Lögreglan í basli við að ná líki trúboðans Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2018 18:00 Áætlað er að eyjaskeggjar telji milli fimmtíu og 150. Mynd/Indverska strandgæslan Lögreglan á Indlandi segir erfitt að ná líki bandaríska trúboðans John Allen Chau, sem drepinn var af meðlimum einangraðs ættbálks á eyju í Indlandshafi í síðustu viku. Eyjarskeggjarnir eru sagðir hafa grafið Chau á strönd eyjarinnar North Sentinel. Íbúar eyjunnar kallast Sentinelese og hafa búið þar í tugi þúsunda ára og nánast án samskipta við umheiminn. Ekki er vitað hve margir íbúar eyjunnar eru en áætlað er að þeir telji milli fimmtíu og 150. P.C. Joshi, er mannfræðingur hjá háskólanum í Delhi í Indlandi en í samtali við AP fréttaveituna segir hann að Chau hafi ekki bara stofnað eigin lífi í hættu. Hann hafi sömuleiðis stofnað lífi allra íbúa eyjunnar í hættu.Bannað er með lögum að fara til eyjunnar og er þeim lögum ætlað að vernda eyjarskeggjanna. Vegna einangrunar þeirra er talið víst að þeir séu ekki ónæmir fyrir sjúkdómum, sem flestir jarðarbúar telja smáræði, og gæti venjulegur maður smitað þá mjög auðveldlega. „Þeir eru ekki ónæmir neinu,“ sagði Chau. „Hefðbundin flensa gæti leitt þau til dauða.“ Í rauninni eru samskipti við íbúa nokkurra ættbálka á svæðinu bönnuð og er það til að vernda lifnaðarhætti þeirra. Í skilaboðum sem hann skrifaði til fjölskyldu sinnar sagði hann að líklega teldi fólk hann vera klikkaðan en hann var viss um að það væri þess virði að boða kristna trú á North Sentinel og „byggja konungsríki Jesú“. Þá óskaði Chau þess í dagbókinni að hann myndi lifa trúboðið af en sagði fjölskyldu sinni að kenna eyjarskeggjunum ekki um, ef hann myndi ekki lifa af. Svo virðist þó sem að Chau hafi átt í samskiptum við ættbálkinn. BBC ræddi við Jeff King, yfirmann samtaka trúboða sem Chau var meðlimur í, og höfðu þeir verið í samskiptum. King segir Chau hafa skipulagt ferðina í langan tíma.King segir einnig að Chau hafi farið þrisvar eða fjórum sinnum í land daginn sem hann var drepinn. Fyrst hafi hann verið rekinn á brott og í annað skiptið hafi hann tekið tvo fiska með sér til að gefa eyjarskeggjunum.„Eins og ég skildi þetta, þá tóku þeir við fiskunum. Þeir sátu saman í um klukkustund og hann sagði að þeir hefðu orðið ógnandi og skotið að honum. Þá fór hann aftur í bátinn,“ segir King. Chau fór svo aftur í land næsta dag, þann 16. nóvember. Ekki er vitað hvað gerðist þá en samkvæmt AP sáu sjómennirnir hvernig eyjarskeggjarnir drógu lík Chau niður á strönd degi seinna og grófu hann. Verið er að ræða við sérfræðinga um hvernig best sé að reyna að ná líki hans af eyjunni. Yfirvöld Indlands búast þó við því að það muni taka einhverja daga.Segjast fyrirgefa eyjarskeggjum Sjö manns hafa verið handteknir. Fimm sjómenn, vinur Chau sem hjálpaði honum við undirbúning ferðarinnar og leiðsögumaður. Fjölskylda Chau sendi frá sér yfirlýsingu á Instagram í dag en þar segir að þau fyrirgefið eyjarskeggjunum fyrir að bana honum. Þá kallar fjölskyldan eftir því að Indverjar sleppi þeim sjö sem hafa verið handteknir úr haldi. View this post on Instagram John Allen Chau A post shared by John Chau (@johnachau) on Nov 21, 2018 at 11:36am PST Asía Indland Tengdar fréttir Trúboði drepinn af einangruðum eyjaskeggjum í Indlandshafi Bandarískur ferðamaður er sagður hafa verið látið lífið eftir að hafa orðið fyrir árás meðlima einangraðs ættbálks á eyjunni Norður-Sentinel. 21. nóvember 2018 13:05 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Lögreglan á Indlandi segir erfitt að ná líki bandaríska trúboðans John Allen Chau, sem drepinn var af meðlimum einangraðs ættbálks á eyju í Indlandshafi í síðustu viku. Eyjarskeggjarnir eru sagðir hafa grafið Chau á strönd eyjarinnar North Sentinel. Íbúar eyjunnar kallast Sentinelese og hafa búið þar í tugi þúsunda ára og nánast án samskipta við umheiminn. Ekki er vitað hve margir íbúar eyjunnar eru en áætlað er að þeir telji milli fimmtíu og 150. P.C. Joshi, er mannfræðingur hjá háskólanum í Delhi í Indlandi en í samtali við AP fréttaveituna segir hann að Chau hafi ekki bara stofnað eigin lífi í hættu. Hann hafi sömuleiðis stofnað lífi allra íbúa eyjunnar í hættu.Bannað er með lögum að fara til eyjunnar og er þeim lögum ætlað að vernda eyjarskeggjanna. Vegna einangrunar þeirra er talið víst að þeir séu ekki ónæmir fyrir sjúkdómum, sem flestir jarðarbúar telja smáræði, og gæti venjulegur maður smitað þá mjög auðveldlega. „Þeir eru ekki ónæmir neinu,“ sagði Chau. „Hefðbundin flensa gæti leitt þau til dauða.“ Í rauninni eru samskipti við íbúa nokkurra ættbálka á svæðinu bönnuð og er það til að vernda lifnaðarhætti þeirra. Í skilaboðum sem hann skrifaði til fjölskyldu sinnar sagði hann að líklega teldi fólk hann vera klikkaðan en hann var viss um að það væri þess virði að boða kristna trú á North Sentinel og „byggja konungsríki Jesú“. Þá óskaði Chau þess í dagbókinni að hann myndi lifa trúboðið af en sagði fjölskyldu sinni að kenna eyjarskeggjunum ekki um, ef hann myndi ekki lifa af. Svo virðist þó sem að Chau hafi átt í samskiptum við ættbálkinn. BBC ræddi við Jeff King, yfirmann samtaka trúboða sem Chau var meðlimur í, og höfðu þeir verið í samskiptum. King segir Chau hafa skipulagt ferðina í langan tíma.King segir einnig að Chau hafi farið þrisvar eða fjórum sinnum í land daginn sem hann var drepinn. Fyrst hafi hann verið rekinn á brott og í annað skiptið hafi hann tekið tvo fiska með sér til að gefa eyjarskeggjunum.„Eins og ég skildi þetta, þá tóku þeir við fiskunum. Þeir sátu saman í um klukkustund og hann sagði að þeir hefðu orðið ógnandi og skotið að honum. Þá fór hann aftur í bátinn,“ segir King. Chau fór svo aftur í land næsta dag, þann 16. nóvember. Ekki er vitað hvað gerðist þá en samkvæmt AP sáu sjómennirnir hvernig eyjarskeggjarnir drógu lík Chau niður á strönd degi seinna og grófu hann. Verið er að ræða við sérfræðinga um hvernig best sé að reyna að ná líki hans af eyjunni. Yfirvöld Indlands búast þó við því að það muni taka einhverja daga.Segjast fyrirgefa eyjarskeggjum Sjö manns hafa verið handteknir. Fimm sjómenn, vinur Chau sem hjálpaði honum við undirbúning ferðarinnar og leiðsögumaður. Fjölskylda Chau sendi frá sér yfirlýsingu á Instagram í dag en þar segir að þau fyrirgefið eyjarskeggjunum fyrir að bana honum. Þá kallar fjölskyldan eftir því að Indverjar sleppi þeim sjö sem hafa verið handteknir úr haldi. View this post on Instagram John Allen Chau A post shared by John Chau (@johnachau) on Nov 21, 2018 at 11:36am PST
Asía Indland Tengdar fréttir Trúboði drepinn af einangruðum eyjaskeggjum í Indlandshafi Bandarískur ferðamaður er sagður hafa verið látið lífið eftir að hafa orðið fyrir árás meðlima einangraðs ættbálks á eyjunni Norður-Sentinel. 21. nóvember 2018 13:05 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fleiri fréttir Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Sjá meira
Trúboði drepinn af einangruðum eyjaskeggjum í Indlandshafi Bandarískur ferðamaður er sagður hafa verið látið lífið eftir að hafa orðið fyrir árás meðlima einangraðs ættbálks á eyjunni Norður-Sentinel. 21. nóvember 2018 13:05
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent