Níutíu og tveggja ára liggur inni á salerni á Landspítalanum Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 10:11 Dóra var lögð inn á öldrunardeild í gær. Svona er aðbúnaðurinn. Mynd/Aðsend Níutíu og tveggja ára móðir Berglindar Stefánsdóttur var lögð inn á öldrunardeild Landspítalans í gær. Ekki er pláss fyrir hana inni á hefðbundinni stofu heldur liggur hún í sjúkrarúmi inni á salerni. Berglind segir aðbúnaðinn óásættanlegan og þá hafi móður hennar hrakað mjög eftir að henni var komið fyrir á salerninu. Landspítalinn harmar að grípa hafi þurft til umræddra úrræða. Berglind vakti athygli á málinu í Facebook-færslu í gær. Þar sagði að móðir hennar, Dóra María Ingólfsdóttir, hafi verið lögð inn á bráðadeildina í Fossvogi um þarsíðustu helgi eftir slæmt fall á heimili sínu. Í færslunni rekur Berglind innlögn og legu Dóru á Landspítalanum. Fyrir það fyrsta hafi skýrslan úr sjúkrabílnum glatast og ekki enn fundist. Þá hafi móðir hennar verið lögð inn á bráðadeildina í Fossvogi og var þar í tvo daga á 10-15 manna stofu.Endurheimtu móður sína á lyflækningadeildinni Berglind segir ástand og aðstæður á bráðadeildinni hafa verið afar slæmar. Upplýsingaflæði milli starfsmanna hafi verið ábótavant, þannig að Berglind og systkini hennar þurftu sjálf að passa upp á að móðir þeirra tæki lyfin sín og fengi ekki sykurfall en hún er með sykursýki. „Hún var með næringu í æð og þegar pokinn kláraðist og slangan var orðin full af blóði, var okkur sagt að það væri ekki aðkallandi að setja annan poka, það væru aðrir sjúklingar veikari en hún!“Berglind Stefánsdóttir ásamt móður sinni, Dóru Maríu Ingólfsdóttur.Mynd/AðsendBerglind segir móður sína jafnframt hafa verið afar illa áttaða og ruglaða er hún lá inni á bráðadeild, auk þess sem hún kenndi mikilla verkja. Ekki hafi hins vegar fengist viðtal við lækni fyrr en löngu eftir innlögn á deildina. „Ég bað ítrekað um að fá að ræða við lækni út af ástandi hennar. Ég beið í 7 klst. og loksins kl. 01:00 eftir miðnætti náði ég tali af honum, 16 klst. eftir að hún lagðist inn.“ Á öðrum degi fékk móðir Berglindar svo pláss á lyflækningadeild og segir Berglind að þar hafi aðstæður verið mun betri. Í takt við það hafi ástand móður hennar batnað til muna. „Við endurheimtum hana,“ segir Berglind í samtali við Vísi og færir hún starfsfólki lyflækningadeildar kærar þakkir fyrir nærgætni og alúð í ummönnun móður sinnar.Grátandi inni á klósetti með kúabjöllu Í gærkvöldi var móður Berglindar og aðstandendum hennar tilkynnt að hún yrði flutt yfir á öldrunardeild þar sem annar sjúklingur þyrfti plássið hennar á lyflækningadeild. Á öldrunardeildinni var hins vegar ekki laust rúm inni á stofu og var móður Berglindar því komið fyrir inni á salerni á deildinni. „Þegar þangað kom var ekkert pláss fyrir hana þar og var hún því sett inn á salerni og verður þar næstu nætur eða þangað til rúm losnar. Á daginn fær hún að dúsa á ganginum því nota þarf salernið fyrir böðun og annað,“ skrifar Berglind. „Nú liggur hún, 92 ára, grátandi inni á klósetti með KÚABJÖLLU á borðinu til þess að gera vart við sig ef hana vantar aðstoð. Hún á ekki eftir að geta sofið í nótt því hún á allt eins von á því að aðrir sjúklingar þurfi að gera þarfir sínar þar sem hún liggur. Við höfum áhyggjur af því að þetta áfall verði til þess að ástand hennar versni aftur því svona breyting á umhverfi getur orðið til þess.“Dóra lá enn inni á salerninu í morgun en systir Berglindar tók þessa mynd er hún vitjaði móður sinnar í dag.Mynd/Aðsend„Myndu ráðherrarnir láta bjóða sér þetta?“ Berglind segir í samtali við Vísi í dag að enn sé óvíst hvenær, og þá yfir höfuð hvort, móðir hennar fái pláss inni á stofu. Fjölskyldunni hafi jafnframt verið tjáð að útskrift Dóru af spítalanum væri ekki í kortunum. „Þetta nístir mann í hjartað. „Þetta er bara svona,“ var sagt. Hún var farin að gráta þegar henni var rúllað inn á klósett í gær. „Hvað er í gangi, er þetta bara boðlegt?“ sagði mamma. „Nú er þetta búið, ég á eftir að deyja hérna í nótt.“ Og henni finnst þetta svo mikil óvirðing,“ segir Berglind. Dóra lá enn þá inni á salerninu þegar systir Berglindar vitjaði hennar í morgun og segir Berglind að ástand móður þeirra fari versnandi.Anna Sigrún Baldursdóttir.Vísir/GVA„Systir mín er hjá henni núna og hún er komin aftur í ruglástand elsku kellingin okkar. Ekki heil brú í neinu sem hún segir. Hún grét sig í svefn í gærkvöldi og var meðvituð um allt sem var að gerast. Síðasta sem hún sagði var hvort að ráðherrarnir myndu láta bjóða sér þetta! Hún er bara með þvílíkar ranghugmyndir og veit ekkert hvar hún er.“ Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans, hafði frétt af málinu þegar Vísir náði tali af henni í morgun. Hún segir spítalann harma að umræddur sjúklingur búi við slíkan aðbúnað. „Við hörmum að það þurfi að grípa til svona úrræða og gerum allt til að stytta tímann sem fólk býr við svona aðbúnað. Þetta er ekki þjónustan sem við viljum bjóða,“ segir Anna Sigrún. „Þetta er hins vegar birtingarmynd þess ástands sem við búum við vegna skorts á hjúkrunarrýmum.“ Heilbrigðismál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Níutíu og tveggja ára móðir Berglindar Stefánsdóttur var lögð inn á öldrunardeild Landspítalans í gær. Ekki er pláss fyrir hana inni á hefðbundinni stofu heldur liggur hún í sjúkrarúmi inni á salerni. Berglind segir aðbúnaðinn óásættanlegan og þá hafi móður hennar hrakað mjög eftir að henni var komið fyrir á salerninu. Landspítalinn harmar að grípa hafi þurft til umræddra úrræða. Berglind vakti athygli á málinu í Facebook-færslu í gær. Þar sagði að móðir hennar, Dóra María Ingólfsdóttir, hafi verið lögð inn á bráðadeildina í Fossvogi um þarsíðustu helgi eftir slæmt fall á heimili sínu. Í færslunni rekur Berglind innlögn og legu Dóru á Landspítalanum. Fyrir það fyrsta hafi skýrslan úr sjúkrabílnum glatast og ekki enn fundist. Þá hafi móðir hennar verið lögð inn á bráðadeildina í Fossvogi og var þar í tvo daga á 10-15 manna stofu.Endurheimtu móður sína á lyflækningadeildinni Berglind segir ástand og aðstæður á bráðadeildinni hafa verið afar slæmar. Upplýsingaflæði milli starfsmanna hafi verið ábótavant, þannig að Berglind og systkini hennar þurftu sjálf að passa upp á að móðir þeirra tæki lyfin sín og fengi ekki sykurfall en hún er með sykursýki. „Hún var með næringu í æð og þegar pokinn kláraðist og slangan var orðin full af blóði, var okkur sagt að það væri ekki aðkallandi að setja annan poka, það væru aðrir sjúklingar veikari en hún!“Berglind Stefánsdóttir ásamt móður sinni, Dóru Maríu Ingólfsdóttur.Mynd/AðsendBerglind segir móður sína jafnframt hafa verið afar illa áttaða og ruglaða er hún lá inni á bráðadeild, auk þess sem hún kenndi mikilla verkja. Ekki hafi hins vegar fengist viðtal við lækni fyrr en löngu eftir innlögn á deildina. „Ég bað ítrekað um að fá að ræða við lækni út af ástandi hennar. Ég beið í 7 klst. og loksins kl. 01:00 eftir miðnætti náði ég tali af honum, 16 klst. eftir að hún lagðist inn.“ Á öðrum degi fékk móðir Berglindar svo pláss á lyflækningadeild og segir Berglind að þar hafi aðstæður verið mun betri. Í takt við það hafi ástand móður hennar batnað til muna. „Við endurheimtum hana,“ segir Berglind í samtali við Vísi og færir hún starfsfólki lyflækningadeildar kærar þakkir fyrir nærgætni og alúð í ummönnun móður sinnar.Grátandi inni á klósetti með kúabjöllu Í gærkvöldi var móður Berglindar og aðstandendum hennar tilkynnt að hún yrði flutt yfir á öldrunardeild þar sem annar sjúklingur þyrfti plássið hennar á lyflækningadeild. Á öldrunardeildinni var hins vegar ekki laust rúm inni á stofu og var móður Berglindar því komið fyrir inni á salerni á deildinni. „Þegar þangað kom var ekkert pláss fyrir hana þar og var hún því sett inn á salerni og verður þar næstu nætur eða þangað til rúm losnar. Á daginn fær hún að dúsa á ganginum því nota þarf salernið fyrir böðun og annað,“ skrifar Berglind. „Nú liggur hún, 92 ára, grátandi inni á klósetti með KÚABJÖLLU á borðinu til þess að gera vart við sig ef hana vantar aðstoð. Hún á ekki eftir að geta sofið í nótt því hún á allt eins von á því að aðrir sjúklingar þurfi að gera þarfir sínar þar sem hún liggur. Við höfum áhyggjur af því að þetta áfall verði til þess að ástand hennar versni aftur því svona breyting á umhverfi getur orðið til þess.“Dóra lá enn inni á salerninu í morgun en systir Berglindar tók þessa mynd er hún vitjaði móður sinnar í dag.Mynd/Aðsend„Myndu ráðherrarnir láta bjóða sér þetta?“ Berglind segir í samtali við Vísi í dag að enn sé óvíst hvenær, og þá yfir höfuð hvort, móðir hennar fái pláss inni á stofu. Fjölskyldunni hafi jafnframt verið tjáð að útskrift Dóru af spítalanum væri ekki í kortunum. „Þetta nístir mann í hjartað. „Þetta er bara svona,“ var sagt. Hún var farin að gráta þegar henni var rúllað inn á klósett í gær. „Hvað er í gangi, er þetta bara boðlegt?“ sagði mamma. „Nú er þetta búið, ég á eftir að deyja hérna í nótt.“ Og henni finnst þetta svo mikil óvirðing,“ segir Berglind. Dóra lá enn þá inni á salerninu þegar systir Berglindar vitjaði hennar í morgun og segir Berglind að ástand móður þeirra fari versnandi.Anna Sigrún Baldursdóttir.Vísir/GVA„Systir mín er hjá henni núna og hún er komin aftur í ruglástand elsku kellingin okkar. Ekki heil brú í neinu sem hún segir. Hún grét sig í svefn í gærkvöldi og var meðvituð um allt sem var að gerast. Síðasta sem hún sagði var hvort að ráðherrarnir myndu láta bjóða sér þetta! Hún er bara með þvílíkar ranghugmyndir og veit ekkert hvar hún er.“ Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans, hafði frétt af málinu þegar Vísir náði tali af henni í morgun. Hún segir spítalann harma að umræddur sjúklingur búi við slíkan aðbúnað. „Við hörmum að það þurfi að grípa til svona úrræða og gerum allt til að stytta tímann sem fólk býr við svona aðbúnað. Þetta er ekki þjónustan sem við viljum bjóða,“ segir Anna Sigrún. „Þetta er hins vegar birtingarmynd þess ástands sem við búum við vegna skorts á hjúkrunarrýmum.“
Heilbrigðismál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent