Áfram í fangelsi vegna Facebook-ummæla Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 10. nóvember 2018 08:30 Facebook. Vísir/Getty Aðgerðasinninn, rithöfundurinn, ljóðskáldið og fræðimaðurinn Stella Nyanzi hefur verið í fangelsi í Úganda síðan í síðasta mánuði eftir að hún var ákærð í fyrra fyrir að hafa kallað Yoweri Museveni forseta „rasshaus“ á síðasta ári. Yfirvöld líta á að með ummælunum, sem féllu á Facebook, hafi Nyanzi brotið gegn lögum um stafræna áreitni. Nyanzi ákvað í gær að hafna lausn gegn tryggingu svo hún gæti verið áfram í fangelsi og kennt konum hvernig á að nota Facebook. „Hvað er eiginlega verið að rannsaka? Hvort Yoweri Museveni sé enn móðgaður? Ég ætla að fara aftur í Luzira-fangelsið og kenna konunum þar hvernig maður skrifar á Facebook svo þær geti skrifað eins og ég geri þegar þær losna,“ sagði Nyanza við dómara í Buganda Road í gær. Hún sagði jafnframt að það væri í eðli hennar, sem skálds og rithöfundar, að skrifa. Hún hafi valið að beina skrifum sínum gegn ríkisstjórninni. Nyanzi hefur reglulega kvatt sér til hljóðs í mótmælum gegn yfirvöldum. Á síðasta ári vakti hún athygli í baráttu gegn brottrekstri af skrifstofu sinni við Makerere-háskóla. Þá batt hún sig fasta á svæðinu og afklæddist fyrir framan tökumenn fréttastöðva. Auk þess að hafa barist af krafti gegn ríkisstjórn Yoweris Museveni hefur Nyanzi til dæmis barist fyrir því að úgandskar konur fái tíðavörur gjaldfrjálst sem og fyrir réttindum hinsegin fólks. BBC fjallaði ítarlega um þessa baráttukonu á síðasta ári, eftir að hún var ákærð fyrir ummælin um forsetann. „Museveni segist enga peninga eiga fyrir tíðavörunum sem hann lofaði. Samt er hann að lofa því að koma upp eftirlitsmyndavélum úti á götu. Hvílíkar lygar,“ hafði breska ríkisútvarpið til að mynda eftir Stellu Nyanzi í umfjölluninni. Afríka Birtist í Fréttablaðinu Facebook Samfélagsmiðlar Úganda Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Aðgerðasinninn, rithöfundurinn, ljóðskáldið og fræðimaðurinn Stella Nyanzi hefur verið í fangelsi í Úganda síðan í síðasta mánuði eftir að hún var ákærð í fyrra fyrir að hafa kallað Yoweri Museveni forseta „rasshaus“ á síðasta ári. Yfirvöld líta á að með ummælunum, sem féllu á Facebook, hafi Nyanzi brotið gegn lögum um stafræna áreitni. Nyanzi ákvað í gær að hafna lausn gegn tryggingu svo hún gæti verið áfram í fangelsi og kennt konum hvernig á að nota Facebook. „Hvað er eiginlega verið að rannsaka? Hvort Yoweri Museveni sé enn móðgaður? Ég ætla að fara aftur í Luzira-fangelsið og kenna konunum þar hvernig maður skrifar á Facebook svo þær geti skrifað eins og ég geri þegar þær losna,“ sagði Nyanza við dómara í Buganda Road í gær. Hún sagði jafnframt að það væri í eðli hennar, sem skálds og rithöfundar, að skrifa. Hún hafi valið að beina skrifum sínum gegn ríkisstjórninni. Nyanzi hefur reglulega kvatt sér til hljóðs í mótmælum gegn yfirvöldum. Á síðasta ári vakti hún athygli í baráttu gegn brottrekstri af skrifstofu sinni við Makerere-háskóla. Þá batt hún sig fasta á svæðinu og afklæddist fyrir framan tökumenn fréttastöðva. Auk þess að hafa barist af krafti gegn ríkisstjórn Yoweris Museveni hefur Nyanzi til dæmis barist fyrir því að úgandskar konur fái tíðavörur gjaldfrjálst sem og fyrir réttindum hinsegin fólks. BBC fjallaði ítarlega um þessa baráttukonu á síðasta ári, eftir að hún var ákærð fyrir ummælin um forsetann. „Museveni segist enga peninga eiga fyrir tíðavörunum sem hann lofaði. Samt er hann að lofa því að koma upp eftirlitsmyndavélum úti á götu. Hvílíkar lygar,“ hafði breska ríkisútvarpið til að mynda eftir Stellu Nyanzi í umfjölluninni.
Afríka Birtist í Fréttablaðinu Facebook Samfélagsmiðlar Úganda Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira