Ofstækisfullur faðir lággjaldalíkansins freistar þess að bjarga WOW Air Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2018 14:00 Bill Franke er sagður klókur kaupsýslumaður, sem brennur fyrir lágum fargjöldum. Getty/Stringer Bill Franke, sjálfskipaður „faðir lággjaldalíkansins“, er stofnandi eignastýringafélagsins Indigo Partners, sem gerði í gær bráðabirgðasamkomulag um fjárfestingu í íslenska flugfélaginu WOW Air. Erlendir fjölmiðlar hafa gert sér mat úr fréttum af samkomulaginu og setja það í samhengi við áherslur Franke í viðskiptum. Honum er lýst sem klókum kaupsýslumanni, hörðum í horn að taka - og ofstækisfullum í viðhorfi sínu til verðlagningar. Fram kom í gærkvöldi að til standi að ljúka við gerð samkomulagsins við Indigo eins fljótt og auðið verður eftir áreiðanleikakönnun. Skilmálar viðskiptanna voru ekki gefnir upp í tilkynningu frá Skúla Mogensen, forstjóra WOW Air í gær.Sjá einnig: WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Indigo Partners eru með höfuðstöðvar í Phoenix í Bandaríkjunum. Félagið fjárfestir í flugiðnaði og er aðalfjárfestirinn í Tiger Airways í Singapúr og Spirit Airlines á Flórída. Þá er Indigo einn stærsti hluthafinn í flugfélögunum Volaris Airlines í Mexíkó, JetSmart í Síle og hinu ungverska Wizz air sem flýgur meðal annars til og frá Íslandi. Bandaríkjamaðurinn William A. Franke stofnaði Indigo árið 2003. Hann fæddist í Texas árið 1937, ólst upp í Suður-Ameríku og útskrifaðist úr Stanfordháskóla.Sjálfskipaður faðir lággjaldalíkansins Franke hefur verið lýst sem heilanum á bak við stofnun lágfargjaldaflugfélaga í Bandaríkjunum, og virðist sjálfur sama sinnis en í umfjöllun Bloomberg um kaup Indigo Partners á 430 Airbus-vélum er hann sagður sjálfskipaður „faðir lággjaldaviðskiptalíkansins“. Þá hafi hann leitað leiða undanfarin ár til að koma í veg fyrir hækkandi rekstrarkostnað, þ.e. „veginn til helvítis“ líkt og Franke kemst sjálfur að orði.Wizz Air flutti 28,3 milljónir farþega milli staða árið 2017 og hefur skipað sér sess meðal stærstu lággjaldaflugfélaga Evrópu.Vísir/gettyKaup Franke á Airbus-vélunum námu um 50 milljörðum Bandaríkjadala, eða rúmlega sex þúsund milljörðum íslenskra króna, og vöktu mikla athygli þegar þau gengu í gegn í nóvember í fyrra. Tilkynnt var um samninginn á flugsýningu í Dubai og hann sagður sá stærsti sinnar tegundar, sé litið til fjölda véla. Flugvélunum var skipt á milli Wizz Air, Volaris Airlines og Frontier Airlines – og orkuðu þær sem mikil innspýting í rekstur félaganna.Klókur kaupsýslumaður sem skrúfar niður verð Fjallað hefur verið um bráðabirgðasamkomulag Wow Air og Indigo í erlendum fjölmiðlum síðan kunngjört var um hann í gær, og samkomulagið gjarnan sett í samhengi við áherslur Franke í viðskiptum. Í umfjöllun Skift sem birtist í gær er Franke lýst sem „hands on“ fjárfesti, þ.e. að hann beiti sér sjálfur í rekstri flugfélaga sinna og fylgist náið með þeim. Þá sé hann þekktur fyrir nokkuð „ofstæki“ gagnvart verðlagningu en umfram allt teljist hann klókur kaupsýslumaður, sem sé harður í horn að taka í samningaviðræðum.Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air.Fréttablaðið/AntonBlaðamaður Skift segir jafnframt að áhugavert verði að fylgjast með því hvernig viðskiptalíkan Indigo muni samræmast hugmyndum Skúla Mogensen forstjóra WOW Air, sérstaklega þegar litið er til Indlandsflugs félagsins sem sérstaklega átti að þjóna efnameiri farþegum. Því er einnig velt upp að Indigo gæti knúið fram töluverðar breytingar á rekstri WOW Air, til að mynda með því að einblína á styttri flug.Tækifæri fyrir Skúla að viðhalda vörumerkinu En hvert er viðskiptalíkan Indigo og Franke? Steinn Logi Björnsson, forstjóri Bluebird Nordic, sagði í samtali við fréttastofu í hádeginu að ofurlággjaldamódelið grundvallist á því að taka alla þjónustuliði úr fargjaldinu – og þar sé gengið mun lengra en Wow Air hefur gert. Þá sé launakostnaður lægri og leitast sé við að halda vélum félaganna eins mikið í loftinu og hægt er til að hámarka afköst. Í nýrri frétt viðskiptamiðilsins Forbes er Indigo sagt forkólfur „ofurlággjalda“. Höfundur segir jafnframt að Wow Air gæti notið góðs af fjárfestingu Indigo, gangi samningar þess efnis eftir. Þá nefnir hún að þó að Tiger Airways hafi fatast flugið hafi hin flugfélög Indigo blómstrað undir handleiðslu Franke. „Ólíkt uppbyggingu Icelandairsamningsins sem fallið var frá myndi hinn nýi samningur veita Mogensen tækifæri til að viðhalda vörumerkinu og sanna virði þess,“ skrifar Marisa Garcia, sem fjallar um flugmál fyrir Forbes. „Aðkoma Indigo er mikilvæg stuðningsyfirlýsing við íslenska flugfélagið og lífvænleika lággjaldaviðskiptalíkansins til langframa.“ Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Hlutabréfaverð Icelandair heldur áfram að hrapa Verð bréfa í öðrum félögum í Kauphöllinni hefur hækkað. 30. nóvember 2018 10:08 Koma til með að geta dregið mikið af uppsögnum til baka fjárfesti Indigo í WOW air Airport Associates er stærsti þjónustuaðili WOW air. Fyrirtækið sagði í gær upp 237 starfsmönnum eftir að tilkynnt var um að Icelandair hefði fallið frá áætlunum sínum um að kaupa WOW. 30. nóvember 2018 11:20 WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Bill Franke, sjálfskipaður „faðir lággjaldalíkansins“, er stofnandi eignastýringafélagsins Indigo Partners, sem gerði í gær bráðabirgðasamkomulag um fjárfestingu í íslenska flugfélaginu WOW Air. Erlendir fjölmiðlar hafa gert sér mat úr fréttum af samkomulaginu og setja það í samhengi við áherslur Franke í viðskiptum. Honum er lýst sem klókum kaupsýslumanni, hörðum í horn að taka - og ofstækisfullum í viðhorfi sínu til verðlagningar. Fram kom í gærkvöldi að til standi að ljúka við gerð samkomulagsins við Indigo eins fljótt og auðið verður eftir áreiðanleikakönnun. Skilmálar viðskiptanna voru ekki gefnir upp í tilkynningu frá Skúla Mogensen, forstjóra WOW Air í gær.Sjá einnig: WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Indigo Partners eru með höfuðstöðvar í Phoenix í Bandaríkjunum. Félagið fjárfestir í flugiðnaði og er aðalfjárfestirinn í Tiger Airways í Singapúr og Spirit Airlines á Flórída. Þá er Indigo einn stærsti hluthafinn í flugfélögunum Volaris Airlines í Mexíkó, JetSmart í Síle og hinu ungverska Wizz air sem flýgur meðal annars til og frá Íslandi. Bandaríkjamaðurinn William A. Franke stofnaði Indigo árið 2003. Hann fæddist í Texas árið 1937, ólst upp í Suður-Ameríku og útskrifaðist úr Stanfordháskóla.Sjálfskipaður faðir lággjaldalíkansins Franke hefur verið lýst sem heilanum á bak við stofnun lágfargjaldaflugfélaga í Bandaríkjunum, og virðist sjálfur sama sinnis en í umfjöllun Bloomberg um kaup Indigo Partners á 430 Airbus-vélum er hann sagður sjálfskipaður „faðir lággjaldaviðskiptalíkansins“. Þá hafi hann leitað leiða undanfarin ár til að koma í veg fyrir hækkandi rekstrarkostnað, þ.e. „veginn til helvítis“ líkt og Franke kemst sjálfur að orði.Wizz Air flutti 28,3 milljónir farþega milli staða árið 2017 og hefur skipað sér sess meðal stærstu lággjaldaflugfélaga Evrópu.Vísir/gettyKaup Franke á Airbus-vélunum námu um 50 milljörðum Bandaríkjadala, eða rúmlega sex þúsund milljörðum íslenskra króna, og vöktu mikla athygli þegar þau gengu í gegn í nóvember í fyrra. Tilkynnt var um samninginn á flugsýningu í Dubai og hann sagður sá stærsti sinnar tegundar, sé litið til fjölda véla. Flugvélunum var skipt á milli Wizz Air, Volaris Airlines og Frontier Airlines – og orkuðu þær sem mikil innspýting í rekstur félaganna.Klókur kaupsýslumaður sem skrúfar niður verð Fjallað hefur verið um bráðabirgðasamkomulag Wow Air og Indigo í erlendum fjölmiðlum síðan kunngjört var um hann í gær, og samkomulagið gjarnan sett í samhengi við áherslur Franke í viðskiptum. Í umfjöllun Skift sem birtist í gær er Franke lýst sem „hands on“ fjárfesti, þ.e. að hann beiti sér sjálfur í rekstri flugfélaga sinna og fylgist náið með þeim. Þá sé hann þekktur fyrir nokkuð „ofstæki“ gagnvart verðlagningu en umfram allt teljist hann klókur kaupsýslumaður, sem sé harður í horn að taka í samningaviðræðum.Skúli Mogensen, forstjóri WOW Air.Fréttablaðið/AntonBlaðamaður Skift segir jafnframt að áhugavert verði að fylgjast með því hvernig viðskiptalíkan Indigo muni samræmast hugmyndum Skúla Mogensen forstjóra WOW Air, sérstaklega þegar litið er til Indlandsflugs félagsins sem sérstaklega átti að þjóna efnameiri farþegum. Því er einnig velt upp að Indigo gæti knúið fram töluverðar breytingar á rekstri WOW Air, til að mynda með því að einblína á styttri flug.Tækifæri fyrir Skúla að viðhalda vörumerkinu En hvert er viðskiptalíkan Indigo og Franke? Steinn Logi Björnsson, forstjóri Bluebird Nordic, sagði í samtali við fréttastofu í hádeginu að ofurlággjaldamódelið grundvallist á því að taka alla þjónustuliði úr fargjaldinu – og þar sé gengið mun lengra en Wow Air hefur gert. Þá sé launakostnaður lægri og leitast sé við að halda vélum félaganna eins mikið í loftinu og hægt er til að hámarka afköst. Í nýrri frétt viðskiptamiðilsins Forbes er Indigo sagt forkólfur „ofurlággjalda“. Höfundur segir jafnframt að Wow Air gæti notið góðs af fjárfestingu Indigo, gangi samningar þess efnis eftir. Þá nefnir hún að þó að Tiger Airways hafi fatast flugið hafi hin flugfélög Indigo blómstrað undir handleiðslu Franke. „Ólíkt uppbyggingu Icelandairsamningsins sem fallið var frá myndi hinn nýi samningur veita Mogensen tækifæri til að viðhalda vörumerkinu og sanna virði þess,“ skrifar Marisa Garcia, sem fjallar um flugmál fyrir Forbes. „Aðkoma Indigo er mikilvæg stuðningsyfirlýsing við íslenska flugfélagið og lífvænleika lággjaldaviðskiptalíkansins til langframa.“
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Hlutabréfaverð Icelandair heldur áfram að hrapa Verð bréfa í öðrum félögum í Kauphöllinni hefur hækkað. 30. nóvember 2018 10:08 Koma til með að geta dregið mikið af uppsögnum til baka fjárfesti Indigo í WOW air Airport Associates er stærsti þjónustuaðili WOW air. Fyrirtækið sagði í gær upp 237 starfsmönnum eftir að tilkynnt var um að Icelandair hefði fallið frá áætlunum sínum um að kaupa WOW. 30. nóvember 2018 11:20 WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Hlutabréfaverð Icelandair heldur áfram að hrapa Verð bréfa í öðrum félögum í Kauphöllinni hefur hækkað. 30. nóvember 2018 10:08
Koma til með að geta dregið mikið af uppsögnum til baka fjárfesti Indigo í WOW air Airport Associates er stærsti þjónustuaðili WOW air. Fyrirtækið sagði í gær upp 237 starfsmönnum eftir að tilkynnt var um að Icelandair hefði fallið frá áætlunum sínum um að kaupa WOW. 30. nóvember 2018 11:20
WOW air verður „ofurlággjaldaflugfélag“ ef Indigo fylgir sömu stefnu Búast má við miklum breytingum á rekstri WOW air á næstunni ef Indigo Partners mun fylgja sömu stefnu gagnvart WOW air og fyrirtækið hefur fylgt gagnvart öðrum lággjaldaflugfélögum sem það hefur fjárfest í. Þetta segir forstjóri fraktflugfélagsins Bluebird Nordic sem hefur meira en 20 ára reynslu á flugmarkaði. 30. nóvember 2018 12:30