Ósonlagið byrjað að gróa en tekur áratugi að ná bata Kjartan Kjartansson skrifar 6. nóvember 2018 08:47 Þykkt ósonlagsins yfir Suðurskautslandinu árið 2000 (t.v.) og í september á þessu ári (t.h.). Fjólublái og blái liturinn sýna hvar lagið er þynnst. Vísir/AP Vísindamenn áætla að stærsta gatið í ósonlagi jarðarinnar yfir Suðurskautslandinu lokist á sjöunda áratug þessarar aldar. Ósonlagið er nú tekið að gróa eftir að menn bönnuðu efni sem eyða því fyrir þrjátíu árum. Batinn gæti þó aukið á hnattræna hlýnun á suðurskautinu. Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að gatið fyrir ofan norðurhvelið ætti að lagast á fjórða áratug aldarinnar. Ósonlagið hefur þynnst allt frá 8. áratug síðustu aldar vegna losunar manna á svonefndum klórflúorkolefnum sem meðal annars var að finna í úðabrúsum og ísskápum. Ósonlagið ver yfirborð jarðarinnar fyrir skaðlegum útfjólubláum geislum sólarinnar. Óttast var að með þynningu ósonlagsins væri heilsu manna og dýra stefnt í hættu. Notkun klórflúorkolefna var bönnuð með Montreal-sáttmálanum árið 1987. „Ef ósoneyðandi efni hefðu haldið áfram að aukast hefðum við séð risastór áhrif. Við komum í veg fyrir það,“ segir Paul Newman, yfirjarðvísindamaður Goddard-geimmiðstöðvar NASA, við AP-fréttastofuna. Þegar þynning ósonlagsins var sem verst seint á 10. áratug síðustu aldar höfðu um tíu prósent efri hluta þess eyðst. Frá árinu 2000 hefur það vaxið um eitt til þrjú prósent á áratug. Styrkur ósons í lofthjúpi jarðar sveiflast eftir árstíðum. Þegar gatið yfir suðurpólnum var sem stærst í ár var það tæpir 25 milljónir ferkílómetrar, 16% minna en þegar það mældist stærst árið 2006.Magnar hlýnun á suðurskautinu aðeins Fréttirnar af ósonlaginu eru þó ekki aðeins jákvæðar. Nýlega fannst uppspretta klórflúorkolefna í austanverðri Asíu sem bendir til þess að þar séu efnin framleidd í trássi við alþjóðlegt bann. Þá gæti minnkun gatsins í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu gert loftslagsbreytingar verri þar. Fram að þessu hefur gatið vegið aðeins upp á móti hnattrænni hlýnun þar. Ekki er ljóst hversu mikið mun bæta í hlýnunina þegar gatið lokast. Ross Salawitch, loftslagsfræðingur við Maryland-háskóla og einn skýrsluhöfunda SÞ, segir hins vegar að það væri „ótrúlega óábyrgt“ að laga ekki gatið í ósonlaginu vegna þýðingar þess fyrir heilsu manna. Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Suðurskautslandið Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Losun ósoneyðandi efnis eykst þrátt fyrir alþjóðlegt bann Svo virðist sem að einhver framleiði nú klórflúorkolefni sem eyðir ósonlaginu þó að það hafi verið bannað með alþjóðlegum sáttmála árið 1987. 17. maí 2018 12:34 Óvænt og óútskýrt bakslag fyrir ósonlagið Skammlíf klórflúorkolefni sem Montreal-sáttmálinn nær ekki yfir og breytingar á hringrás lofts í heiðhvolfinu vegna loftslagsbreytinga hafa verið nefndar sem mögulegar skýringar. 6. febrúar 2018 15:00 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Vísindamenn áætla að stærsta gatið í ósonlagi jarðarinnar yfir Suðurskautslandinu lokist á sjöunda áratug þessarar aldar. Ósonlagið er nú tekið að gróa eftir að menn bönnuðu efni sem eyða því fyrir þrjátíu árum. Batinn gæti þó aukið á hnattræna hlýnun á suðurskautinu. Í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að gatið fyrir ofan norðurhvelið ætti að lagast á fjórða áratug aldarinnar. Ósonlagið hefur þynnst allt frá 8. áratug síðustu aldar vegna losunar manna á svonefndum klórflúorkolefnum sem meðal annars var að finna í úðabrúsum og ísskápum. Ósonlagið ver yfirborð jarðarinnar fyrir skaðlegum útfjólubláum geislum sólarinnar. Óttast var að með þynningu ósonlagsins væri heilsu manna og dýra stefnt í hættu. Notkun klórflúorkolefna var bönnuð með Montreal-sáttmálanum árið 1987. „Ef ósoneyðandi efni hefðu haldið áfram að aukast hefðum við séð risastór áhrif. Við komum í veg fyrir það,“ segir Paul Newman, yfirjarðvísindamaður Goddard-geimmiðstöðvar NASA, við AP-fréttastofuna. Þegar þynning ósonlagsins var sem verst seint á 10. áratug síðustu aldar höfðu um tíu prósent efri hluta þess eyðst. Frá árinu 2000 hefur það vaxið um eitt til þrjú prósent á áratug. Styrkur ósons í lofthjúpi jarðar sveiflast eftir árstíðum. Þegar gatið yfir suðurpólnum var sem stærst í ár var það tæpir 25 milljónir ferkílómetrar, 16% minna en þegar það mældist stærst árið 2006.Magnar hlýnun á suðurskautinu aðeins Fréttirnar af ósonlaginu eru þó ekki aðeins jákvæðar. Nýlega fannst uppspretta klórflúorkolefna í austanverðri Asíu sem bendir til þess að þar séu efnin framleidd í trássi við alþjóðlegt bann. Þá gæti minnkun gatsins í ósonlaginu yfir Suðurskautslandinu gert loftslagsbreytingar verri þar. Fram að þessu hefur gatið vegið aðeins upp á móti hnattrænni hlýnun þar. Ekki er ljóst hversu mikið mun bæta í hlýnunina þegar gatið lokast. Ross Salawitch, loftslagsfræðingur við Maryland-háskóla og einn skýrsluhöfunda SÞ, segir hins vegar að það væri „ótrúlega óábyrgt“ að laga ekki gatið í ósonlaginu vegna þýðingar þess fyrir heilsu manna.
Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Suðurskautslandið Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Losun ósoneyðandi efnis eykst þrátt fyrir alþjóðlegt bann Svo virðist sem að einhver framleiði nú klórflúorkolefni sem eyðir ósonlaginu þó að það hafi verið bannað með alþjóðlegum sáttmála árið 1987. 17. maí 2018 12:34 Óvænt og óútskýrt bakslag fyrir ósonlagið Skammlíf klórflúorkolefni sem Montreal-sáttmálinn nær ekki yfir og breytingar á hringrás lofts í heiðhvolfinu vegna loftslagsbreytinga hafa verið nefndar sem mögulegar skýringar. 6. febrúar 2018 15:00 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Losun ósoneyðandi efnis eykst þrátt fyrir alþjóðlegt bann Svo virðist sem að einhver framleiði nú klórflúorkolefni sem eyðir ósonlaginu þó að það hafi verið bannað með alþjóðlegum sáttmála árið 1987. 17. maí 2018 12:34
Óvænt og óútskýrt bakslag fyrir ósonlagið Skammlíf klórflúorkolefni sem Montreal-sáttmálinn nær ekki yfir og breytingar á hringrás lofts í heiðhvolfinu vegna loftslagsbreytinga hafa verið nefndar sem mögulegar skýringar. 6. febrúar 2018 15:00