Trump ætlar ekki að refsa Sádum frekar Samúel Karl Ólason skrifar 20. nóvember 2018 18:18 Jamal Khashoggi var myrtur á ræðisskrifstou Sádi-Arabíu í Istanbúl í síðasta mánuði. AP/Lefteris Pitarakis Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að ekki verði gripið til frekari aðgerða vegna morðs Jamal Khashoggi. Hann segir morðið hafa verið hræðilegt og að Bandaríkin líði ekki slíkt. Trump vísar til þess að þegar sé búið að beita refsiaðgerðum gegn 17 Sádum sem vitað er að komu að morðinu og meðferð líks Khashoggi. Að hans hálfu virðist málinu lokið. Forsetinn sendi nú fyrir skömmu frá sér yfirlýsingu þar sem hann lofar Sádi-Arabíu sem bandamenn Bandaríkjanna. Yfirlýsingin byrjar á orðunum: „Bandaríkin fyrst! Heimurinn er mjög hættulegur staður!“. Því næst er fjallað um yfirvöld Íran og að þau séu miklir andstæðingar Bandaríkjanna, stuðningsmenn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og hryðjuverkasamtakanna Hezbollah í Líbanon, svo eitthvað sé nefnt. Hann segir Sáda þó hafa verið góða bandamenn gegn Íran og þeir hafi lofað að verja miklu fjármagni til baráttu gegn öfgastarfsemi í Mið-Austurlöndum. Þar að auki segir Trump að það væri heimskulegt að stöðva umfangsmikla vopnasölu Bandaríkjanna til Sádi-Arabíu. Trump vísar einnig til orða yfirvalda Sádi-Arabíu um að Khashoggi, sem bjó og starfaði sem blaðamaður í Bandaríkjunum og var harður gagnrýnandi konungsfjölskyldu Sádi-Arabíu, hafi verið „óvinur ríkisins“ og meðlimur í Bræðralagi múslima. Hann segir það þó ekki koma að ákvörðun sinni. Ekkert hefur þó verið staðfest í þessum ásökunum Sáda gegn Khashoggi. Þess í stað vísar Trump til þess að Salman konungur og krónprinsinn Mohammad bin Salman, þvertaki fyrir að hafa komið að morðinu með nokkrum hætti.INBOX: Trump statement on “standing with Saudi Arabia” re: Khashoggi pic.twitter.com/uVA9qMOijx — Katie Bo Williams (@KatieBoWill) November 20, 2018 Þá segir í yfirlýsingu Trump að leyniþjónustur Bandaríkjanna vinni enn úr upplýsingum vegna morðsins, en mögulegt væri að komið gæti í ljós að MBS hafi vitað af morðinu. „Kannski gerði hann það og kannski ekki,“ segir í yfirlýsingu Trump. Það er þó þvert á þá niðurstöðu sem CIA, ein af leyniþjónustum Bandaríkjanna, hefur komist að þeirri niðurstöðu að krónprinsinn hafi fyrirskipað morðið. Eftir að fregnir bárust af niðurstöður CIA gaf Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna út yfirlýsingu um að ríkisstjórnin væri ekki komin að sömu niðurstöðu.Sjá einnig: Ríkisstjórn Trump ekki komin að sömu niðurstöðu og CIAÍ yfirlýsingunni segir Trump einnig að mögulega verði aldrei hægt að fá allar upplýsingar um morðið á hreint. „Hvort sem er, þá er samband okkar við konungsríkið Sádi-Arabíu,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir að Bandaríkin muni áfram styðja dyggilega við bakið á ríkinu og öðrum bandamönnum í Mið-Austurlöndum. „Ég skil að það eru þingmenn sem, af pólitískum eða öðrum ástæðum, vilja að ég fari aðra leið og þeim er frjálst að gera það. Ég mun skoða allt sem fært er fyrir mig en bara með hagsmuni og öryggi Bandaríkjanna í huga.“ Journalists and press freedom campaigners tell me President Trump's stance on Khashoggi's murder sends a message to anyone in a position of power that it's okay to kill their critics, as long as they call them enemies of the people. — Richard Engel (@RichardEngel) November 20, 2018 Utanríkisráðherra Íran, Javad Zarif, gagnrýndi yfirlýsingu Trump á Twitter og sagði undarlegt að fyrsta málsgrein hennar innihéldi eingöngu ásakanir gegn Íran. „Kannski eru líka við okkur að sakast varðandi eldana í Kaliforníu, af því að við hjálpuðum ekki við að raka skógana, alveg eins og Finnar gera?“ skrifaði Zarif.Mr. Trump bizarrely devotes the FIRST paragraph of his shameful statement on Saudi atrocities to accuse IRAN of every sort of malfeasance he can think of. Perhaps we’re also responsible for the California fires, because we didn’t help rake the forests— just like the Finns do? — Javad Zarif (@JZarif) November 20, 2018 Bandaríkin Donald Trump Íran Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Fara fram á dauðarefsingu vegna morðsins á Khashoggi Greint var frá þessu á blaðamannafundi saksóknara í dag. 15. nóvember 2018 11:18 Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57 Trump vill ekki hlusta á morðupptökuna Donald Trump Bandaríkjaforseti segist enga ástæðu sjá til þess að hlusta á hljóðupptöku af morðinu á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi, þar sem innihald hennar myndi ekki hjálpa honum að taka ákvörðun um hvernig hann muni bregðast við morðinu. 18. nóvember 2018 17:46 „Færið mér höfuð hundsins“: Fyrirskipaði morð Khashoggi í gegnum Skype Náinn ráðgjafi krónprins Sádi-Arabíu er sagður hafa fyrirskipað morð Khashoggi í gegnum Skype. 22. október 2018 19:28 Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37 Ræddu um að drepa aðra óvini ári áður en Khashoggi var myrtur Menn sem starfa í leyniþjónustu Sádi-Arabíu og eru nánir krónprinsinum Mohammed bin Salman ræddu um það á síðasta ári hvernig þeir gætu komið því í kring að myrða íranska óvini sádi-arabíska ríkisins. 12. nóvember 2018 13:30 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að ekki verði gripið til frekari aðgerða vegna morðs Jamal Khashoggi. Hann segir morðið hafa verið hræðilegt og að Bandaríkin líði ekki slíkt. Trump vísar til þess að þegar sé búið að beita refsiaðgerðum gegn 17 Sádum sem vitað er að komu að morðinu og meðferð líks Khashoggi. Að hans hálfu virðist málinu lokið. Forsetinn sendi nú fyrir skömmu frá sér yfirlýsingu þar sem hann lofar Sádi-Arabíu sem bandamenn Bandaríkjanna. Yfirlýsingin byrjar á orðunum: „Bandaríkin fyrst! Heimurinn er mjög hættulegur staður!“. Því næst er fjallað um yfirvöld Íran og að þau séu miklir andstæðingar Bandaríkjanna, stuðningsmenn Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og hryðjuverkasamtakanna Hezbollah í Líbanon, svo eitthvað sé nefnt. Hann segir Sáda þó hafa verið góða bandamenn gegn Íran og þeir hafi lofað að verja miklu fjármagni til baráttu gegn öfgastarfsemi í Mið-Austurlöndum. Þar að auki segir Trump að það væri heimskulegt að stöðva umfangsmikla vopnasölu Bandaríkjanna til Sádi-Arabíu. Trump vísar einnig til orða yfirvalda Sádi-Arabíu um að Khashoggi, sem bjó og starfaði sem blaðamaður í Bandaríkjunum og var harður gagnrýnandi konungsfjölskyldu Sádi-Arabíu, hafi verið „óvinur ríkisins“ og meðlimur í Bræðralagi múslima. Hann segir það þó ekki koma að ákvörðun sinni. Ekkert hefur þó verið staðfest í þessum ásökunum Sáda gegn Khashoggi. Þess í stað vísar Trump til þess að Salman konungur og krónprinsinn Mohammad bin Salman, þvertaki fyrir að hafa komið að morðinu með nokkrum hætti.INBOX: Trump statement on “standing with Saudi Arabia” re: Khashoggi pic.twitter.com/uVA9qMOijx — Katie Bo Williams (@KatieBoWill) November 20, 2018 Þá segir í yfirlýsingu Trump að leyniþjónustur Bandaríkjanna vinni enn úr upplýsingum vegna morðsins, en mögulegt væri að komið gæti í ljós að MBS hafi vitað af morðinu. „Kannski gerði hann það og kannski ekki,“ segir í yfirlýsingu Trump. Það er þó þvert á þá niðurstöðu sem CIA, ein af leyniþjónustum Bandaríkjanna, hefur komist að þeirri niðurstöðu að krónprinsinn hafi fyrirskipað morðið. Eftir að fregnir bárust af niðurstöður CIA gaf Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna út yfirlýsingu um að ríkisstjórnin væri ekki komin að sömu niðurstöðu.Sjá einnig: Ríkisstjórn Trump ekki komin að sömu niðurstöðu og CIAÍ yfirlýsingunni segir Trump einnig að mögulega verði aldrei hægt að fá allar upplýsingar um morðið á hreint. „Hvort sem er, þá er samband okkar við konungsríkið Sádi-Arabíu,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir að Bandaríkin muni áfram styðja dyggilega við bakið á ríkinu og öðrum bandamönnum í Mið-Austurlöndum. „Ég skil að það eru þingmenn sem, af pólitískum eða öðrum ástæðum, vilja að ég fari aðra leið og þeim er frjálst að gera það. Ég mun skoða allt sem fært er fyrir mig en bara með hagsmuni og öryggi Bandaríkjanna í huga.“ Journalists and press freedom campaigners tell me President Trump's stance on Khashoggi's murder sends a message to anyone in a position of power that it's okay to kill their critics, as long as they call them enemies of the people. — Richard Engel (@RichardEngel) November 20, 2018 Utanríkisráðherra Íran, Javad Zarif, gagnrýndi yfirlýsingu Trump á Twitter og sagði undarlegt að fyrsta málsgrein hennar innihéldi eingöngu ásakanir gegn Íran. „Kannski eru líka við okkur að sakast varðandi eldana í Kaliforníu, af því að við hjálpuðum ekki við að raka skógana, alveg eins og Finnar gera?“ skrifaði Zarif.Mr. Trump bizarrely devotes the FIRST paragraph of his shameful statement on Saudi atrocities to accuse IRAN of every sort of malfeasance he can think of. Perhaps we’re also responsible for the California fires, because we didn’t help rake the forests— just like the Finns do? — Javad Zarif (@JZarif) November 20, 2018
Bandaríkin Donald Trump Íran Mið-Austurlönd Morðið á Khashoggi Tengdar fréttir Fara fram á dauðarefsingu vegna morðsins á Khashoggi Greint var frá þessu á blaðamannafundi saksóknara í dag. 15. nóvember 2018 11:18 Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57 Trump vill ekki hlusta á morðupptökuna Donald Trump Bandaríkjaforseti segist enga ástæðu sjá til þess að hlusta á hljóðupptöku af morðinu á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi, þar sem innihald hennar myndi ekki hjálpa honum að taka ákvörðun um hvernig hann muni bregðast við morðinu. 18. nóvember 2018 17:46 „Færið mér höfuð hundsins“: Fyrirskipaði morð Khashoggi í gegnum Skype Náinn ráðgjafi krónprins Sádi-Arabíu er sagður hafa fyrirskipað morð Khashoggi í gegnum Skype. 22. október 2018 19:28 Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37 Ræddu um að drepa aðra óvini ári áður en Khashoggi var myrtur Menn sem starfa í leyniþjónustu Sádi-Arabíu og eru nánir krónprinsinum Mohammed bin Salman ræddu um það á síðasta ári hvernig þeir gætu komið því í kring að myrða íranska óvini sádi-arabíska ríkisins. 12. nóvember 2018 13:30 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Fara fram á dauðarefsingu vegna morðsins á Khashoggi Greint var frá þessu á blaðamannafundi saksóknara í dag. 15. nóvember 2018 11:18
Leituðu leiða til að framselja Gulen til Tyrklands til að friðþægja Erdogan Ríkisstjórn Donald Trump er sögð vilja létta á þrýsingi á krónpríns Sádi-Arabíu. 16. nóvember 2018 10:57
Trump vill ekki hlusta á morðupptökuna Donald Trump Bandaríkjaforseti segist enga ástæðu sjá til þess að hlusta á hljóðupptöku af morðinu á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi, þar sem innihald hennar myndi ekki hjálpa honum að taka ákvörðun um hvernig hann muni bregðast við morðinu. 18. nóvember 2018 17:46
„Færið mér höfuð hundsins“: Fyrirskipaði morð Khashoggi í gegnum Skype Náinn ráðgjafi krónprins Sádi-Arabíu er sagður hafa fyrirskipað morð Khashoggi í gegnum Skype. 22. október 2018 19:28
Krónprinsinn sagði Kashoggi „hættulegan íslamista“ Í yfirlýsingu frá fjölskyldu Khashoggi er þvertekið fyrir að hann hafi verið meðlimur bræðralagsins eða hættulegur á nokkurn hátt. 2. nóvember 2018 07:37
Ræddu um að drepa aðra óvini ári áður en Khashoggi var myrtur Menn sem starfa í leyniþjónustu Sádi-Arabíu og eru nánir krónprinsinum Mohammed bin Salman ræddu um það á síðasta ári hvernig þeir gætu komið því í kring að myrða íranska óvini sádi-arabíska ríkisins. 12. nóvember 2018 13:30