Kennarastarfið – starf í örri þróun Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 22. nóvember 2018 11:23 Hugmyndin um að taka upp eitt leyfisbréf kennara fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, kann að virðast róttæk en ef vel er hugað að útfærslu og markmiðum getur hún orðið skref til framfara. Segja má að markmið með upptöku eins leyfisbréfs sé að viðurkenna kennslu- og uppeldisfræði sem grunnþátt í fagmennsku kennara. Í dag er ógreinabundið leyfisbréf í leik- og grunnskóla. Kennarar kenna allar námsgreinar skólastigsins og þeir ásamt stjórnendum eru lykilmenn í að greina hæfni og áhuga hvers og eins til þess að taka að sér kennslu mismunandi námsgreina. Í framhaldsskóla er leyfið aftur á móti bundið einstökum námsgreinum. Við getum öll verið sammála um að það sé grundvallaratriði að kennarastarfið sé viðurkennt sem starf sem hvílir á góðri þekkingu á uppeldis- og kennslufræði, þekkingu á námsefninu sem verið er að kenna og rannsóknarmiðuðu skólastarfi. Í stuttu máli snýst umræðan um eitt leyfisbréf fyrir öll skólastigin í raun um að kennarar mennti sig til kennslu. Nýjar áskoranir fylgja hverri kynslóð og skólakerfið þarf að vera í stöðugri þróun. Sífellt örari samfélagslegar breytingar kalla á aukna færni kennara til að takast á við breyttar aðstæður. Ef gera á breytingar á leyfisbréfum kennara skiptir miklu máli að þær nái til allra leyfisbréfa, óháð skólastigi. Jafnframt er mikilvægt að gera ekki greinarmun á starfsréttindum fólks eftir prófaldri. Í starfi allra kennara fléttast saman menntun, reynsla og starfsþróun. Þess vegna eru reynslumiklir kennarar órofa hluti af lærdómssamfélaginu. Öflug starfsþróun tryggir að allir kennarar hafi tækifæri til að efla sig í starfi og bæta við þekkingu sína. Bjargir á borð við styrka leiðsögn stjórnenda og vandaða starfsþróun eru gríðarlega mikilvægar svo kennarar geti sinnt starfi sínu af alúð. Hugmyndin um útgáfu eins leyfisbréfs getur í raun stutt við þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda sem hrint var í framkvæmd árið 2008 þegar kennaranámið var lengt úr þremur árum í fimm. Með þeirri breytingu var mikilvægi uppeldis- og kennslufræði undirstrikað, á sama tíma og sérhæfing kennara var styrkt. Útgáfa eins leyfisbréfs fyrir öll skólastigin þrjú eykur hreyfanleika í íslensku skólakerfi. Hún gæti jafnframt orðið öflugt aðhald fyrir ríki og sveitarfélög sem þurfa að líta til þess að skólastigin þrjú eru býsna ólík þegar kemur að ytri umgjörð, kjörum, vinnutíma og aðbúnaði. En fyrst og síðast er það verkefni þeirra sem að menntun koma að taka höndum saman um að auka nýliðun í stétt kennara. Breyting á útgáfu leyfisbréfa, eða önnur uppstokkun í menntakerfinu, mun aldrei skila tilætluðum árangri án róttækra aðgerða til að bregðast við viðvarandi og auknum kennaraskorti, sérstaklega á leik- og grunnskólastigi. Eigi aðgerðirnar að skila árangri verður að auka aðsókn í kennaranám, styðja betur við nýútskrifaða kennara og huga að því á öllum skólastigum að kennarastarfið verði eftirsóknarvert, skapandi, sveigjanlegt og njóti sannmælis. Það er stóra verkefnið sem blasir við. Við kennarar náum ekki árangri nema við snúum bökum saman. Ef útfærslan um eitt leyfisbréf þvert á skólastig tekst vel, verður stigið gæfuspor í íslenskri menntasögu. Spor sem undirstrikar mikilvægi ábyrgðar okkar allra á því að íslenskir skólar verði öflugar stofnanir, skipaðar sterku fagfólki sem býr yfir færni til að mæta þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í dag og til framtíðar.Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Hugmyndin um að taka upp eitt leyfisbréf kennara fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla, kann að virðast róttæk en ef vel er hugað að útfærslu og markmiðum getur hún orðið skref til framfara. Segja má að markmið með upptöku eins leyfisbréfs sé að viðurkenna kennslu- og uppeldisfræði sem grunnþátt í fagmennsku kennara. Í dag er ógreinabundið leyfisbréf í leik- og grunnskóla. Kennarar kenna allar námsgreinar skólastigsins og þeir ásamt stjórnendum eru lykilmenn í að greina hæfni og áhuga hvers og eins til þess að taka að sér kennslu mismunandi námsgreina. Í framhaldsskóla er leyfið aftur á móti bundið einstökum námsgreinum. Við getum öll verið sammála um að það sé grundvallaratriði að kennarastarfið sé viðurkennt sem starf sem hvílir á góðri þekkingu á uppeldis- og kennslufræði, þekkingu á námsefninu sem verið er að kenna og rannsóknarmiðuðu skólastarfi. Í stuttu máli snýst umræðan um eitt leyfisbréf fyrir öll skólastigin í raun um að kennarar mennti sig til kennslu. Nýjar áskoranir fylgja hverri kynslóð og skólakerfið þarf að vera í stöðugri þróun. Sífellt örari samfélagslegar breytingar kalla á aukna færni kennara til að takast á við breyttar aðstæður. Ef gera á breytingar á leyfisbréfum kennara skiptir miklu máli að þær nái til allra leyfisbréfa, óháð skólastigi. Jafnframt er mikilvægt að gera ekki greinarmun á starfsréttindum fólks eftir prófaldri. Í starfi allra kennara fléttast saman menntun, reynsla og starfsþróun. Þess vegna eru reynslumiklir kennarar órofa hluti af lærdómssamfélaginu. Öflug starfsþróun tryggir að allir kennarar hafi tækifæri til að efla sig í starfi og bæta við þekkingu sína. Bjargir á borð við styrka leiðsögn stjórnenda og vandaða starfsþróun eru gríðarlega mikilvægar svo kennarar geti sinnt starfi sínu af alúð. Hugmyndin um útgáfu eins leyfisbréfs getur í raun stutt við þá ákvörðun íslenskra stjórnvalda sem hrint var í framkvæmd árið 2008 þegar kennaranámið var lengt úr þremur árum í fimm. Með þeirri breytingu var mikilvægi uppeldis- og kennslufræði undirstrikað, á sama tíma og sérhæfing kennara var styrkt. Útgáfa eins leyfisbréfs fyrir öll skólastigin þrjú eykur hreyfanleika í íslensku skólakerfi. Hún gæti jafnframt orðið öflugt aðhald fyrir ríki og sveitarfélög sem þurfa að líta til þess að skólastigin þrjú eru býsna ólík þegar kemur að ytri umgjörð, kjörum, vinnutíma og aðbúnaði. En fyrst og síðast er það verkefni þeirra sem að menntun koma að taka höndum saman um að auka nýliðun í stétt kennara. Breyting á útgáfu leyfisbréfa, eða önnur uppstokkun í menntakerfinu, mun aldrei skila tilætluðum árangri án róttækra aðgerða til að bregðast við viðvarandi og auknum kennaraskorti, sérstaklega á leik- og grunnskólastigi. Eigi aðgerðirnar að skila árangri verður að auka aðsókn í kennaranám, styðja betur við nýútskrifaða kennara og huga að því á öllum skólastigum að kennarastarfið verði eftirsóknarvert, skapandi, sveigjanlegt og njóti sannmælis. Það er stóra verkefnið sem blasir við. Við kennarar náum ekki árangri nema við snúum bökum saman. Ef útfærslan um eitt leyfisbréf þvert á skólastig tekst vel, verður stigið gæfuspor í íslenskri menntasögu. Spor sem undirstrikar mikilvægi ábyrgðar okkar allra á því að íslenskir skólar verði öflugar stofnanir, skipaðar sterku fagfólki sem býr yfir færni til að mæta þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir í dag og til framtíðar.Höfundur er formaður Félags grunnskólakennara.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun