Sverrir Þór: Við áttum ekkert skilið Smári Jökull Jónsson í Röstinni skrifar 5. nóvember 2018 21:42 Sverrir Þór og hans menn eru dottnir út úr Geysisbikarnum. „Við vorum bara arfaslakir og Grindvíkingar tilbúnir frá fyrstu mínútu. Þeir stjórnuðu leiknum, voru mikið betri og við komumst aldrei almennilega nálægt," sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur eftir tap gegn nágrönnunum úr Grindavík í Geysisbikarnum í kvöld. "Við vorum vissulega 5-6 stigum eftir á köflum en einhvern veginn var allt svo erfitt, við skutum alltof mikið af þriggja stiga skotum og hittum illa. Það voru of margir sem voru ekki tilbúnir í leikinn," bætti Sverrir við. Það áttu ekki margir von á sigri heimamanna í kvöld, sérstaklega ekki þar sem aðeins rúmar tvær vikur eru síðan Keflavík vann 35 stiga sigur hér í Röstinni í Dominos-deildinni. Vanmátu Keflvíkingar nágranna sína? „Ég neita að trúa því. Ég er ekki með neitt unglingalið og trúi því ekki. Það var eitthvað sem við gerðum ekki rétt í undirbúningi því við vorum ekki tilbúnir. Síðan lendum við á Grindvíkingum klárum, þeir spila vel og við áttum ekkert skilið.“ Hjálparvörn Grindavíkur á Michael Craion gekk upp í dag, hann átti í vandræðum og þriggja stiga skotin, sem Keflavík fékk þegar Grindvíkingar fóru tveir á Craion, duttu ekki niður. „Þeir taka stóran séns, loka á Mike og gefa okkur þriggja stiga skot sem við hittum hræðilega úr. Ef við hefðum verið að hitta vel þá hefðum við sett 90 stig á þá. Þeir tóku þennan séns og það gekk upp, vel gert hjá þeim.“ Keflvíkingar eru á fljúgandi siglingu í deildinni og því gífurleg vonbrigði fyrir þá að vera dottnir út í bikarnum strax í 32-liða úrslitum. „Þetta er hundleiðinlegt. Það kryddar tímabilið að komast sem lengst í þessu. Við lentum á erfiðum mótherja í 32-liða úrslitum og spilum illa. Það þarf ekkert að pæla meira í þessu, þetta er bara búið.“ Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 80-65 │Grindavík hefndi ófaranna og sló út nágrannana Grindavík er komið áfram í Geysisbikarnum í körfuknattleik eftir fremur óvæntan en sanngjarnan sigur á nágrönnum sínum úr Keflavík. Lokatölur 80-65 og Keflavík, sem hafði unnið fjóra leiki í röð í Dominos-deildinni, því úr leik í bikarnum. 5. nóvember 2018 22:30 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Fleiri fréttir Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Sjá meira
„Við vorum bara arfaslakir og Grindvíkingar tilbúnir frá fyrstu mínútu. Þeir stjórnuðu leiknum, voru mikið betri og við komumst aldrei almennilega nálægt," sagði Sverrir Þór Sverrisson þjálfari Keflavíkur eftir tap gegn nágrönnunum úr Grindavík í Geysisbikarnum í kvöld. "Við vorum vissulega 5-6 stigum eftir á köflum en einhvern veginn var allt svo erfitt, við skutum alltof mikið af þriggja stiga skotum og hittum illa. Það voru of margir sem voru ekki tilbúnir í leikinn," bætti Sverrir við. Það áttu ekki margir von á sigri heimamanna í kvöld, sérstaklega ekki þar sem aðeins rúmar tvær vikur eru síðan Keflavík vann 35 stiga sigur hér í Röstinni í Dominos-deildinni. Vanmátu Keflvíkingar nágranna sína? „Ég neita að trúa því. Ég er ekki með neitt unglingalið og trúi því ekki. Það var eitthvað sem við gerðum ekki rétt í undirbúningi því við vorum ekki tilbúnir. Síðan lendum við á Grindvíkingum klárum, þeir spila vel og við áttum ekkert skilið.“ Hjálparvörn Grindavíkur á Michael Craion gekk upp í dag, hann átti í vandræðum og þriggja stiga skotin, sem Keflavík fékk þegar Grindvíkingar fóru tveir á Craion, duttu ekki niður. „Þeir taka stóran séns, loka á Mike og gefa okkur þriggja stiga skot sem við hittum hræðilega úr. Ef við hefðum verið að hitta vel þá hefðum við sett 90 stig á þá. Þeir tóku þennan séns og það gekk upp, vel gert hjá þeim.“ Keflvíkingar eru á fljúgandi siglingu í deildinni og því gífurleg vonbrigði fyrir þá að vera dottnir út í bikarnum strax í 32-liða úrslitum. „Þetta er hundleiðinlegt. Það kryddar tímabilið að komast sem lengst í þessu. Við lentum á erfiðum mótherja í 32-liða úrslitum og spilum illa. Það þarf ekkert að pæla meira í þessu, þetta er bara búið.“
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 80-65 │Grindavík hefndi ófaranna og sló út nágrannana Grindavík er komið áfram í Geysisbikarnum í körfuknattleik eftir fremur óvæntan en sanngjarnan sigur á nágrönnum sínum úr Keflavík. Lokatölur 80-65 og Keflavík, sem hafði unnið fjóra leiki í röð í Dominos-deildinni, því úr leik í bikarnum. 5. nóvember 2018 22:30 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Fleiri fréttir Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Keflavík 80-65 │Grindavík hefndi ófaranna og sló út nágrannana Grindavík er komið áfram í Geysisbikarnum í körfuknattleik eftir fremur óvæntan en sanngjarnan sigur á nágrönnum sínum úr Keflavík. Lokatölur 80-65 og Keflavík, sem hafði unnið fjóra leiki í röð í Dominos-deildinni, því úr leik í bikarnum. 5. nóvember 2018 22:30