Bandarískur stórleikari mætti óvænt í 80s-partí í ÍR-heimilinu Birgir Olgeirsson skrifar 19. nóvember 2018 13:30 Kristófer Davíð Traustason, fyrirliði Léttis, ásamt Ezra Miller. Vísir/Aníta Guðlaug Hollywood-stjarnan Ezra Miller gerði sér lítið fyrir og mætti í 80´s-partí knattspyrnufélagsins Léttis í ÍR-heimilinu í Breiðholti síðastliðið laugardagskvöld. Partíið var við það að klárast þegar leikarinn mætti með Íslendingum sem hann þekkir til og hafa tengingu við Kex-hostel í miðbæ Reykjavíkur. Reynir Haraldsson, leikmaður Léttis, var í partíinu og fékk að taka nokkrar myndir með Miller og ber honum vel söguna. „Þetta er bara gaur sem fúnkerar út um allt. Hann er viðkunnanlegur og maður sá á honum að hann hefur gaman að því að vera til. Það var ekkert vesen á honum, það voru bara við sem vorum með vesenið með því að stara á hann,“ segir Reynir. Leikarinn Ezra Miller.Vísir/Getty Hann segir að þeir sem skipulögðu teitið hefðu verið farnir að huga að frágangi þegar leikarinn gekk inn og færðist þá heldur betur fjör í leikinn, sem varði þó ekki lengi. Miller er 26 ára gamall en hann náði að fanga athygli kvikmyndaunnenda með frammistöðu sinni í sálfræðitryllinum We Need To Talk About Kevin sem kom út árið 2011. Hann hefur einnig leikið í myndunum á borð við The Stanford Prison Experiment og gamanmyndinni Trainwreck. Hans stærstu hlutverk eru þó vafalaust í Fantastic Beasts-myndunum og sem Barry Allen, eða The Flash, í Justice League. View this post on Instagram Það að Hollywood leikarinn Ezra Miller (The Flash) hafi mætt í 80’s partý Léttis í ÍR-heimilinu er það skrýtnasta í heiminum. The Perks Of Being A Léttismaður. #lettir80 A post shared by Reynir Haraldsson (@reynirharalds) on Nov 18, 2018 at 4:16am PST Íslandsvinir Mál Ezra Miller Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Fleiri fréttir Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Sjá meira
Hollywood-stjarnan Ezra Miller gerði sér lítið fyrir og mætti í 80´s-partí knattspyrnufélagsins Léttis í ÍR-heimilinu í Breiðholti síðastliðið laugardagskvöld. Partíið var við það að klárast þegar leikarinn mætti með Íslendingum sem hann þekkir til og hafa tengingu við Kex-hostel í miðbæ Reykjavíkur. Reynir Haraldsson, leikmaður Léttis, var í partíinu og fékk að taka nokkrar myndir með Miller og ber honum vel söguna. „Þetta er bara gaur sem fúnkerar út um allt. Hann er viðkunnanlegur og maður sá á honum að hann hefur gaman að því að vera til. Það var ekkert vesen á honum, það voru bara við sem vorum með vesenið með því að stara á hann,“ segir Reynir. Leikarinn Ezra Miller.Vísir/Getty Hann segir að þeir sem skipulögðu teitið hefðu verið farnir að huga að frágangi þegar leikarinn gekk inn og færðist þá heldur betur fjör í leikinn, sem varði þó ekki lengi. Miller er 26 ára gamall en hann náði að fanga athygli kvikmyndaunnenda með frammistöðu sinni í sálfræðitryllinum We Need To Talk About Kevin sem kom út árið 2011. Hann hefur einnig leikið í myndunum á borð við The Stanford Prison Experiment og gamanmyndinni Trainwreck. Hans stærstu hlutverk eru þó vafalaust í Fantastic Beasts-myndunum og sem Barry Allen, eða The Flash, í Justice League. View this post on Instagram Það að Hollywood leikarinn Ezra Miller (The Flash) hafi mætt í 80’s partý Léttis í ÍR-heimilinu er það skrýtnasta í heiminum. The Perks Of Being A Léttismaður. #lettir80 A post shared by Reynir Haraldsson (@reynirharalds) on Nov 18, 2018 at 4:16am PST
Íslandsvinir Mál Ezra Miller Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Fleiri fréttir Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Sjá meira