Formaður Flugfreyjufélagsins segir óvissuna versta fyrir félagsmenn Sveinn Arnarsson skrifar 7. nóvember 2018 07:00 Berglind Hafsteinsdóttir formaður Flugfreyjufélags Íslands. Vísir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir þó nokkrar fyrirspurnir hafa borist félaginu vegna kaupa Icelandair á flugfélaginu WOW air sem tilkynnt var á mánudagsmorgun. „Það er eiginlega hægt að segja að það er óvissan sem er verst fyrir félagsmenn okkar. Þeir vita ekkert hvað tekur við og það veit svo sem enginn hvað bíður okkar og hvað verður,“ segir Berglind. „Við munum bara standa við bakið á okkar félagsmönnum og verðum til taks og munum boða til félagsfundar eftir þörfum. Frekari upplýsingar höfum við ekki í augnablikinu.“ Í dag eru félagsmenn FFÍ rúmlega 700. Þeir starfa hjá Icelandair, Air Iceland Connect og WOW air. Ljóst er að nú eru allir félagsmenn FFÍ starfandi undir sama félaginu sem er Icelandair Group. „Það hafa þó nokkrir félagsmenn okkar haft samband og eru að velta fyrir sér stöðunni,“ bætir Berglind við. „Rétt er þó að taka fram að þó Icelandair taki yfir WOW air þá þarf það ekkert að vera að flugfreyjurnar fari á annan kjarasamning. Nú fyrir er Icelandair Group með tvö fyrirtæki, annars vegar Icelandair og hins vegar Air Iceland Connect og þar eru tveir mismunandi kjarasamningar. Þetta verða því samkvæmt okkar skilningi enn þrír kjarasamningar og félagsmenn ættu að geta gengið að því sem vísu.“ Margir starfsmenn WOW air hafa talað vel um fyrirtækið á samfélagsmiðlum í gær. Berglind segir það til marks um hvað félagsmenn séu stoltir af að vinna hjá fyrirtækinu. „Það sýnir bara að fyrir þennan hóp er fyrirtækið þeim mjög kært og sýnir góðan anda innan þess.“ Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Icelandair óskar ekki eftir undanþágu Stjórnendur félagsins hyggjast ekki óska eftir undanþágu frá samkeppnislögum til þess að kaupin á WOW air komi til framkvæmda strax. 7. nóvember 2018 06:15 Skúli Mogensen: Einhverjir erfiðustu 72 tímar í lífi mínu Skúli Mogensen, stofnandi WOW Air, segir að síðustu þrír sólarhringar hafi verið einhverjir þeir erfiðustu í lífi hans. Ákvörðunin um að selja flugfélagið til Icelandair hafi verið honum þungbær en um leið segist hann telja að það hafi verið rétt ákvörðun. 6. nóvember 2018 14:25 Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk færi að hafa trú á WOW Einn af fyrstu starfsmönnum WOW Air segir fólk hafa haft litla trú á flugfélagi Skúla Mogensen til að byrja með. 6. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir þó nokkrar fyrirspurnir hafa borist félaginu vegna kaupa Icelandair á flugfélaginu WOW air sem tilkynnt var á mánudagsmorgun. „Það er eiginlega hægt að segja að það er óvissan sem er verst fyrir félagsmenn okkar. Þeir vita ekkert hvað tekur við og það veit svo sem enginn hvað bíður okkar og hvað verður,“ segir Berglind. „Við munum bara standa við bakið á okkar félagsmönnum og verðum til taks og munum boða til félagsfundar eftir þörfum. Frekari upplýsingar höfum við ekki í augnablikinu.“ Í dag eru félagsmenn FFÍ rúmlega 700. Þeir starfa hjá Icelandair, Air Iceland Connect og WOW air. Ljóst er að nú eru allir félagsmenn FFÍ starfandi undir sama félaginu sem er Icelandair Group. „Það hafa þó nokkrir félagsmenn okkar haft samband og eru að velta fyrir sér stöðunni,“ bætir Berglind við. „Rétt er þó að taka fram að þó Icelandair taki yfir WOW air þá þarf það ekkert að vera að flugfreyjurnar fari á annan kjarasamning. Nú fyrir er Icelandair Group með tvö fyrirtæki, annars vegar Icelandair og hins vegar Air Iceland Connect og þar eru tveir mismunandi kjarasamningar. Þetta verða því samkvæmt okkar skilningi enn þrír kjarasamningar og félagsmenn ættu að geta gengið að því sem vísu.“ Margir starfsmenn WOW air hafa talað vel um fyrirtækið á samfélagsmiðlum í gær. Berglind segir það til marks um hvað félagsmenn séu stoltir af að vinna hjá fyrirtækinu. „Það sýnir bara að fyrir þennan hóp er fyrirtækið þeim mjög kært og sýnir góðan anda innan þess.“
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Icelandair óskar ekki eftir undanþágu Stjórnendur félagsins hyggjast ekki óska eftir undanþágu frá samkeppnislögum til þess að kaupin á WOW air komi til framkvæmda strax. 7. nóvember 2018 06:15 Skúli Mogensen: Einhverjir erfiðustu 72 tímar í lífi mínu Skúli Mogensen, stofnandi WOW Air, segir að síðustu þrír sólarhringar hafi verið einhverjir þeir erfiðustu í lífi hans. Ákvörðunin um að selja flugfélagið til Icelandair hafi verið honum þungbær en um leið segist hann telja að það hafi verið rétt ákvörðun. 6. nóvember 2018 14:25 Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk færi að hafa trú á WOW Einn af fyrstu starfsmönnum WOW Air segir fólk hafa haft litla trú á flugfélagi Skúla Mogensen til að byrja með. 6. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Icelandair óskar ekki eftir undanþágu Stjórnendur félagsins hyggjast ekki óska eftir undanþágu frá samkeppnislögum til þess að kaupin á WOW air komi til framkvæmda strax. 7. nóvember 2018 06:15
Skúli Mogensen: Einhverjir erfiðustu 72 tímar í lífi mínu Skúli Mogensen, stofnandi WOW Air, segir að síðustu þrír sólarhringar hafi verið einhverjir þeir erfiðustu í lífi hans. Ákvörðunin um að selja flugfélagið til Icelandair hafi verið honum þungbær en um leið segist hann telja að það hafi verið rétt ákvörðun. 6. nóvember 2018 14:25
Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk færi að hafa trú á WOW Einn af fyrstu starfsmönnum WOW Air segir fólk hafa haft litla trú á flugfélagi Skúla Mogensen til að byrja með. 6. nóvember 2018 15:30