FH vann nauman sigur á ÍR í Austurbergi og tryggði sér sæti í annari umferð Coca cola bikars kvenna í handbolta.
Gestirnir úr Hafnarfirði voru með þriggja marka forystu í hálfleik 6-9 og fóru að lokum með 21-22 sigur.
Sylvía Björt Blöndal og Hildur Guðjónsdóttir skoruðu báðar sjö mörk fyrir FH.
Í liði ÍR var Karen Tinna Demian markahæst með 6 mörk og Sara Kristjánsdóttir gerði fimm.
