Er nú eina taplausa liðið í fimm bestu deildum Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2018 10:30 Pedro fagnar marki með félögum sínum í Chelsea, þeim Marcos Alonso og Alvaro Morata. Vísir/Getty Chelsea liðið tryggði sér sæti í 32 liða úrslituum Evrópudeildarinnar í gær þegar liðið vann 1-0 sigur á BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi. Lundúnafélagið er sér á báti þegar kemur að fimm bestu deildum Evrópu. Það var Oliver Giroud sem skoraði eina mark leiksins en þetta var fyrsta markið hans fyrir Chelsea í meira en sex mánuði. Þessi úrslit þýða að Chelsea hefur enn ekki tapað leik í úrvalsdeildinni, bikarkeppni eða Evrópu síðan að Maurizio Sarri tók við liðinu af Antonio Conte. Eftir tap Juventus á móti Manchester United í Meistaradeildinni var það ennfremur ljóst að Chelsea er nú eina félagið í fimm bestu deildum Evrópu (England, Spánn, Ítalía, Þýskaland og Frakkland) sem hefur enn ekki tapað á tímabilinu. Chelsea hefur alls leikið sautján leiki á tímabilinu, unnið fjórtán, gert þrjú jafntefli og ekki enn tapað. Liðið er í 2. sæti í ensku úrvalsdeildinni með 8 sigra og 3 jafntefli í 11 leikjum og markatala liðsins þar er 27-8 (+19). Liðið hefur unnið báða leiki sína í enska deildabikarnum og er með 4 sigra í 4 leikjum í Evrópudeildinni þar sem markatala liðsins er 6-1. Chelsea tapaði reyndar fyrir Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn rétt fyrir tímabilið en hefur ekki misstigið sig síðan.Chelsea's results in all competitions in 2018/19 so far: WWWWWWDWDWWDWWWWW Goals: 38 Conceded: 12 Maurizio Sarri remains undefeated as Chelsea manager. pic.twitter.com/tp5XxqfYDJ — Squawka Football (@Squawka) November 8, 2018 Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Chelsea liðið tryggði sér sæti í 32 liða úrslituum Evrópudeildarinnar í gær þegar liðið vann 1-0 sigur á BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi. Lundúnafélagið er sér á báti þegar kemur að fimm bestu deildum Evrópu. Það var Oliver Giroud sem skoraði eina mark leiksins en þetta var fyrsta markið hans fyrir Chelsea í meira en sex mánuði. Þessi úrslit þýða að Chelsea hefur enn ekki tapað leik í úrvalsdeildinni, bikarkeppni eða Evrópu síðan að Maurizio Sarri tók við liðinu af Antonio Conte. Eftir tap Juventus á móti Manchester United í Meistaradeildinni var það ennfremur ljóst að Chelsea er nú eina félagið í fimm bestu deildum Evrópu (England, Spánn, Ítalía, Þýskaland og Frakkland) sem hefur enn ekki tapað á tímabilinu. Chelsea hefur alls leikið sautján leiki á tímabilinu, unnið fjórtán, gert þrjú jafntefli og ekki enn tapað. Liðið er í 2. sæti í ensku úrvalsdeildinni með 8 sigra og 3 jafntefli í 11 leikjum og markatala liðsins þar er 27-8 (+19). Liðið hefur unnið báða leiki sína í enska deildabikarnum og er með 4 sigra í 4 leikjum í Evrópudeildinni þar sem markatala liðsins er 6-1. Chelsea tapaði reyndar fyrir Manchester City í leiknum um Samfélagsskjöldinn rétt fyrir tímabilið en hefur ekki misstigið sig síðan.Chelsea's results in all competitions in 2018/19 so far: WWWWWWDWDWWDWWWWW Goals: 38 Conceded: 12 Maurizio Sarri remains undefeated as Chelsea manager. pic.twitter.com/tp5XxqfYDJ — Squawka Football (@Squawka) November 8, 2018
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira