Taumlaus óbeit Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 26. nóvember 2018 07:00 Íslenskir stjórnmálamenn telja sig ekki alltaf þurfa að taka yfirvegaða afstöðu til einstakra mála. Sumir þykjast vita fyrirfram hvað er á ferð. Brúnaþungir og ábúðarfullir fara þeir umsvifalaust að gaspra út í loftið um hvað muni bíða þjóðarinnar verði málið sem þeir leggjast gegn samþykkt á þingi. Gagnrýnin á þriðja orkupakka Evrópusambandsins hefur verið á þennan veg. Svo harðvítugar deilur eru einkennilegar í máli þar sem auðvelt ætti að vera að kynna sér staðreyndir. Margir hafa alls engan áhuga á því og stunda upphrópanir um að verið sé að afsala sér forræði yfir auðlindinni og telja fullveldisafsal blasa við. Ekki kemur á óvart að þeir stjórnmálamenn sem hæst tala á þessum nótum tilheyra Miðflokki, Framsóknarflokki og afturhaldssamasta armi Sjálfstæðisflokksins. Þeir virðast fyrst og fremst reknir áfram af blindri andúð á Evrópusambandinu og hafa takmarkaðan áhuga á að kynna sér staðreyndir málsins. Sjálfir telja þeir sig búa yfir fyrirfram vitneskju sem kallar ekki á neinar efasemdir í huga þeirra. Í húsi stærsta flokks þjóðarinnar, Sjálfstæðisflokksins, eru þó blessunarlega margar vistarverur og í sumum þeirra er meira um skynsemi en í öðrum. Á dögunum steig fram Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra iðnaðarmála, og sagði málflutning andstæðinga þriðja orkupakkans beinlínis fjarstæðukenndan. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur tilkynnt að vegna gagnrýnisradda ætli ríkisstjórnin að fresta því fram á vor að leggja fram frumvarp um þriðja orkupakkann. Hugsanlega er þetta gert í von um að hinir herskáu andstæðingar róist og geti rætt málið á vitsmunalegum nótum, og jafnvel tekið mark á orðum færustu sérfræðinga. Ekkert bendir þó sérstaklega til þess að svo verði. Hörðustu andstæðingar þriðja orkupakkans hafa lítið annað með sér í málflutningi sínum en taumlausa óbeit á Evrópusambandinu og EES-samningnum. Þeim er nákvæmlega sama um álit þeirra sem hafa kynnt sér málið og taka ekki mark á niðurstöðum sérfræðinga, sem koma úr ólíkum áttum, og segja hinn nýja orkupakka ekki fela í sér eðlisbreytingu frá fyrri orkupökkum. Stjórnmálamenn geta haft alls konar skoðanir á Evrópusambandinu og hinum ýmsu löggjöfum þess, en þeir mega ekki missa slíka stjórn á sér að þeir sjái þar fjandann sjálfan í hverju horni og líti á EES-samninginn sem svikaplagg sem umsvifalaust ber að segja sig frá. EES-samningurinn hefur dugað þjóðinni ákaflega vel og það er ástæða til að standa vörð um hann. Þegar umræða um þriðja orkupakkann hefst af fullum þunga næsta vor verða þeir þingmenn stjórnarandstöðu sem búa yfir ábyrgðarkennd – sem þeir gera ekki allir – að styðja málið. Það kemur í hlut þeirra að taka sér stöðu við hlið ríkisstjórnarinnar og mótmæla málflutningi afturhaldsafla sem kæra sig ekki um að framfylgja alþjóðasamningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Íslenskir stjórnmálamenn telja sig ekki alltaf þurfa að taka yfirvegaða afstöðu til einstakra mála. Sumir þykjast vita fyrirfram hvað er á ferð. Brúnaþungir og ábúðarfullir fara þeir umsvifalaust að gaspra út í loftið um hvað muni bíða þjóðarinnar verði málið sem þeir leggjast gegn samþykkt á þingi. Gagnrýnin á þriðja orkupakka Evrópusambandsins hefur verið á þennan veg. Svo harðvítugar deilur eru einkennilegar í máli þar sem auðvelt ætti að vera að kynna sér staðreyndir. Margir hafa alls engan áhuga á því og stunda upphrópanir um að verið sé að afsala sér forræði yfir auðlindinni og telja fullveldisafsal blasa við. Ekki kemur á óvart að þeir stjórnmálamenn sem hæst tala á þessum nótum tilheyra Miðflokki, Framsóknarflokki og afturhaldssamasta armi Sjálfstæðisflokksins. Þeir virðast fyrst og fremst reknir áfram af blindri andúð á Evrópusambandinu og hafa takmarkaðan áhuga á að kynna sér staðreyndir málsins. Sjálfir telja þeir sig búa yfir fyrirfram vitneskju sem kallar ekki á neinar efasemdir í huga þeirra. Í húsi stærsta flokks þjóðarinnar, Sjálfstæðisflokksins, eru þó blessunarlega margar vistarverur og í sumum þeirra er meira um skynsemi en í öðrum. Á dögunum steig fram Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra iðnaðarmála, og sagði málflutning andstæðinga þriðja orkupakkans beinlínis fjarstæðukenndan. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur tilkynnt að vegna gagnrýnisradda ætli ríkisstjórnin að fresta því fram á vor að leggja fram frumvarp um þriðja orkupakkann. Hugsanlega er þetta gert í von um að hinir herskáu andstæðingar róist og geti rætt málið á vitsmunalegum nótum, og jafnvel tekið mark á orðum færustu sérfræðinga. Ekkert bendir þó sérstaklega til þess að svo verði. Hörðustu andstæðingar þriðja orkupakkans hafa lítið annað með sér í málflutningi sínum en taumlausa óbeit á Evrópusambandinu og EES-samningnum. Þeim er nákvæmlega sama um álit þeirra sem hafa kynnt sér málið og taka ekki mark á niðurstöðum sérfræðinga, sem koma úr ólíkum áttum, og segja hinn nýja orkupakka ekki fela í sér eðlisbreytingu frá fyrri orkupökkum. Stjórnmálamenn geta haft alls konar skoðanir á Evrópusambandinu og hinum ýmsu löggjöfum þess, en þeir mega ekki missa slíka stjórn á sér að þeir sjái þar fjandann sjálfan í hverju horni og líti á EES-samninginn sem svikaplagg sem umsvifalaust ber að segja sig frá. EES-samningurinn hefur dugað þjóðinni ákaflega vel og það er ástæða til að standa vörð um hann. Þegar umræða um þriðja orkupakkann hefst af fullum þunga næsta vor verða þeir þingmenn stjórnarandstöðu sem búa yfir ábyrgðarkennd – sem þeir gera ekki allir – að styðja málið. Það kemur í hlut þeirra að taka sér stöðu við hlið ríkisstjórnarinnar og mótmæla málflutningi afturhaldsafla sem kæra sig ekki um að framfylgja alþjóðasamningum.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun