Undirbúa málsókn á hendur Heiðveigu Maríu Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 5. nóvember 2018 21:15 Formaður Sjómannafélags Íslands segir að verið sé að undirbúa málsókn á hendur Heiðveigu Maríu Einarsdóttur vegna upploginna saka á forystu félagsins. Heiðveig hyggst stefna Sjómannafélaginu fyrir Félagsdómi vegna brottvikningar hennar úr félaginu. Sjómannafélag Íslands sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem kemur fram ekki verði orðið við áskorun 163 einstaklinga um að félagið haldi félagsfund vegna málefna Heiðveigar Maríu Einarsdóttur sem var rekin frá félaginu í síðustu viku.Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands.Skjáskot/Stöð 2Fram kemur að aðeins 52 þeirra sem skrifa undir séu félagsmenn sem sé ekki nægjanlegur fjöldi samkvæmt lögum félagsins til að verða við áskoruninni. Heiðveig hafi ítrekað borið fram upplognar sakir á forystu félagsins. Ávirðingar hennar hafi orðið til þess að ekki hafi orðið af sameiningu sjómanna.En er hún þá ekki orðin nokkuð áhrifamikil ef hennar orð eru tekin svo alvarleg að það veldur því að félögin sameinast ekki?„Jú, en þetta hafði þessi áhrif á hin félögin. Þannig að við sjáum okkar sængur breiddar trúlega með því að sækja hana til saka fyrir það,“ segir Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Hann segir undirskrifarlistan einsleitan. „Það eru fiskimenn þarna á listanum og engir aðrir.“ Heiðveig María tilkynnti á dögunum að hún byði sig fram til formennsku í félaginu. Jónas segir að brottvikning hennar úr félaginu tengist því ekki. „Það tengist ekki neitt því hún er alls ekki kjörgeng í félaginu, hún getur ekki boðið sig fram því að hún hefur verið í afleysingum í mjög skamman tíma og það uppfyllir ekki reglur félagsins. Við höfum farið í einu og öllu eftir reglum félagsins.“Heiðveig María Einarsdóttir.Skjáskot/Stöð 2Heiðveig María vísar því á bug að hún hafi logið uppá forystu Sjómannafélagsins og telur líklegt að farið verði af stað með nýjan undirskriftarlista. „Ég vænti þess að þeir setji annan undirskriftalista í gang, eða að einhver annar geri það, vegna þess að óánægjan er gríðarleg.“ Heiðveig María undirbýr stefnu á hendur Sjómannafélaginu. „Og við erum að klára stefnu til að stefna inn til félagsdóms, þá bæði varðandi brottvikningu mína sem og þessa þriggja ára reglu.“ Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óvíst hvort undirritaðir séu sjómenn Stjórn Sjómannafélags Íslands hefur ekki orðið við ákalli á annað hundrað manns sem hafa krafist félagsfundar vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í félaginu. 3. nóvember 2018 21:00 Fordæma stjórn Sjómannafélagsins:„Traust er horfið út um kýraugað“ Átta félagsmenn Sjómannafélags Íslands fordæma framferði stjórnar félagsins. 4. nóvember 2018 08:03 „Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Bílastæði planað í grænmetisparadís Ísfirðinga Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Sjá meira
Formaður Sjómannafélags Íslands segir að verið sé að undirbúa málsókn á hendur Heiðveigu Maríu Einarsdóttur vegna upploginna saka á forystu félagsins. Heiðveig hyggst stefna Sjómannafélaginu fyrir Félagsdómi vegna brottvikningar hennar úr félaginu. Sjómannafélag Íslands sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem kemur fram ekki verði orðið við áskorun 163 einstaklinga um að félagið haldi félagsfund vegna málefna Heiðveigar Maríu Einarsdóttur sem var rekin frá félaginu í síðustu viku.Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands.Skjáskot/Stöð 2Fram kemur að aðeins 52 þeirra sem skrifa undir séu félagsmenn sem sé ekki nægjanlegur fjöldi samkvæmt lögum félagsins til að verða við áskoruninni. Heiðveig hafi ítrekað borið fram upplognar sakir á forystu félagsins. Ávirðingar hennar hafi orðið til þess að ekki hafi orðið af sameiningu sjómanna.En er hún þá ekki orðin nokkuð áhrifamikil ef hennar orð eru tekin svo alvarleg að það veldur því að félögin sameinast ekki?„Jú, en þetta hafði þessi áhrif á hin félögin. Þannig að við sjáum okkar sængur breiddar trúlega með því að sækja hana til saka fyrir það,“ segir Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Íslands. Hann segir undirskrifarlistan einsleitan. „Það eru fiskimenn þarna á listanum og engir aðrir.“ Heiðveig María tilkynnti á dögunum að hún byði sig fram til formennsku í félaginu. Jónas segir að brottvikning hennar úr félaginu tengist því ekki. „Það tengist ekki neitt því hún er alls ekki kjörgeng í félaginu, hún getur ekki boðið sig fram því að hún hefur verið í afleysingum í mjög skamman tíma og það uppfyllir ekki reglur félagsins. Við höfum farið í einu og öllu eftir reglum félagsins.“Heiðveig María Einarsdóttir.Skjáskot/Stöð 2Heiðveig María vísar því á bug að hún hafi logið uppá forystu Sjómannafélagsins og telur líklegt að farið verði af stað með nýjan undirskriftarlista. „Ég vænti þess að þeir setji annan undirskriftalista í gang, eða að einhver annar geri það, vegna þess að óánægjan er gríðarleg.“ Heiðveig María undirbýr stefnu á hendur Sjómannafélaginu. „Og við erum að klára stefnu til að stefna inn til félagsdóms, þá bæði varðandi brottvikningu mína sem og þessa þriggja ára reglu.“
Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Óvíst hvort undirritaðir séu sjómenn Stjórn Sjómannafélags Íslands hefur ekki orðið við ákalli á annað hundrað manns sem hafa krafist félagsfundar vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í félaginu. 3. nóvember 2018 21:00 Fordæma stjórn Sjómannafélagsins:„Traust er horfið út um kýraugað“ Átta félagsmenn Sjómannafélags Íslands fordæma framferði stjórnar félagsins. 4. nóvember 2018 08:03 „Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Bílastæði planað í grænmetisparadís Ísfirðinga Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Sjá meira
Óvíst hvort undirritaðir séu sjómenn Stjórn Sjómannafélags Íslands hefur ekki orðið við ákalli á annað hundrað manns sem hafa krafist félagsfundar vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í félaginu. 3. nóvember 2018 21:00
Fordæma stjórn Sjómannafélagsins:„Traust er horfið út um kýraugað“ Átta félagsmenn Sjómannafélags Íslands fordæma framferði stjórnar félagsins. 4. nóvember 2018 08:03
„Félagið verður ekki yfirtekið með baktjaldamakki og áhlaupi utanaðkomandi fólks“ Sjómannafélag Íslands ætlar ekki að boða til félagsfundar. 5. nóvember 2018 10:59