Loksins fór vörn Lakers í gang Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 11. nóvember 2018 09:14 LeBron og félagar fóru loks að spila vörn í nótt vísir/getty Það tók lið LA Lakers 12 leiki að ná að halda andstæðingi sínum undir 100 stigum og það gott betur þegar liðið vann Sacramento Kings 101-86. Reyk frá skógareldunum sem geysa í Kaliforníufylki lagði inn í Golden 1 höllina í Sacramento og neyddist Luke Walton til að rótera liði Lakers meira en hann hefði annars gert. Það kom þó ekki að sök, hans menn náðu í sinn sjötta sigur á tímabilinu og eru nú 6/6 eftir tólf leiki. LeBron James skoraði 25 stig þrátt fyrir höfuðverk vegna reyksins og Tyson Chandler tók 12 fráköst en það var varnarleikurinn sem skilaði Lakers sigrinum. Þetta var í annað skiptið á tímabilinu sem Sacramento skoraði undir 100 stig.LeBron James drops 25 PTS to lead the way in the @Lakers road W! #LakeShowpic.twitter.com/8oDIghNOsI — NBA (@NBA) November 11, 2018 Í Memphis þurfti að grípa til framlengingar til þess að knýja fram úrslit á milli heimamanna í Grizzlies og Philadelphia 76ers. Gærdagurinn var erfiður fyrir lið 76ers því í gær bárust fréttir af því að tveir byrjunarliðsmenn liðsins, Robert Covington og Dario Saric, ásamt varamanninum Jerryd Bayless eru á leið til Minnesota Timberwolves í skiptum fyrir Jimmy Butler. Kvöldið varð svo enn verra þegar 32 stig Mike Conley hjálpuðu Memphis að 112-106 sigri í framlengingu. Þetta var annað kvöldið í röð sem 76ers fara í framlengingu og því ekki að undra að leikmenn liðsins hafi ekki verið í sínu besta formi. Memphis er enn ósigrað á heimavelli eftir fimm heimaleiki.Mike Conley helps the @memgrizz stay unbeaten at home, posting a season-high 32 PTS in the OT win! #GrindCitypic.twitter.com/3UIa2d7YQd — NBA (@NBA) November 11, 2018 Kevin Durant var með tvöfalda tvennu í sigri meistaranna í Golden State Warriors á Brooklyn Nets. Durant setti 28 stig og tók 11 fráköst í leiknum þar sem Stephen Curry sat hjá vegna meiðsla. Quinn Cook steig upp þegar Curry meiddist í lok síðasta tímabils og hann var tilbúinn í slaginn í nótt. Hann skoraði 27 stig, hans besta á tímabilinu til þessa, og hjálpaði Warriors ná áhlaupi í þriðja leikhluta sem tryggði sigurinn. Kevin Durant fuels the @warriors win with 28 PTS and a season-high 11 AST! #DubNationpic.twitter.com/59xRCcvwf9 — NBA (@NBA) November 11, 2018Úrslit næturinnar: Toronto Raptors - New York Knicks 128-112 LA Clippers - Milwaukee Bucks 128-126 New Orelans Pelicans - Phoenix Suns 119-99 Miami Heat - Washington Wizards 110-116 Chicago Bulls - Cleveland Cavaliers 99-98 Memphis Grizzlies - Philadelphia 76ers 112-106 San Antonio Spurs - Houston Rockets 96-89 Golden State Warriors - Brooklyn Nets 116-100 Dallas Mavericks - Oklahoma City Thunder 111-96 Sacramento Kings - Los Angeles Lakers 86-101 NBA Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira
Það tók lið LA Lakers 12 leiki að ná að halda andstæðingi sínum undir 100 stigum og það gott betur þegar liðið vann Sacramento Kings 101-86. Reyk frá skógareldunum sem geysa í Kaliforníufylki lagði inn í Golden 1 höllina í Sacramento og neyddist Luke Walton til að rótera liði Lakers meira en hann hefði annars gert. Það kom þó ekki að sök, hans menn náðu í sinn sjötta sigur á tímabilinu og eru nú 6/6 eftir tólf leiki. LeBron James skoraði 25 stig þrátt fyrir höfuðverk vegna reyksins og Tyson Chandler tók 12 fráköst en það var varnarleikurinn sem skilaði Lakers sigrinum. Þetta var í annað skiptið á tímabilinu sem Sacramento skoraði undir 100 stig.LeBron James drops 25 PTS to lead the way in the @Lakers road W! #LakeShowpic.twitter.com/8oDIghNOsI — NBA (@NBA) November 11, 2018 Í Memphis þurfti að grípa til framlengingar til þess að knýja fram úrslit á milli heimamanna í Grizzlies og Philadelphia 76ers. Gærdagurinn var erfiður fyrir lið 76ers því í gær bárust fréttir af því að tveir byrjunarliðsmenn liðsins, Robert Covington og Dario Saric, ásamt varamanninum Jerryd Bayless eru á leið til Minnesota Timberwolves í skiptum fyrir Jimmy Butler. Kvöldið varð svo enn verra þegar 32 stig Mike Conley hjálpuðu Memphis að 112-106 sigri í framlengingu. Þetta var annað kvöldið í röð sem 76ers fara í framlengingu og því ekki að undra að leikmenn liðsins hafi ekki verið í sínu besta formi. Memphis er enn ósigrað á heimavelli eftir fimm heimaleiki.Mike Conley helps the @memgrizz stay unbeaten at home, posting a season-high 32 PTS in the OT win! #GrindCitypic.twitter.com/3UIa2d7YQd — NBA (@NBA) November 11, 2018 Kevin Durant var með tvöfalda tvennu í sigri meistaranna í Golden State Warriors á Brooklyn Nets. Durant setti 28 stig og tók 11 fráköst í leiknum þar sem Stephen Curry sat hjá vegna meiðsla. Quinn Cook steig upp þegar Curry meiddist í lok síðasta tímabils og hann var tilbúinn í slaginn í nótt. Hann skoraði 27 stig, hans besta á tímabilinu til þessa, og hjálpaði Warriors ná áhlaupi í þriðja leikhluta sem tryggði sigurinn. Kevin Durant fuels the @warriors win with 28 PTS and a season-high 11 AST! #DubNationpic.twitter.com/59xRCcvwf9 — NBA (@NBA) November 11, 2018Úrslit næturinnar: Toronto Raptors - New York Knicks 128-112 LA Clippers - Milwaukee Bucks 128-126 New Orelans Pelicans - Phoenix Suns 119-99 Miami Heat - Washington Wizards 110-116 Chicago Bulls - Cleveland Cavaliers 99-98 Memphis Grizzlies - Philadelphia 76ers 112-106 San Antonio Spurs - Houston Rockets 96-89 Golden State Warriors - Brooklyn Nets 116-100 Dallas Mavericks - Oklahoma City Thunder 111-96 Sacramento Kings - Los Angeles Lakers 86-101
NBA Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Frans páfa Fótbolti „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Sjá meira