Valur komst örugglega áfram í aðra umferð Coca cola bikars kvenna í handbolta í dag með 24 marka sigri á Gróttu á Seltjarnarnesi.
Staðan í hálfleik var 8-14 fyrir Valskonum en í seinni hálfleik settu gestirnir í annan gír og völtuðu yfir Gróttu. Lokastaðan varð 13-37.
Allir tólf útileikmenn Vals skoruðu mark í leiknum. Íris Ásta Pétursdóttir var þeirra markahæst með átta mörk. Auður Ester Gestsdóttir gerði 6.
Í liði Gróttu skoraði Katrín Helga Sigurbergsdóttir 4 mörk og Eva Kolbrún Kolbeins 3.
Tuttugu og fjögurra marka sigur Vals
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn



Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld
Íslenski boltinn



