Hafa borist ábendingar um verðhækkanir fyrir Svarta föstudaginn Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. nóvember 2018 21:06 Black Friday eða Svartur föstudagur er stærsti verslunardagur Bandaríkjanna, en hann markar jafnframt upphaf jólavertíðarinnar vestanhafs. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum voru kaupóðir bandaríkjamenn mættir fyrir utan verslanir áður en þær opnuðu í morgun í von um að ná bestu tilboðunum. Síðustu ár hafa verslanir á Íslandi tekið þátt í deginum og boðið afslátt af ýmsum vörum. Á hverju ári virðast fleiri verslanir taka þátt og mynduðust raðir við sumar þeirra fyrir opnun í morgun, þó öfgarnar séu langt í frá eins miklar og í Bandaríkjunum.Ótækt að verslanir leiki slíkan leik Neytendasamtökunum hafa borist ábendingar um að verslanir hækki verð á vörum til þess eins að veita afslátt af þeim á svörtum föstudegi. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir það ótækt að verslanir leiki slíkan leik. „Okkur hefur borist ábendingar um það að einhverjar búðir hafi stundað að hækka verð til þess eins að geta lækkað verð á Svörtum Föstudegi. Það er náttúrulega alveg ólíðandi“ sagði Breki í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Aðspurður hvað Neytendasamtökin geri við slíkar ábendingar segir Breki: „Við grennslumst fyrir um það og fáum svör frá viðkomandi verslunum sem segja að þetta hafi verið vegna krónunnar, hún hafi verið að lækka svolítið mikið og þarafleiðandi hafi erlent verð frá birgjum verið að hækka“.Takið þið svona afsakanir trúanlegar? „Við getum ekki annað en tekið þessum svörum trúanlegum. Við höfum engin gögn um annað en við krefjumst þess að sjálfsögðu að fá þessi gögn um að innkaupsverð hafi hækkað.“ Neytendur Tengdar fréttir Vissara að lesa smáa letrið í H&M Tuttugu prósenta afsláttur af öllum vörum gildir aðeins ef keyptar eru þrjár vörur eða fleiri, eins og segir í smáa letrinu. 23. nóvember 2018 17:26 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Black Friday eða Svartur föstudagur er stærsti verslunardagur Bandaríkjanna, en hann markar jafnframt upphaf jólavertíðarinnar vestanhafs. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum voru kaupóðir bandaríkjamenn mættir fyrir utan verslanir áður en þær opnuðu í morgun í von um að ná bestu tilboðunum. Síðustu ár hafa verslanir á Íslandi tekið þátt í deginum og boðið afslátt af ýmsum vörum. Á hverju ári virðast fleiri verslanir taka þátt og mynduðust raðir við sumar þeirra fyrir opnun í morgun, þó öfgarnar séu langt í frá eins miklar og í Bandaríkjunum.Ótækt að verslanir leiki slíkan leik Neytendasamtökunum hafa borist ábendingar um að verslanir hækki verð á vörum til þess eins að veita afslátt af þeim á svörtum föstudegi. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir það ótækt að verslanir leiki slíkan leik. „Okkur hefur borist ábendingar um það að einhverjar búðir hafi stundað að hækka verð til þess eins að geta lækkað verð á Svörtum Föstudegi. Það er náttúrulega alveg ólíðandi“ sagði Breki í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Aðspurður hvað Neytendasamtökin geri við slíkar ábendingar segir Breki: „Við grennslumst fyrir um það og fáum svör frá viðkomandi verslunum sem segja að þetta hafi verið vegna krónunnar, hún hafi verið að lækka svolítið mikið og þarafleiðandi hafi erlent verð frá birgjum verið að hækka“.Takið þið svona afsakanir trúanlegar? „Við getum ekki annað en tekið þessum svörum trúanlegum. Við höfum engin gögn um annað en við krefjumst þess að sjálfsögðu að fá þessi gögn um að innkaupsverð hafi hækkað.“
Neytendur Tengdar fréttir Vissara að lesa smáa letrið í H&M Tuttugu prósenta afsláttur af öllum vörum gildir aðeins ef keyptar eru þrjár vörur eða fleiri, eins og segir í smáa letrinu. 23. nóvember 2018 17:26 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Vissara að lesa smáa letrið í H&M Tuttugu prósenta afsláttur af öllum vörum gildir aðeins ef keyptar eru þrjár vörur eða fleiri, eins og segir í smáa letrinu. 23. nóvember 2018 17:26