Óvíst hvort undirritaðir séu sjómenn Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. nóvember 2018 21:00 Stjórn Sjómannafélags Íslands hefur ekki orðið við ákalli á annað hundrað manns sem hafa krafist félagsfundar vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í félaginu. Stjórn félagsins kemur saman eftir helgi þar sem skorið verður úr um lögmæti kröfunnar.Rúmlega 160 einstaklingar settu nafn sitt við undirskriftasöfnunina þar sem þess var krafist að Sjómannafélag Íslands mynda boða til félagsfundar ekki síðar en í dag í ljósi þeirrar „grafalvarlegu stöðu“ sem komin sé upp í félaginu eftir að Heiðveigu Maríu Einarsdóttur var vikið úr Sjómannafélaginu fyrir helgi. Samkvæmt lögum sjómannafélagsins þurfa 100 félagsmenn að óska eftir því að boðað sé til fundar og því mætti ætla að undirskriftarsöfnunin uppfylli þau skilyrði. Nú er hins vegar ljóst að stjórn Sjómannafélagsins hefur ekki orðið við þessari áskorun. Enginn félagsfundur hefur verið boðaður - þrátt fyrir að svo virðist vera sem að um þriðjungur félagsmanna sjómannafélagsins hafi sett nafn sitt við kröfuna. Að sögn stjórnamanns í félaginu hefur engin formleg ákvörðun verið tekin um framhaldið, enda sé málið ekki jafn einfalt og það lítur út fyrir að vera.Sjá einnig: Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Sigurgeir Friðriksson, stjórnarmaður í Sjómannafélaginu, sagði í samtali við fréttastofu í dag að lögmæti kröfunnar sé nefnilega óljóst. Það eigi eftir að ganga úr skugga um að allir þeir sem rituðu nafn sitt við undirskriftasöfnunina séu í raun félagsmenn í Sjómannafélaginu. Því þurfi að bera saman undirskriftalistann við félagatal Sjómannafélagsins áður en formlega verður hægt að boða til félagsfundar. Hvenær þessi samanburður mun eiga sér stað liggur ekki fyrir en að sögn Arngríms Jónssonar, ritara Sjómannafélagsins, mun stjórn félagsins funda um framhaldið fljótlega eftir helgi. Að öðru leyti vildu þeir Sigurgeir og Arngrímur ekki ræða við fréttastofu um málið og bentu á formanninn Jónas Garðarsson. Fréttastofa hefur reynt að ná á Jónas með ítrekuðum símhringum og skilaboðum frá því snemma í morgun, en án árangurs. Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57 Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00 Jötunn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu Félagsmenn í SÍ krefjast félagsfundar. 2. nóvember 2018 16:59 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Stjórn Sjómannafélags Íslands hefur ekki orðið við ákalli á annað hundrað manns sem hafa krafist félagsfundar vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í félaginu. Stjórn félagsins kemur saman eftir helgi þar sem skorið verður úr um lögmæti kröfunnar.Rúmlega 160 einstaklingar settu nafn sitt við undirskriftasöfnunina þar sem þess var krafist að Sjómannafélag Íslands mynda boða til félagsfundar ekki síðar en í dag í ljósi þeirrar „grafalvarlegu stöðu“ sem komin sé upp í félaginu eftir að Heiðveigu Maríu Einarsdóttur var vikið úr Sjómannafélaginu fyrir helgi. Samkvæmt lögum sjómannafélagsins þurfa 100 félagsmenn að óska eftir því að boðað sé til fundar og því mætti ætla að undirskriftarsöfnunin uppfylli þau skilyrði. Nú er hins vegar ljóst að stjórn Sjómannafélagsins hefur ekki orðið við þessari áskorun. Enginn félagsfundur hefur verið boðaður - þrátt fyrir að svo virðist vera sem að um þriðjungur félagsmanna sjómannafélagsins hafi sett nafn sitt við kröfuna. Að sögn stjórnamanns í félaginu hefur engin formleg ákvörðun verið tekin um framhaldið, enda sé málið ekki jafn einfalt og það lítur út fyrir að vera.Sjá einnig: Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Sigurgeir Friðriksson, stjórnarmaður í Sjómannafélaginu, sagði í samtali við fréttastofu í dag að lögmæti kröfunnar sé nefnilega óljóst. Það eigi eftir að ganga úr skugga um að allir þeir sem rituðu nafn sitt við undirskriftasöfnunina séu í raun félagsmenn í Sjómannafélaginu. Því þurfi að bera saman undirskriftalistann við félagatal Sjómannafélagsins áður en formlega verður hægt að boða til félagsfundar. Hvenær þessi samanburður mun eiga sér stað liggur ekki fyrir en að sögn Arngríms Jónssonar, ritara Sjómannafélagsins, mun stjórn félagsins funda um framhaldið fljótlega eftir helgi. Að öðru leyti vildu þeir Sigurgeir og Arngrímur ekki ræða við fréttastofu um málið og bentu á formanninn Jónas Garðarsson. Fréttastofa hefur reynt að ná á Jónas með ítrekuðum símhringum og skilaboðum frá því snemma í morgun, en án árangurs.
Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57 Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00 Jötunn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu Félagsmenn í SÍ krefjast félagsfundar. 2. nóvember 2018 16:59 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Formenn stéttarfélaganna krefjast þess að brottrekstur Heiðveigar Maríu verði afturkallaður Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. 2. nóvember 2018 07:57
Ótti við sósíalíska byltingu leiddi til brottrekstrar Heiðveigar Maríu Í greinargerð kemur fram að trúnaðarmenn telja Heiðveigu Maríu Einarsdóttur útsendara Sósíalistaflokks Íslands. 1. nóvember 2018 08:00
Jötunn fordæmir brottrekstur Heiðveigar Maríu Félagsmenn í SÍ krefjast félagsfundar. 2. nóvember 2018 16:59