Megum ekki hika í sóknarleiknum Kristinn Páll Teitsson skrifar 29. nóvember 2018 10:00 Elvar Friðriksson er einn þeirra sem koma til greina til að leysa stöðu leikstjórnandans í kvöld. Fréttablaðið/sigtryggur Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætir Belgíu í Laugardalshöll klukkan 19.45 í kvöld. Er þetta annar leikur Íslands í undankeppni EuroBasket 2021 en fyrsti heimaleikurinn. Ísland er með eitt stig eftir naumt tap gegn Portúgal ytra í september. Tap í þessum leik myndi þýða að Ísland ætti í erfiðleikum með að komast upp úr riðlinum en ætti enn von um að komast á þriðja Evrópumótið í röð. Þessi lið kannast vel hvort við annað enda í fimmta sinn sem liðin mætast á síðustu fjórum árum undir stjórn Craigs Pedersen. Í aðdraganda Eurobasket 2015 mættust liðin í æfingarleik þar sem Ísland tapaði með fjörutíu stigum sem er stærsta tap liðsins undir stjórn núverandi þjálfarateymis. Í undankeppninni fyrir EuroBasket 2017 vann Belgía leik liðanna ytra en Ísland vann lokaleik riðilsins í Laugardalshöll sem tryggði liðinu sæti í úrslitakeppninni. Í aðdraganda EM mættust liðin svo tvívegis í æfingarleikjum hér á Íslandi þar sem Ísland vann báða leikina. Þjálfari íslenska liðsins, Craig Pedersen, virðist nokkuð brattur þegar Fréttablaðið nær tali af honum á æfingu landsliðsins. „Við þurfum að spila vel á báðum endum vallarins í dag. Belgarnir eru að koma með mun sterkara lið í þennan leik heldur en þegar þeir mættu Portúgal. Þeir fá inn þrjá leikmenn sem eru að spila í Euroleague og þekkja það vel að spila stóra leiki. Við þurfum að vera tilbúnir að aðlagast því hvernig þeir spila því þeir munu spila öðruvísi í þessum leik.“ Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson eru komnir aftur. „Við njótum góðs af því að fá Jón Arnór og Hauk Helga inn í þennan leik, þeir eru reynslumiklir leikmenn sem þekkja vel leiki af þessari stærðargráðu,“ segir Craig sem tekur því fagnandi að sjá Hauk spila í einu af stærstu liðum Frakklands. „Hann er í liði þar sem hann þarf ekki alltaf að vera stigahæstur en íslenska landsliðið nýtur góðs af því að hann er kominn í þetta sterka lið.“ Craig virðist leggja áherslu á að leikmenn séu óhræddir og tilbúnir að taka við keflinu í fjarveru Martins Hermannssonar. „Við munum augljóslega sakna Martins, hann er að spila á hæsta getustiginu með Alba Berlin og aðrir leikmenn þurfa að stíga upp. Við munum leitast við að finna lausnir og ég hef minnt leikmenn á að ef tækifæri gefast þá verða þeir að taka skotin. Ekki vera hræddir,“ segir Craig og heldur áfram: „Við getum ekki haft leikmenn sem leita alltaf eftir því að gefa boltann í opnum færum í stað þess að taka frumkvæðið, hvort sem um ræðir að skjóta eða keyra inn á körfu. Þá komast Belgarnir upp með að slaka á dekkuninni en sem betur fer geta allir okkar leikmenn tekið af skarið.“ Takist Belgum að vinna eru þeir komnir í lykilstöðu í riðlinum. „Allir leikmennirnir vita hversu mikilvægir þessir leikir eru, ef Belgar vinna þennan leik eru þeir komnir langleiðina með að vinna riðilinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Þór Ak. | Valsarar geta hleypt öllu í háaloft Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta mætir Belgíu í Laugardalshöll klukkan 19.45 í kvöld. Er þetta annar leikur Íslands í undankeppni EuroBasket 2021 en fyrsti heimaleikurinn. Ísland er með eitt stig eftir naumt tap gegn Portúgal ytra í september. Tap í þessum leik myndi þýða að Ísland ætti í erfiðleikum með að komast upp úr riðlinum en ætti enn von um að komast á þriðja Evrópumótið í röð. Þessi lið kannast vel hvort við annað enda í fimmta sinn sem liðin mætast á síðustu fjórum árum undir stjórn Craigs Pedersen. Í aðdraganda Eurobasket 2015 mættust liðin í æfingarleik þar sem Ísland tapaði með fjörutíu stigum sem er stærsta tap liðsins undir stjórn núverandi þjálfarateymis. Í undankeppninni fyrir EuroBasket 2017 vann Belgía leik liðanna ytra en Ísland vann lokaleik riðilsins í Laugardalshöll sem tryggði liðinu sæti í úrslitakeppninni. Í aðdraganda EM mættust liðin svo tvívegis í æfingarleikjum hér á Íslandi þar sem Ísland vann báða leikina. Þjálfari íslenska liðsins, Craig Pedersen, virðist nokkuð brattur þegar Fréttablaðið nær tali af honum á æfingu landsliðsins. „Við þurfum að spila vel á báðum endum vallarins í dag. Belgarnir eru að koma með mun sterkara lið í þennan leik heldur en þegar þeir mættu Portúgal. Þeir fá inn þrjá leikmenn sem eru að spila í Euroleague og þekkja það vel að spila stóra leiki. Við þurfum að vera tilbúnir að aðlagast því hvernig þeir spila því þeir munu spila öðruvísi í þessum leik.“ Jón Arnór Stefánsson og Haukur Helgi Pálsson eru komnir aftur. „Við njótum góðs af því að fá Jón Arnór og Hauk Helga inn í þennan leik, þeir eru reynslumiklir leikmenn sem þekkja vel leiki af þessari stærðargráðu,“ segir Craig sem tekur því fagnandi að sjá Hauk spila í einu af stærstu liðum Frakklands. „Hann er í liði þar sem hann þarf ekki alltaf að vera stigahæstur en íslenska landsliðið nýtur góðs af því að hann er kominn í þetta sterka lið.“ Craig virðist leggja áherslu á að leikmenn séu óhræddir og tilbúnir að taka við keflinu í fjarveru Martins Hermannssonar. „Við munum augljóslega sakna Martins, hann er að spila á hæsta getustiginu með Alba Berlin og aðrir leikmenn þurfa að stíga upp. Við munum leitast við að finna lausnir og ég hef minnt leikmenn á að ef tækifæri gefast þá verða þeir að taka skotin. Ekki vera hræddir,“ segir Craig og heldur áfram: „Við getum ekki haft leikmenn sem leita alltaf eftir því að gefa boltann í opnum færum í stað þess að taka frumkvæðið, hvort sem um ræðir að skjóta eða keyra inn á körfu. Þá komast Belgarnir upp með að slaka á dekkuninni en sem betur fer geta allir okkar leikmenn tekið af skarið.“ Takist Belgum að vinna eru þeir komnir í lykilstöðu í riðlinum. „Allir leikmennirnir vita hversu mikilvægir þessir leikir eru, ef Belgar vinna þennan leik eru þeir komnir langleiðina með að vinna riðilinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Þór Ak. | Valsarar geta hleypt öllu í háaloft Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum