Spennandi að taka þátt í að sækja ártal á vegginn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. nóvember 2018 08:00 Helena Sverrisdóttir skrifar undir samninginn undir vökulu auga Gríms Atlasonar úr stjórn körfuknattleiksdeildar Vals. Darri Freyr Atlason, þjálfari Vals (lengst til vinstri), er hæstánægður með liðsstyrkinn. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Landslagið í Domino's-deild kvenna í körfubolta breyttist í gær þegar Helena Sverrisdóttir samdi við Val, silfurliðið frá síðasta tímabili. Helena fékk sig lausa frá ungverska liðinu Ceglédi fyrr í vikunni, er flutt heim og komin í Val þar sem hún hittir fyrir systur sína, Guðbjörgu. „Ég var byrjuð að huga að því í síðustu viku að losa mig undan samningi úti. Ég spjallaði við Guggu systur og spurði hvort hún hefði áhuga á að fá mig ef það væri í boði. Hugurinn leitaði eiginlega alltaf hingað, ekki að fara strax aftur heim í Hauka,“ sagði Helena í samtali við Fréttablaðið í gær. Helena er uppalin á Ásvöllum og Haukar eru eina liðið sem hún hefur spilað með á Íslandi. Hún segir að það hafi vissulega komið til greina að fara aftur í Hauka en Valur hafi orðið fyrir valinu. „Haukar voru líka sterkir þarna en mér fannst það sem er í gangi hjá Val spennandi. Fyrir mig snerist þetta líka um að fara ekki aftur í þægindarammann á Ásvöllum heldur koma hingað og spila með nýjum liðsfélögum fyrir nýjan þjálfara; á stað þar sem mér líður eins og ég þurfi að sanna mig. Það er áskorun,“ sagði Helena sem varð Íslandsmeistari með Haukum í fyrra. Hún kveðst spennt fyrir því að spila með systur sinni. „Mér finnst það ótrúlega spennandi. Gugga er frábær leikmaður en hefur kannski ekki alltaf fundið stöðugleikann. Við erum að mörgu leyti líkar sem körfuboltakonur og ég tel að við getum hjálpað hvor annarri.“ Valur hefur ekki unnið stóran titil í kvennaflokki en því á að breyta. „Þegar þú labbar inn á Hlíðarenda er veggur með titlum félagsins og ártölunum. Það er tómt hjá kvennakörfunni og mér finnst spennandi að taka þátt í að sækja ártal á vegginn. Að sjálfsögðu verður það markmiðið,“ sagði Helena. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski körfuboltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Sjá meira
Landslagið í Domino's-deild kvenna í körfubolta breyttist í gær þegar Helena Sverrisdóttir samdi við Val, silfurliðið frá síðasta tímabili. Helena fékk sig lausa frá ungverska liðinu Ceglédi fyrr í vikunni, er flutt heim og komin í Val þar sem hún hittir fyrir systur sína, Guðbjörgu. „Ég var byrjuð að huga að því í síðustu viku að losa mig undan samningi úti. Ég spjallaði við Guggu systur og spurði hvort hún hefði áhuga á að fá mig ef það væri í boði. Hugurinn leitaði eiginlega alltaf hingað, ekki að fara strax aftur heim í Hauka,“ sagði Helena í samtali við Fréttablaðið í gær. Helena er uppalin á Ásvöllum og Haukar eru eina liðið sem hún hefur spilað með á Íslandi. Hún segir að það hafi vissulega komið til greina að fara aftur í Hauka en Valur hafi orðið fyrir valinu. „Haukar voru líka sterkir þarna en mér fannst það sem er í gangi hjá Val spennandi. Fyrir mig snerist þetta líka um að fara ekki aftur í þægindarammann á Ásvöllum heldur koma hingað og spila með nýjum liðsfélögum fyrir nýjan þjálfara; á stað þar sem mér líður eins og ég þurfi að sanna mig. Það er áskorun,“ sagði Helena sem varð Íslandsmeistari með Haukum í fyrra. Hún kveðst spennt fyrir því að spila með systur sinni. „Mér finnst það ótrúlega spennandi. Gugga er frábær leikmaður en hefur kannski ekki alltaf fundið stöðugleikann. Við erum að mörgu leyti líkar sem körfuboltakonur og ég tel að við getum hjálpað hvor annarri.“ Valur hefur ekki unnið stóran titil í kvennaflokki en því á að breyta. „Þegar þú labbar inn á Hlíðarenda er veggur með titlum félagsins og ártölunum. Það er tómt hjá kvennakörfunni og mér finnst spennandi að taka þátt í að sækja ártal á vegginn. Að sjálfsögðu verður það markmiðið,“ sagði Helena.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski körfuboltinn Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Dagskráin: Opnunarleikur í Bestu, úrslitakeppni og kappakstur í Japan Sport „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti