt nokkrar ráðstefnur og aðrar pólitískar samkomur víðsvegar um Evrópu. Þegar fólk kemst að því hvaðan ég kem er fyrsta spurningin gjarnan “Af hverju er Ísland ekki í Evrópusambandinu?” Ég reyni yfirleitt að svara eftir bestu getu en mér hefur samt aldrei tekist að koma með neitt sérlega sannfærandi svar. Enda á ég sjálfur erfitt með að skilja af hverju. Aðild að Evrópusambandinu er alls ekki einhver töfralausn sem kæmi til með að kippa öllum okkar vandamálum í lag, en það er ekki nokkur spurning að kostirnir við aðild eru bæði fleiri og vega þyngra en gallarnir. Möguleikinn til þess að losa okkur við sveiflugjarnan og óstöðugan gjaldmiðil og taka upp Evruna er tvímælalaust einn af stærri kostunum. Það að geta haft áhrif á alla þá löggjöf sem við innleiðum hvort sem er vegna aðildar okkar að evrópska efnahagssvæðinu vegur líka þungt. Sem og aðild að yfirgripsmiklu styrkjakerfi sambandsins og samstarfsverkefnum t.d. á sviði samgangna, menningar, landbúnaðar og ungmennastarfs. Evrópusambandið hefur líka, í krafti stærðar sinnar, meira bolmagn til þess að gera góða og yfirgripsmikla fríverslunarsamninga en nokkurt ríkjanna þar inni, og töluvert betri samninga en Ísland á kost á eitt á báti. Það sem mér þykir þó vega þyngst er hugsjónin sem dreif stofnun sambandsins áfram. Hugsjónin um frið innan Evrópu, um frjáls viðskipti milli Evrópulanda, um frjálslynt opið samfélag byggt á grunngildum um lýðræði, frelsi, mannréttindi, virðingu og jafnrétti. Náið samstarf byggt á grunnstoðum fjórfrelsisins, frjálsri för fólks, fjármagns, varnings og þjónustu. Við eigum heima í slíku samstarfi. Í heimi þar sem hugmyndafræðileg átök milli lýðskrumara, fasista, einangrunnar- og þjóðernissinna annars vegar og frjálslyndra, alþjóðlega þenkjandi lýðræðissinna hins vegar eru stigvaxandi hljótum við að vilja vera í seinni fylkingunni. Við hljótum að vilja vera með Macron, Merkel og Trudeau í liði frekar en Trump, Pútín, Orban og Salvini. Skýrasta leiðin til þess er aðild að Evrópusambandinu og metnaðarfull þátttaka í stefnumótun þess. Í Evrópu eru 27 lönd sem eiga landfræðilega, efnahagslega og menningarlega samleið sammála um að náið samstarf þeirra á milli sé besta leiðin til að ná árangri, tryggja góð lífskjör fyrir íbúa þeirra, áhrif á alþjóðavettvangi til frambúðar og framgang friðar, lýðræðis og annara frjálslyndra gilda innan álfunnar. Af hverju ekki Ísland?Höfundur er alþjóðafulltrúi Uppreisnar: Ungliðahreyfingar Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hef ég sótt nokkrar ráðstefnur og aðrar pólitískar samkomur víðsvegar um Evrópu. Þegar fólk kemst að því hvaðan ég kem er fyrsta spurningin gjarnan “Af hverju er Ísland ekki í Evrópusambandinu?” Ég reyni yfirleitt að svara eftir bestu getu en mér hefur samt aldrei tekist að koma með neitt sérlega sannfærandi svar. Enda á ég sjálfur erfitt með að skilja af hverju. Aðild að Evrópusambandinu er alls ekki einhver töfralausn sem kæmi til með að kippa öllum okkar vandamálum í lag, en það er ekki nokkur spurning að kostirnir við aðild eru bæði fleiri og vega þyngra en gallarnir. Möguleikinn til þess að losa okkur við sveiflugjarnan og óstöðugan gjaldmiðil og taka upp Evruna er tvímælalaust einn af stærri kostunum. Það að geta haft áhrif á alla þá löggjöf sem við innleiðum hvort sem er vegna aðildar okkar að evrópska efnahagssvæðinu vegur líka þungt. Sem og aðild að yfirgripsmiklu styrkjakerfi sambandsins og samstarfsverkefnum t.d. á sviði samgangna, menningar, landbúnaðar og ungmennastarfs. Evrópusambandið hefur líka, í krafti stærðar sinnar, meira bolmagn til þess að gera góða og yfirgripsmikla fríverslunarsamninga en nokkurt ríkjanna þar inni, og töluvert betri samninga en Ísland á kost á eitt á báti. Það sem mér þykir þó vega þyngst er hugsjónin sem dreif stofnun sambandsins áfram. Hugsjónin um frið innan Evrópu, um frjáls viðskipti milli Evrópulanda, um frjálslynt opið samfélag byggt á grunngildum um lýðræði, frelsi, mannréttindi, virðingu og jafnrétti. Náið samstarf byggt á grunnstoðum fjórfrelsisins, frjálsri för fólks, fjármagns, varnings og þjónustu. Við eigum heima í slíku samstarfi. Í heimi þar sem hugmyndafræðileg átök milli lýðskrumara, fasista, einangrunnar- og þjóðernissinna annars vegar og frjálslyndra, alþjóðlega þenkjandi lýðræðissinna hins vegar eru stigvaxandi hljótum við að vilja vera í seinni fylkingunni. Við hljótum að vilja vera með Macron, Merkel og Trudeau í liði frekar en Trump, Pútín, Orban og Salvini. Skýrasta leiðin til þess er aðild að Evrópusambandinu og metnaðarfull þátttaka í stefnumótun þess. Í Evrópu eru 27 lönd sem eiga landfræðilega, efnahagslega og menningarlega samleið sammála um að náið samstarf þeirra á milli sé besta leiðin til að ná árangri, tryggja góð lífskjör fyrir íbúa þeirra, áhrif á alþjóðavettvangi til frambúðar og framgang friðar, lýðræðis og annara frjálslyndra gilda innan álfunnar. Af hverju ekki Ísland?Höfundur er alþjóðafulltrúi Uppreisnar: Ungliðahreyfingar Viðreisnar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun