Brown vill aftur á móti ekki aðeins fara hratt fyrir á tveimur jafnfljótum því hann var tekinn fyrir glannakastur á kraftmiklum sportbíl sínum í gær.
Það er aldrei gott að brjóta lögin og keyra of hratt en það vakti enn meiri athygli á glæfraakstri Antonio Brown að hann var tekinn fyrir ofan hraðan akstur aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik hjá honum í NFL-deildinni.
WR Antonio Brown cited for going over 100 mph just hours before Thursday night game https://t.co/7xZHdz7XCP
— The MMQB (@theMMQB) November 8, 2018
Brown var kannski seinn á liðsfund en hann átti nokkrum tímum síðar fínan leik með Pittsburgh Steelers liðinu og skoraði eitt snertimark í 52-21 í sigri á Carolina Panthers.
Antonio Brown var þarna tekinn á 100 mílna hraða eða á 160 kílómetra hraða en hann var þarna að keyra rándýran svartan Porsche bíl sinn. Hámarkshraðinn á þessum vegi var aðeins 45 mílur og keyrði Brown því að meira en tvöföldum hámarkshraða.
Lögreglumaðurinn sem sektaði hann var þarna staddur af því að hann var að leita uppi mann sem var grunaður fyrir bankarán. Hann endaði á því að sekta einn besta leikmann NFL-deildarinnar fyrir of hraðan akstur.