Trump vill ekki hlusta á morðupptökuna 18. nóvember 2018 17:46 Trump vill ekki hlusta á upptöku af morðinu. Getty/Al Drago Donald Trump Bandaríkjaforseti segist enga ástæðu sjá til þess að hlusta á hljóðupptöku af morðinu á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi, þar sem innihald hennar myndi ekki hjálpa honum að taka ákvörðun um hvernig hann muni bregðast við morðinu. Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu í Istanbúl í byrjun október. Þá sagðist forsetinn hafa fengið ágrip af því sem fram fór á upptökunni. Auk þess vildi hann ekki hlusta á upptökuna. „Þetta er upptaka af þjáningum, hún er hræðileg. Ég hef fengið allar upplýsingar um hana, svo það er engin ástæða fyrir mig til þess að hlusta á hana,“ sagði Trump í viðtali við Fox News Sunday. „Ég hef fengið að heyra um allt á þessari upptöku án þess að þurfa að hlusta á hana.“Telur krónprins Sádi Arabíu ekki bera ábyrgðLeyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að krónprins Sádi-Arabíu, Mohammed bin Salman, hafi fyrirskipað morðið á Khashoggi en ríkisstjórn Trump hefur gefið út yfirlýsingu sem gengur þvert á þá niðurstöðu. Í viðtalinu við Fox sagðist Trump ekki telja að krónprinsinn bæri ábyrgð á verknaðinum en viðtalið var tekið upp á föstudaginn, aðeins nokkrum klukkustundum áður en niðurstaða rannsóknar CIA var gerð opinber. „Hann sagði mér að hann hefði ekkert haft með þetta að gera,“ sagði Trump, og bætti við að „fjöldi fólks“ væri sama sinnis um að krónprinsinn ungi bæri ekki ábyrgð á dauða Khashoggi. Trump segir skýrslu um morðið á Khashoggi, sem var oft á tíðum afar gagnrýninn á sádiarabísku konungsfjölskylduna, vera væntanlega á næstu dögum. „Við fáum mjög yfirgripsmikla skýrslu á næstu tveimur dögum, líklega á mánudag eða þriðjudag.“ Þá sagði forsetinn að skýrslan myndi innihalda upplýsingar um hver ber ábyrgð á ódæðinu.Vill halda tengslum við Sádi ArabíuMargir meðlimir Bandaríkjaþings hafa beitt Trump þrýstingi um að taka harðar á málinu gagnvart Sádi Arabíu. Þá hafa sumir gengið svo langt að kalla eftir því að Bandaríkin hætti sölu vopna til Sáda en Trump hefur staðið þann þrýsting af sér, enn sem komið er. Þá telja sérfræðingar vestanhafs að Trump vilji fara varlega í allar refsiaðgerðir gagnvart Sádum, þar sem Sádi Arabía er einn helsti útflytjandi olíu til Bandaríkjanna og mikilvægur bandamaður Bandaríkjanna í því að sporna við valdabrölti Írans í Mið-Austurlöndum. Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump ekki komin að sömu niðurstöðu og CIA Ríkisstjórn Donald Trump er ekki komin að þeirri niðurstöðu að Mohammad bin Salmann, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morð blaðamannsins Jamal Khashoggi. Þrátt fyrir að Leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hafi komist að þeirri niðurstöðu og að Gina Haspel, yfirmaður stofnunarinnar, hafi kynnt Trump og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, niðurstöðuna í kvöld. 17. nóvember 2018 23:01 Trump ræðir við CIA um morð Khashoggi Trump ræddi við blaðamenn áður en hann lagði af stað til Kaliforníu í dag og sagði að honum yrði kynnt málið seinna í dag. 17. nóvember 2018 17:46 CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan CIA telur ljóst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið út skipun um að ráða blaðamanninum Jamal Khashoggi bana í Istanbúl í október. 17. nóvember 2018 02:08 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist enga ástæðu sjá til þess að hlusta á hljóðupptöku af morðinu á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi, þar sem innihald hennar myndi ekki hjálpa honum að taka ákvörðun um hvernig hann muni bregðast við morðinu. Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sádi Arabíu í Istanbúl í byrjun október. Þá sagðist forsetinn hafa fengið ágrip af því sem fram fór á upptökunni. Auk þess vildi hann ekki hlusta á upptökuna. „Þetta er upptaka af þjáningum, hún er hræðileg. Ég hef fengið allar upplýsingar um hana, svo það er engin ástæða fyrir mig til þess að hlusta á hana,“ sagði Trump í viðtali við Fox News Sunday. „Ég hef fengið að heyra um allt á þessari upptöku án þess að þurfa að hlusta á hana.“Telur krónprins Sádi Arabíu ekki bera ábyrgðLeyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að krónprins Sádi-Arabíu, Mohammed bin Salman, hafi fyrirskipað morðið á Khashoggi en ríkisstjórn Trump hefur gefið út yfirlýsingu sem gengur þvert á þá niðurstöðu. Í viðtalinu við Fox sagðist Trump ekki telja að krónprinsinn bæri ábyrgð á verknaðinum en viðtalið var tekið upp á föstudaginn, aðeins nokkrum klukkustundum áður en niðurstaða rannsóknar CIA var gerð opinber. „Hann sagði mér að hann hefði ekkert haft með þetta að gera,“ sagði Trump, og bætti við að „fjöldi fólks“ væri sama sinnis um að krónprinsinn ungi bæri ekki ábyrgð á dauða Khashoggi. Trump segir skýrslu um morðið á Khashoggi, sem var oft á tíðum afar gagnrýninn á sádiarabísku konungsfjölskylduna, vera væntanlega á næstu dögum. „Við fáum mjög yfirgripsmikla skýrslu á næstu tveimur dögum, líklega á mánudag eða þriðjudag.“ Þá sagði forsetinn að skýrslan myndi innihalda upplýsingar um hver ber ábyrgð á ódæðinu.Vill halda tengslum við Sádi ArabíuMargir meðlimir Bandaríkjaþings hafa beitt Trump þrýstingi um að taka harðar á málinu gagnvart Sádi Arabíu. Þá hafa sumir gengið svo langt að kalla eftir því að Bandaríkin hætti sölu vopna til Sáda en Trump hefur staðið þann þrýsting af sér, enn sem komið er. Þá telja sérfræðingar vestanhafs að Trump vilji fara varlega í allar refsiaðgerðir gagnvart Sádum, þar sem Sádi Arabía er einn helsti útflytjandi olíu til Bandaríkjanna og mikilvægur bandamaður Bandaríkjanna í því að sporna við valdabrölti Írans í Mið-Austurlöndum.
Bandaríkin Donald Trump Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump ekki komin að sömu niðurstöðu og CIA Ríkisstjórn Donald Trump er ekki komin að þeirri niðurstöðu að Mohammad bin Salmann, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morð blaðamannsins Jamal Khashoggi. Þrátt fyrir að Leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hafi komist að þeirri niðurstöðu og að Gina Haspel, yfirmaður stofnunarinnar, hafi kynnt Trump og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, niðurstöðuna í kvöld. 17. nóvember 2018 23:01 Trump ræðir við CIA um morð Khashoggi Trump ræddi við blaðamenn áður en hann lagði af stað til Kaliforníu í dag og sagði að honum yrði kynnt málið seinna í dag. 17. nóvember 2018 17:46 CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan CIA telur ljóst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið út skipun um að ráða blaðamanninum Jamal Khashoggi bana í Istanbúl í október. 17. nóvember 2018 02:08 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Ríkisstjórn Trump ekki komin að sömu niðurstöðu og CIA Ríkisstjórn Donald Trump er ekki komin að þeirri niðurstöðu að Mohammad bin Salmann, krónprins Sádi-Arabíu, hafi fyrirskipað morð blaðamannsins Jamal Khashoggi. Þrátt fyrir að Leyniþjónusta Bandaríkjanna, CIA, hafi komist að þeirri niðurstöðu og að Gina Haspel, yfirmaður stofnunarinnar, hafi kynnt Trump og Mike Pompeo, utanríkisráðherra, niðurstöðuna í kvöld. 17. nóvember 2018 23:01
Trump ræðir við CIA um morð Khashoggi Trump ræddi við blaðamenn áður en hann lagði af stað til Kaliforníu í dag og sagði að honum yrði kynnt málið seinna í dag. 17. nóvember 2018 17:46
CIA telur krónprinsinn á bak við morðið á Khashoggi Bandaríska leyniþjónustan CIA telur ljóst að Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, hafi gefið út skipun um að ráða blaðamanninum Jamal Khashoggi bana í Istanbúl í október. 17. nóvember 2018 02:08