Aðhaldsaðgerðir bitni á þeim sem síst þurfi á þeim að halda Sighvatur Arnmundsson skrifar 14. nóvember 2018 07:00 Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm „Að mati okkar í Samfylkingunni eru bæði fjárlagafrumvarpið og þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á því mikil vonbrigði. Enn og aftur er barnafólk, milli- og lágtekjufólk, aldraðir og öryrkjar skildir eftir,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og 2. varaformaður fjárlaganefndar. Til stóð að umræða um frumvarpið færi fram í gær en hún mun fara fram á morgun þar sem uppfæra þurfti frumvarpið miðað við nýja hagspá Hagstofunnar. „Við munum leggja til breytingartillögur sem munu mæta kröfum þjóðarinnar um að styrkja innviðina. Þær breytingartillögur eru að fullu fjármagnaðar með breyttum áherslum í skattamálum. Ísland er ríkt land og við eigum ekki að biðja öryrkja, aldraða og ungt fólk að bíða endalaust eftir réttlæti,“ segir Ágúst Ólafur. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, segir að meirihlutinn hafi þurft að grípa til aðhaldsaðgerða vegna breyttra forsenda frá því að frumvarpið kom fram. Í forsendum frumvarpsins hafi verið gert ráð fyrir 2,9 prósenta hagvexti en ný spá Hagstofunnar geri ráð fyrir 2,7 prósenta hagvexti. „Krónan er aðeins að gera okkur erfitt fyrir og verðbólga er farin af stað. Þetta hefur áhrif á umfangsmikinn lið í frumvarpinu sem er launa- og verðlagsbætur. Það þarf að hækka nokkuð drjúgt, eða um 4 milljarða. Það þarf þess vegna að gera ráðstafanir á útgjaldahliðinni,“ segir Willum. Meðal annars verði hluta verkefna við byggingu Landspítalans frestað og hægt á nýbyggingu fyrir skrifstofu Alþingis. Þá var í frumvarpinu lagt upp með 4 milljarða til að koma til móts við öryrkja en þau framlög verða skorin niður um 1,1 milljarð. „Þær tillögur voru ekki fullmótar og eru í vinnslu. Það er stutt í áramót og ljóst að það næðist ekki að klára þær.“ Þetta fjármagn sé hins vegar naglfast í fjármálaáætlun og muni fara til öryrkja þótt það dragist. „Það er alveg ótrúlegt að það gerist hjá ellefta ríkasta landi heims. Svo fá öryrkjar bara brot af því sem þeir eru að kalla eftir. Afnám krónu á móti krónu skerðinga er ekki fjármagnað. Framhaldsskólarnir lækka milli ára og háskólarnir ná ekki OECD-viðmiði eins og lofað var í stjórnarsáttmála,“ segir Ágúst Ólafur. Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Við erum orðlaus - þetta er með ólíkindum“ Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, er undrandi á tillögum meirihluta fjárlaganefndar. 13. nóvember 2018 22:39 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
„Að mati okkar í Samfylkingunni eru bæði fjárlagafrumvarpið og þær breytingar sem fyrirhugaðar eru á því mikil vonbrigði. Enn og aftur er barnafólk, milli- og lágtekjufólk, aldraðir og öryrkjar skildir eftir,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og 2. varaformaður fjárlaganefndar. Til stóð að umræða um frumvarpið færi fram í gær en hún mun fara fram á morgun þar sem uppfæra þurfti frumvarpið miðað við nýja hagspá Hagstofunnar. „Við munum leggja til breytingartillögur sem munu mæta kröfum þjóðarinnar um að styrkja innviðina. Þær breytingartillögur eru að fullu fjármagnaðar með breyttum áherslum í skattamálum. Ísland er ríkt land og við eigum ekki að biðja öryrkja, aldraða og ungt fólk að bíða endalaust eftir réttlæti,“ segir Ágúst Ólafur. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, segir að meirihlutinn hafi þurft að grípa til aðhaldsaðgerða vegna breyttra forsenda frá því að frumvarpið kom fram. Í forsendum frumvarpsins hafi verið gert ráð fyrir 2,9 prósenta hagvexti en ný spá Hagstofunnar geri ráð fyrir 2,7 prósenta hagvexti. „Krónan er aðeins að gera okkur erfitt fyrir og verðbólga er farin af stað. Þetta hefur áhrif á umfangsmikinn lið í frumvarpinu sem er launa- og verðlagsbætur. Það þarf að hækka nokkuð drjúgt, eða um 4 milljarða. Það þarf þess vegna að gera ráðstafanir á útgjaldahliðinni,“ segir Willum. Meðal annars verði hluta verkefna við byggingu Landspítalans frestað og hægt á nýbyggingu fyrir skrifstofu Alþingis. Þá var í frumvarpinu lagt upp með 4 milljarða til að koma til móts við öryrkja en þau framlög verða skorin niður um 1,1 milljarð. „Þær tillögur voru ekki fullmótar og eru í vinnslu. Það er stutt í áramót og ljóst að það næðist ekki að klára þær.“ Þetta fjármagn sé hins vegar naglfast í fjármálaáætlun og muni fara til öryrkja þótt það dragist. „Það er alveg ótrúlegt að það gerist hjá ellefta ríkasta landi heims. Svo fá öryrkjar bara brot af því sem þeir eru að kalla eftir. Afnám krónu á móti krónu skerðinga er ekki fjármagnað. Framhaldsskólarnir lækka milli ára og háskólarnir ná ekki OECD-viðmiði eins og lofað var í stjórnarsáttmála,“ segir Ágúst Ólafur.
Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir „Við erum orðlaus - þetta er með ólíkindum“ Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, er undrandi á tillögum meirihluta fjárlaganefndar. 13. nóvember 2018 22:39 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
„Við erum orðlaus - þetta er með ólíkindum“ Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ, er undrandi á tillögum meirihluta fjárlaganefndar. 13. nóvember 2018 22:39
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent