Ferðamenn og 10 milljarða framlag til vegakerfisins Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 16. nóvember 2018 07:30 Allir vita að ástand vegakerfisins á Íslandi er ekki eins og best verður á kosið. Fjármögnun á viðhaldi og uppbyggingu íslenska vegakerfisins er sífelldur höfuðverkur. Það er erfitt fyrir fámenna þjóð í stóru landi að halda úti og þjónusta rúmlega 13.000 km vegakerfi, sem stenst nútímakröfur um ástand og öryggi. Það hefur heldur ekki farið fram hjá neinum að á undanförnum árum hefur umferð um landið aukist ár frá ári. Þar skipta erlendir ferðamenn sköpum en sífellt fleiri vegfarendur eru erlendir ferðamenn og hópferðabílar með erlenda gesti innanborðs. Íslendingar sjálfir ferðast jafnframt meira og nú sækja margir vinnu og skóla um lengri veg en áður tíðkaðist. Vöxtur ferðaþjónustu og aukin umferð kallar eðlilega á meiri fjárfestingar, viðhald og þjónustu á vegakerfi landsins en áherslur í þeim efnum hafa ekki verið í neinum takti við breyttan raunveruleika. Sumir Íslendingar hafa kosið að líta erlenda ökumenn hornauga og einblína á hversu miklu álagi þeir valda á vegakerfið, þeir séu almennt til óþurftar úti á vegunum – þvælist fyrir, slíti þeim og borgi ekki krónu fyrir afnot af „okkar“ innviðum. Sannleikurinn er hins vegar sá, að umferð erlendra gesta um vegakerfi landsins er ein af vinsælustu útflutningsvörum landsins. Erlendir ferðamenn eru glænýr viðskiptavinahópur í vegakerfi landsins. Hann stuðlar að betri nýtingu samgöngumannvirkja um land allt og það sem meira er – hann tekur risastóran þátt í að fjármagna það. Árið 2017 var gott ár í ferðaþjónustu. Það ár má gera ráð fyrir að skatttekjur ríkisins vegna eldsneytiskaupa erlendra ferðamanna á bílaleigubílum hafi verið tæpir 9 milljarðar króna og 1,6 milljarðar vegna aksturs hópferðabíla með erlendra ferðamenn um landið. Þannig námu skatttekjur ríkisins vegna notkunar erlendra ferðamanna á vegakerfi landsins um 10,5 milljörðum króna sem er um 34% af heildartekjum ríkissjóðs (23 milljarðar króna) af eldsneytiskaupum fólksbifreiða á árinu 2017. Þessu til viðbótar greiddu erlendir ferðamenn um fjóra milljarða króna í virðisaukaskatt vegna þessara viðskipta. Til að setja viðskipti erlendra ferðamanna á þjóðvegum landsins í samhengi við Samgönguáætlun 2019-2023 er gert ráð fyrir að framkvæmdir á vegakerfinu nemi um 23,5 milljörðum króna á næsta ári. Að öllu óbreyttu má gera ráð fyrir að erlendir ferðamenn fjármagni um 45% af fyrirhuguðum framkvæmdum í vegamálum á næstu árum. Þetta og ýmislegt fleira er ágætt að hafa á bak við eyrað þegar rætt er um þörfina á að innleiða frekari skatta og gjöld á erlenda ferðamenn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Allir vita að ástand vegakerfisins á Íslandi er ekki eins og best verður á kosið. Fjármögnun á viðhaldi og uppbyggingu íslenska vegakerfisins er sífelldur höfuðverkur. Það er erfitt fyrir fámenna þjóð í stóru landi að halda úti og þjónusta rúmlega 13.000 km vegakerfi, sem stenst nútímakröfur um ástand og öryggi. Það hefur heldur ekki farið fram hjá neinum að á undanförnum árum hefur umferð um landið aukist ár frá ári. Þar skipta erlendir ferðamenn sköpum en sífellt fleiri vegfarendur eru erlendir ferðamenn og hópferðabílar með erlenda gesti innanborðs. Íslendingar sjálfir ferðast jafnframt meira og nú sækja margir vinnu og skóla um lengri veg en áður tíðkaðist. Vöxtur ferðaþjónustu og aukin umferð kallar eðlilega á meiri fjárfestingar, viðhald og þjónustu á vegakerfi landsins en áherslur í þeim efnum hafa ekki verið í neinum takti við breyttan raunveruleika. Sumir Íslendingar hafa kosið að líta erlenda ökumenn hornauga og einblína á hversu miklu álagi þeir valda á vegakerfið, þeir séu almennt til óþurftar úti á vegunum – þvælist fyrir, slíti þeim og borgi ekki krónu fyrir afnot af „okkar“ innviðum. Sannleikurinn er hins vegar sá, að umferð erlendra gesta um vegakerfi landsins er ein af vinsælustu útflutningsvörum landsins. Erlendir ferðamenn eru glænýr viðskiptavinahópur í vegakerfi landsins. Hann stuðlar að betri nýtingu samgöngumannvirkja um land allt og það sem meira er – hann tekur risastóran þátt í að fjármagna það. Árið 2017 var gott ár í ferðaþjónustu. Það ár má gera ráð fyrir að skatttekjur ríkisins vegna eldsneytiskaupa erlendra ferðamanna á bílaleigubílum hafi verið tæpir 9 milljarðar króna og 1,6 milljarðar vegna aksturs hópferðabíla með erlendra ferðamenn um landið. Þannig námu skatttekjur ríkisins vegna notkunar erlendra ferðamanna á vegakerfi landsins um 10,5 milljörðum króna sem er um 34% af heildartekjum ríkissjóðs (23 milljarðar króna) af eldsneytiskaupum fólksbifreiða á árinu 2017. Þessu til viðbótar greiddu erlendir ferðamenn um fjóra milljarða króna í virðisaukaskatt vegna þessara viðskipta. Til að setja viðskipti erlendra ferðamanna á þjóðvegum landsins í samhengi við Samgönguáætlun 2019-2023 er gert ráð fyrir að framkvæmdir á vegakerfinu nemi um 23,5 milljörðum króna á næsta ári. Að öllu óbreyttu má gera ráð fyrir að erlendir ferðamenn fjármagni um 45% af fyrirhuguðum framkvæmdum í vegamálum á næstu árum. Þetta og ýmislegt fleira er ágætt að hafa á bak við eyrað þegar rætt er um þörfina á að innleiða frekari skatta og gjöld á erlenda ferðamenn.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun