Enn of sterkur Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 8. nóvember 2018 07:00 Það er margt sem heimurinn hefur ekki þörf fyrir, þar á meðal eru ruddalegir og sjálfhverfir karlar í valdamiklum embættum sem stöðugt ala á hatri, tortryggni og hræðslu. Því miður finnast þeir of víða og vaða yfir allt og alla í krafti valds og auðs. Það gerir þeim óneitanlega auðveldara fyrir að þeir eiga sér sauðtrygga stuðningsmenn sem mæna upp á þá í aðdáun og sjá í þeim holdgervingu sterka mannsins. Öðrum er fullljóst að þarna er karl sem er fulltrúi alls þess sem ástæða er til að hafna. Ólán Bandaríkjamanna var að kjósa slíkan mann sem forseta sinn fyrir tveimur árum. Hvernig slíkt gat gerst er enn undrunarefni og mikill álitshnekkir fyrir Bandaríkin. Umheimurinn hefur síðustu tvö árin fylgst með orðum og gjörðum þessa sérkennilega manns sem lifir í sínum einkaheimi og hefur nánast ekkert raunveruleikaskyn en er einstaklega laginn við að sjá óvini í hverju horni. Hann skortir sárlega þá eiginleika sem svo eftirsóknarvert væri að sjá í fólki sem hefur áhrif en sjást ekki hjá nógu mörgum: víðsýni, umburðarlyndi og samkennd með öðrum. Það er leiðinlegt að segja þetta um forseta Bandaríkjanna, en maðurinn hagar sér eins og ruddi og ekki bara stundum heldur yfirleitt. Bandaríkjamenn geta ekki nú árið 2018 leiðrétt hin skelfilegu mistök sem þeim urðu á árið 2016. Þeir höfðu hins vegar tök á því að gefa forseta sínum einkunn í þingkosningum sem fóru fram síðastliðinn þriðjudag. Þær kosningar snerust fyrst og síðast um persónu forsetans, sem hvatti sitt fólk áfram með stórkarlalegum yfirlýsingum sem heimurinn er farinn að kannast of vel við. Demókratar brugðust við með því að sækja sinn hæfasta mann og fyrrverandi forseta, Barack Obama. Það var sláandi munur á fréttamyndum sjónvarpsstöðva af kosningabaráttu þar sem hinn málsnjalli og sjarmerandi Obama hvatti fólk til að mæta á kjörstað og hafna hatursáróðri meðan Trump einbeitti sér ótrauður að því að tala um flóttamenn sem skelfilega ógn sem yrði að bregðast við. Það ber að þakka fyrir að Bandaríkjamenn báru gæfu til að kjósa Obama forseta sinn, en það er hrein harmsaga að eftirmaður hans sé maður sem hatast við flóttamenn, fyrirlítur konur og lætur sér á sama standa um alla minnihlutahópa. Bandaríkjamenn höfðu tækifæri til að segja skoðun sína á Trump og flykktust á kjörstað. Trump-liðarnir mættu til að styðja sinn mann, en það var frjálslynda fólkið sem hafði enn meiri ástæðu til að mæta og hafna þeim mannfjandsamlegu áherslum sem forseti Bandaríkjanna stendur fyrir. Niðurstaðan varð sú að Repúblikanar töpuðu meirihluta sínum í fulltrúadeildinni en héldu meirihluta í öldungadeildinni. Úrslit sem fyrirfram var búist við. Þótt staða Trumps hafi greinilega veikst þá er hún þó enn of sterk. Fjölmennur hópur Bandaríkjamanna slær um hann skjaldborg og kinkar fagnandi kolli undir boðskap sem kyndir undir sundrungu og tortryggni. Það er áhyggjuefni fyrir heimsbyggðina að slíkar áherslur slái í gegn hjá stórum hópi kjósenda. Það ætti að vera öllum ljóst að í þessum heimi er þörf fyrir meiri mannúð, ekki aukna heift. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Sjá meira
Það er margt sem heimurinn hefur ekki þörf fyrir, þar á meðal eru ruddalegir og sjálfhverfir karlar í valdamiklum embættum sem stöðugt ala á hatri, tortryggni og hræðslu. Því miður finnast þeir of víða og vaða yfir allt og alla í krafti valds og auðs. Það gerir þeim óneitanlega auðveldara fyrir að þeir eiga sér sauðtrygga stuðningsmenn sem mæna upp á þá í aðdáun og sjá í þeim holdgervingu sterka mannsins. Öðrum er fullljóst að þarna er karl sem er fulltrúi alls þess sem ástæða er til að hafna. Ólán Bandaríkjamanna var að kjósa slíkan mann sem forseta sinn fyrir tveimur árum. Hvernig slíkt gat gerst er enn undrunarefni og mikill álitshnekkir fyrir Bandaríkin. Umheimurinn hefur síðustu tvö árin fylgst með orðum og gjörðum þessa sérkennilega manns sem lifir í sínum einkaheimi og hefur nánast ekkert raunveruleikaskyn en er einstaklega laginn við að sjá óvini í hverju horni. Hann skortir sárlega þá eiginleika sem svo eftirsóknarvert væri að sjá í fólki sem hefur áhrif en sjást ekki hjá nógu mörgum: víðsýni, umburðarlyndi og samkennd með öðrum. Það er leiðinlegt að segja þetta um forseta Bandaríkjanna, en maðurinn hagar sér eins og ruddi og ekki bara stundum heldur yfirleitt. Bandaríkjamenn geta ekki nú árið 2018 leiðrétt hin skelfilegu mistök sem þeim urðu á árið 2016. Þeir höfðu hins vegar tök á því að gefa forseta sínum einkunn í þingkosningum sem fóru fram síðastliðinn þriðjudag. Þær kosningar snerust fyrst og síðast um persónu forsetans, sem hvatti sitt fólk áfram með stórkarlalegum yfirlýsingum sem heimurinn er farinn að kannast of vel við. Demókratar brugðust við með því að sækja sinn hæfasta mann og fyrrverandi forseta, Barack Obama. Það var sláandi munur á fréttamyndum sjónvarpsstöðva af kosningabaráttu þar sem hinn málsnjalli og sjarmerandi Obama hvatti fólk til að mæta á kjörstað og hafna hatursáróðri meðan Trump einbeitti sér ótrauður að því að tala um flóttamenn sem skelfilega ógn sem yrði að bregðast við. Það ber að þakka fyrir að Bandaríkjamenn báru gæfu til að kjósa Obama forseta sinn, en það er hrein harmsaga að eftirmaður hans sé maður sem hatast við flóttamenn, fyrirlítur konur og lætur sér á sama standa um alla minnihlutahópa. Bandaríkjamenn höfðu tækifæri til að segja skoðun sína á Trump og flykktust á kjörstað. Trump-liðarnir mættu til að styðja sinn mann, en það var frjálslynda fólkið sem hafði enn meiri ástæðu til að mæta og hafna þeim mannfjandsamlegu áherslum sem forseti Bandaríkjanna stendur fyrir. Niðurstaðan varð sú að Repúblikanar töpuðu meirihluta sínum í fulltrúadeildinni en héldu meirihluta í öldungadeildinni. Úrslit sem fyrirfram var búist við. Þótt staða Trumps hafi greinilega veikst þá er hún þó enn of sterk. Fjölmennur hópur Bandaríkjamanna slær um hann skjaldborg og kinkar fagnandi kolli undir boðskap sem kyndir undir sundrungu og tortryggni. Það er áhyggjuefni fyrir heimsbyggðina að slíkar áherslur slái í gegn hjá stórum hópi kjósenda. Það ætti að vera öllum ljóst að í þessum heimi er þörf fyrir meiri mannúð, ekki aukna heift.
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar